Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 26
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Vikan sem leið „Ég myndi segja að við séum búnir að fá fínt hlutfall af viðskiptum en enn þá meiri forvitni,“ segir Sigurð­ ur Pálmi Sigurbjörnsson. Sigurður ásamt Hauki Hrafni Þorsteinssyni er eigandi Boxins.is, vefverslunar sem var opnuð um síðustu helgi. Boxið.is selur þurrvörur, gos, þvottaefni og aðrar nauðsynjar og sendir þær upp að dyrum. „Verðið er mjög samkeppnishæft, þetta eru alls ekki dýrustu vörurnar á markaði,“ segir Sigurður. Greitt er sendingargjald fyrir innkaup undir 10 þúsund krónum, annars er heim­ sendingin ókeypis. „Hugmyndin spratt upp frá því að ég bjó í Bandaríkjunum og nýtti mér það mikið að fá heims­ endingu, bæði  á matvörum og mat af veitingastöðum. Mér þótti og þykir enn ofboðslega leiðinlegt að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, sér­ staklega þungar matvörur, í búð og svo á maður það til að gleyma að kaupa nauðsynjar eins og þvotta­ efni,“ segir Sigurður. „Haukur er hugbúnaðarverkfræðingur og við höfum oft verið að tala um þetta. Hann er fjölskyldumaður og  sagði að það að sleppa við að fara í búð­ ina með börn í för væru svo mikil lífsgæði.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar hægt og rólega að venjast því að versla á netinu. Sigurður segir að margir forðist netkaup vegna óvissu um hvenær varan kemur. „Við erum að bjóða upp á að þú veljir afhend­ ingarhólf, þú getur pantað í hádeg­ inu og sagst vilja vörurnar milli sex og átta, það hjálpar kannski fólki að komast yfir þennan þröskuld að eyða óvissunni um hvenær þetta kemur. Boxið.is er nú með þúsund vörunúmer en einungis Sigurð og frænda hans að störfum. Hann býst svo við að ráða fleiri með aukinni eftirspurn. – sg Matvörur upp að dyrum Kerecis og bandaríska varnarmála­ ráðuneytið hafa gengið frá samningi um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum her­ mönnum. Í kjölfar aukinnar tíðni á bruna­ sárum í hernaði setti Bandaríkjaþing nýverið lög um 46 milljóna dollara, 5,3 milljarða króna, sérframlag til læknisfræðilegrar þróunar á með­ ferðarúrræðum fyrir brunasár og hefur Kerecis hlotið fjárframlag úr fjárveitingunni sem nemur í upphafi um 100 milljónum króna. Kerecis er íslenskt þróunar­, fram­ leiðslu­ og markaðsfyrirtæki sem starfar á lækningavörumarkaði. Fram kemur í tilkynningu að ákjósanlegasta meðhöndlun á brunasárum sem ná inn í hold eða bein er meðhöndlun í upphafi með líkhúð og á seinni stigum með sam­ græðlingum (húð flutt af einum stað á annan á líkama þess slasaða). Hvorug þessara aðferða hentar til notkunar á herspítölum á átaka­ svæðum og felur verkefnið í sér að sérstök útgáfa af sáraroðinu verður þróuð og prófuð fyrir þessa notkun. Húð af spendýrum hentar illa þar sem meðhöndla þarf slíka húð sér­ staklega vegna smithættu en slík smithætta er ekki til staðar milli fiska og manna. „Í hernaðarátökum undanfarinna ára hefur brunaáverkum fjölgað mjög hjá bandarískum hermönn­ um og það er sérstakt áhersluefni bandarískra stjórnvalda að þróa bætt meðferðarúrræði. Það er frá­ bært að bandaríski herinn skuli velja okkur til samstarfs í þessu verkefni sem gagnast mun bæði hermönnum sem slasast á átaka­ svæðum en ekki síður almenningi sem slasast við sín daglegu störf,“ segir Hilmar Kjartansson, bráða­ læknir hjá Kerecis. „Við höfum undanfarin ár ein­ beitt okkur að meðhöndlun á sykursýkissárum og öðrum þrá­ látum sárum. Með þessu verkefni og öðrum verkefnum sem við höfum unnið með bandarískum yfirvöld­ um undanfarin ár færum við okkur yfir í bráðaáverka eins og brunasár eru,“ segir Baldur Tumi Baldursson, húðsjúkdómalæknir hjá Kerecis. Þessi þriðji samningur Ker­ ecis við bandarísk varnarmála­ yfirvöld er við rannsókna­ og l æ k n i n g avö r u i n n k a u p a d e i l d banda ríska landhersins. Fyrir vinnur Kerecis að verkefnum með sárarannsóknasetri bandaríska landhersins og rannsóknamiðstöð bandaríska sjóhersins og er fram­ gangur þeirra verkefna samkvæmt áætlun. Kerecis á því í samstarfi við þrjár stofnanir bandarískra varnarmála­ yfirvalda og stefnir að því að auka það samstarf enn frekar á næstu misserum. Opnun skrifstofu Kerecis í Washington DC nýverið er hluti af þeim áætlunum. saeunn@frettabladid.is Kerecis hlýtur 100 milljóna fjárframlag Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samninga í þriðja sinn við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fyrirtækið fær 100 milljónir. Kerecis opnaði nýverið skrifstofu í Washington DC til að auka samstarf enn frekar á næstunni. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, ásamt Baldri Tuma og Hilmari. Mynd/BirGir ÍSleiFur GunnarSSon með þessu verkefni færum við okkur yfir í bráðaáverka eins og brunasár eru. Baldur Tumi Baldursson, húðsjúkdóma- læknir hjá Kerecis Í ágúst voru 3.049 eignir  skráðar til útleigu á Airbnb  í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykja­ vík í leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka, Íslenskur íbúðamarkaður 2016. 3.049 eignir skráðar Sigurður og Haukur ásamt Vilhjálmi einarssyni. FréTTaBlaðið/GVa 69% hlutur Greint  var frá því á mánudag að samkomulag hefði náðst um kaup á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F­13 ehf. og Lind ehf. Fyrir kaup­ endum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. Auður I, hefur verið stærsti hluthafi frá 2010. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 7 82 71 0 1/ 20 16 ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair. 1 9 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -C C 7 C 1 A F B -C B 4 0 1 A F B -C A 0 4 1 A F B -C 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.