Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 30
Það er mikið rætt um að við séum að taka á móti of mörgum ferða-mönnum til landsins, í stað þess að laða hingað til lands færri, betur borgandi gesti. En til að svo megi verða þurfum við að tryggja að virði upplifunar standi undir hærra verði en nú er, og það gerum við einungis með því að vernda okkar dýrmæt- ustu náttúruauðlindir annars vegar, og með því að þróa hér þjónustu og afþreyingu sem stendur undir væntingum,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. „Flestir eru tilbúnir að borga fyrir það sem maður upplifir verðmæti í, en þegar eftirspurnin er orðin meiri en framboðið þá geta allir verðlagt sig hátt, og þá er hætta á að fólk komi heim og segi vinum sínum að upplifunin hafi verið of dýr miðað við gæðin. Unga kynslóðin treystir númer eitt, tvö og þrjú á reynslu annarra. Þannig að það skiptir miklu máli að umsagnirnar sem fara héðan séu ekki of mikið í þá veruna,“ segir Magnea. Nýverið opnaði Icelandair Hot- els nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur, Canopy by Hilton Reykjavík City Centre, með sérleyfissamning við Hil- ton International. Þar hafa nú þegar birst gestir sem ekki hafa sést á öðrum hótelum Icelandair Hotels. „Þetta eru Hilton demanta- og gullkorta- hafar sem ferðast í 150 til 200 daga á ári, virkilega sjóaðir ferðamenn sem biðu eftir að hótelið væri opnað til að prófa. Þessi hópur kemur þegar búið er að fjárfesta í vörunni sem hann vill njóta,“ segir Magnea. Magnea hefur starfað hjá Icelanda- ir Hotels (sem áður hét Flugleiða- hótel) með hléum frá árinu 1994, en hefur sinnt núverandi starfi frá árinu 2005. Magnea lærði hótelrekstur í Sviss. Hún hefur starfað í hóteliðnað- inum frá árinu 1991 og unnið í Sviss og Japan. Ferðamannageirinn á Íslandi hefur breyst gríðarlega síðastliðinn ára- tug, að mati Magneu, ekki bara hvað varðar fjölgun ferðamanna heldur einnig vegna viðhorfsbreytingar meðal yngri ferðalanga til ferðalaga almennt. Ferðaþjónusta almennt einkennist af auknum metnaði, sam- félagsvitund hefur aukist og meiri áhersla er lögð á umhverfismál og vistvænan rekstur. Metnaður er lagður í stefnumótun til lengri tíma og uppbyggingu. Icelandair Hotels rekur 21 hótel með 1.600 herbergjum um allt land. Í byrjun júlí var opnað nýjasta hótel fyrirtækisins, Canopy Reykjavík, sem er fyrsta Canopy hótel í heiminum, en það er partur af nýrri lífsstílskeðju Hilton International. Rúmlega 20 önnur Canopy hótel munu fylgja í kjölfarið á næstu tveimur árum víðs- vegar um heiminn. „Við finnum fyrir þessu breytta viðhorfi hér. Þegar við opnuðum Canopy Reykjavík var ungt fólk að koma hingað með börnin sín, það er forgangsatriði hjá ungu kynslóðinni í dag að börn upplifi heiminn. Unga kynslóðin er í deilihagkerfinu, hugsar ekki endilega um eignir, en leggur rosalega áherslu á upplifun og á það að víkka sjóndeildarhringinn. Þessi kynslóð er skynsöm, borðar hollt, og vill vita hvaðan maturinn kemur. Hún er mjög meðvituð um heilsu og hreyfir sig meira en nokkur önnur kynslóð,“ segir Magnea. „Ísland er í kjöraðstöðu til að þróa áfangastaðinn áfram til handa þeim sem leggja áherslu á heilbrigðan lífs- stíl, hreyfingu, hollan mat og útiveru. Hér eru kjöraðstæður fyrir þennan ört vaxandi markhóp, en þjónustuna þarf að þróa áfram,“ segir Magnea. Magnea segir að þetta breytta við- horf bæði hjá ungu kynslóðinni og hjá samfélaginu almennt um aukna samfélagsmeðvitund og meðvitund um nærliggjandi umhverfi hafi einnig haft áhrif á mótun hótela Icelandair Hotels. „Áður fyrr voru hótel byggð því það vantaði rúm og það var ekki mikil pæling út fyrir það. Nú erum við að fjárfesta í erlendum vörumerkjum og ígrundum vel hvaða vörumerki við veljum til samstarfs. Canopy snýst um að þróa ný hverfi, vinna að staðbundinni upplifun, allt á að vera ósvikið hvort sem það er maturinn eða eitthvað annað,“ segir Magnea. „Við vildum að hótelið félli inn í umhverfið, og að götumynd Hverfis- götu með sjarmerandi gömlum húsum fengi að halda sér, í stað þess að einn stór kumbaldi merktur „hótel“ tæki yfir. Ef við viljum nýta það tækifæri sem fjölgun ferða- manna hefur fært okkur sem best, þá byggjum við ekki fyrir næstu kom- andi ferðatímabil heldur fyrir næstu kynslóðir ferðamanna og tökum mið af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í ferðamynstri yngri kyn- slóða og kröfum. Við eigum að nýta grunnstoðir okkar og náttúruauð- lindir til að skapa verðmæti í formi ógleymanlegrar upplifunar fyrir þá sem sækja í útivistina, hreina loftið og matinn. Ef við vinnum mark- vissa stefnumótun með verndun náttúruauðlinda að leiðarljósi og þróun innviða í átt að aukinni tekju- myndun og verðmætasköpun þá er framtíðin björt og verkefnin verulega spennandi. Við sem stöndum vaktina núna á þessum tímum berum ábyrgð, bæði umhverfis- og samfélagsábyrgð og eigum að vanda okkur þannig að næstu áratugi höfum við gott við- skiptatækifæri til lengri tíma,“ segir Magnea. Icelandair Hotels hefur sett stefn- una á uppbyggingu í miðbæ Reykja- víkur til næstu ára. „Við munum bæta við 350 herbergjum í lúxusgæða- flokki í Reykjavík fyrir árið 2018. Á næsta ári bætist Reykjavik Cons- ulate Hotel við í Hafnarstræti og árið 2018 bætist Icelandair Parliament Hugsar til langs tíma Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair Hotels frá árinu 2005. Hún telur að „þetta reddast“ viðhorfið dugi ekki lengur til í móttöku ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt sé að varan standi undir háum kostnaði. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Flestir eru tilbúnir að borga fyrir það sem maður upplifir verðmæti í, en þegar eftirspurnin er orðin meira en framboðið þá geta allir verðlagt sig hátt, og þá er hætta á að fólk komi heim og segi vinum sínum að upplifunin hafi verið of dýr miðað við gæðin. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir segir mikilvægt að hugsa ekki bara um næstu komandi ferða- tímabil heldur til komandi kynslóða ferðamanna. Fréttablaðið/GVa 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -A 4 F C 1 A F B -A 3 C 0 1 A F B -A 2 8 4 1 A F B -A 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.