Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 36
Svipmynd Hrönn Marinósdóttir Kvikmyndahátíðinni RIFF lauk þarsíðasta sunnudag en Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF, er strax farin að hugsa um þá næstu. „Undirbúningurinn hefst um leið og hátíðinni lýkur. Fyrst göngum við frá uppgjöri og skýrslugerð og þess háttar og svo þegar hátíðin er búin förum við strax í það að skipuleggja dagskrá næsta árs. Við erum alltaf með eitt land í fókus á hátíðinni og erum að skoða hvaða möguleikar eru í boði í því,“ segir Hrönn. „Við erum nokkur í vinnu allt árið um kring við að skipuleggja RIFF. „Fjáröflunin tekur langan tíma og þarf að hefjast um leið og hátíð- inni lýkur. Við sækjum um styrki til ríkis og borgar, svo sækjum við um í Creative Europe hjá Evrópu- sambandinu og til fyrirtækja,“ segir Hrönn. Utan kvikmyndahátíðarinnar rekur Hrönn smiðjur fyrir skóla- börn, meðal annars stuttmynda- smiðjurnar Stelpur Filma og heldur námskeið fyrir kvikmyndagerðar- menn. RIFF hefur nú fest sig í sessi í menningarlífi Reykjavíkur, en kvik- myndahátíðin hefur verið haldin árlega í lok september frá árinu 2004. „Á sinn hátt stækkar RIFF á hverju ári því hún er að festa sig meira og meira í sessi, fólk bíður eftir henni og veit á hverju það á von, og maður heyrir að sumir taki sér frí bara til að fara í bíó sem er frá- bært,“ segir Hrönn. Hrönn Marinósdóttir lærði stjórnmálafræði og tók svo MBA- gráðu. „Ég notaði það nám til að þróa og skipuleggja kvikmynda- hátíðina,“ segir Hrönn. Hún starfaði áður sem blaðamað- ur og ferðaðist meðal annars á kvik- myndahátíðir og tók viðtöl þar. Hún hefur alla tíð tengst kvikmyndum. „Fjölskyldan mín rak Gamla bíó í gamla daga og ég vann þar sem sætavísa þegar ég var unglingur.“ Hrönn segir að hápunkturinn á nýyfirstaðinni hátíð hafi verið að fá heiðursgestina Deepu Mehta og Darren Aronofsky. „Þetta eru ólíkir kvikmyndagerðarmenn en bæði eru mjög framúrskarandi á sinn hátt. Þau komu bæði fram og voru með meistaraspjall og spjölluðu mikið við áhorfendur um sína list, og Darren ræddi mikið um nátt- úruvernd því það hefur verið hans hugðarefni,“ segir Hrönn. Hrönn á sér mörg áhugamál utan kvikmyndanna. „Það að vera úti í náttúrunni í fjallgöngu og með vinum, sem og hreyfing skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer mikið í hádegistíma hjá Þórhöllu Andrés- dóttur í World Class. Það eru bestu leikfimitímar sem ég hef farið í fyrr eða síðar,“ segir Hrönn. Fram undan hjá Hrönn er það að fara til Dakka í Bangladess í janúar og vera í dómnefnd kvikmyndahá- tíðar þar. Svo verður RIFF kynnt ásamt ellefu öðrum kvikmynda- hátíðum í Tékklandi í lok mánaðar- ins. saeunn@frettabladid.is Undirbúningurinn hefst á ný um leið og hátíðinni lýkur Hrönn Marinósdóttir stofnaði kvikmyndahátíðina RIFF og hefur stýrt henni frá stofnun árið 2004. Hún segir hátíðina hafa fest sig í sessi og stækka á sinn hátt árlega. Hrönn hefur lengi tengst kvikmyndum en fjöl- skylda hennar rak Gamla bíó. Þegar hún er ekki að sinna kvikmyndum stundar hún útivist og hreyfingu. Hrönn Marinósdóttir notaði MBA-námið til að þróa og skipuleggja kvikmyndahátíðina RIFF. FRéttABlAðIð/Anton Það að vera úti í náttúrunni í fjall- göngu og með vinum, sem og hreyfing, skiptir mig mjög miklu máli. Hrönn Marinósdóttir, stofnandi RIFF. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráð- herra hefur skipað nýja stjórn til þriggja ára. Stjórnina skipa sjö einstaklingar í senn. Formaður stjórnar Íslandsstofu er Sigsteinn Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Arctic Green Energy Corporation (SA). Aðrir í stjórn eru: Anna Guð- mundsdóttir, fjármálastjóri Gjögurs hf. (SA), Baldvin Jónsson, ráðgjafi (MMR), Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair (SA), Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra (UTN), Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos (ANR) og Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor (SA). Áheyrnarfulltrúi utan- ríkisráðuneytisins er Júlíus Hafstein. – sg Ný stjórn Íslandsstofu Davíð Arnarson hefur gengið til liðs við Icewear sem forstöðumaður netdeildar fyrirtækisins. Davíð mun leiða áframhaldandi uppbyggingu á netdeild Icewear og innleiða nýjar lausnir, ásamt því að greina tæki- færi til sparnaðar og aukinnar sjálf- virkni. Davíð kemur til Icewear frá Móberg Group þar sem hann stýrði greiningardeild fyrirtækisins. Þar áður var hann markaðs- og vöru- stjóri hjá sama fyrirtæki. – sg Forstöðumaður netdeildar Icewear STJóRN SKIPUð TIL 3 ÁRA DAVÍð ARNARSSoN 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r8 markaðurinn Ferðamenn flykkjast í auknum mæli í verslanir breska tískuvörumerkis- ins Burberry í Bretlandi, í kjölfar þess að gengi pundsins hefur hrunið gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní hefur gengi pundsins lækkað um tugi pró- senta gagnvart ýmsum gjaldmiðlum. BBC greinir frá því að ferðamenn séu í auknum mæli að flykkjast í versl- anir Burberry í Bretlandi. Sala hjá Burberry í Bretlandi hefur aukist um þriðjung miðað við á sama tímabili í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að það sé fjölgun ferðamanna sem séu að nýta sér ódýrt gengi pundsins sem hafî drifið þessa aukningu. Um 15 prósent af sölu Burberry kemur frá Bretlandi en engu að síður mun þessi aukning í sölu ýta undir aukinn hagnað í ár, samanborið við síðasta ár. Gengi pundsins hefur fallið um 20 prósent síðan Brexit-kosningarnar svokölluðu áttu sér stað þann 23. júní og hefur gengið gagnvart evr- unni lækkað um 16 prósent. Þetta hefur ýtt undir sölu, ekki einungis hjá lúxustískuverslunum heldur almennt í Bretlandi. Erlend korta- velta jókst um 3,4 prósent í ágúst milli ára og sala á netinu jókst um 5,3 prósent. Glamour greindi frá því á dög- unum að samkvæmt nýrri úttekt Deloitte er ódýrast að kaupa sér Louis Vuitton töskur og aðra merkja- vöru í Bretlandi. Samkvæmt Deloitte er þó búist við breyttum tímum. Ef pundið styrkist ekki aftur bráðlega munu tískuhúsin líklega fljótlega hækka verðið á vörum sínum. – sg Ferðamannasprenging í lúxusbúðum í Bretlandi Sala hjá Burberry í Bretlandi hefur aukist um þriðjung miðað við sama tímabil í fyrra. FRéttABlAðIð/AFP Aðalbjörg A. Gunnarsdóttir, sem gegnt hefur starfi þjónustustjóra Arion banka á Grundarfirði, hefur verið ráðin útibússtjóri bankans á Snæfellsnesi. Aðalbjörg mun jafn- framt taka við stjórnun útibúsins í Búðardal og verður hún því úti- bússtjóri þriggja útibúa bankans á Vestur landi; í Grundarfirði, Búðar- dal og Stykkishólmi. Aðalbjörg hefur unnið hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 2001. – sg Útibússtjóri á Snæfellsnesi AðALBJöRG A GUNNARSDóTTIR 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -A 9 E C 1 A F B -A 8 B 0 1 A F B -A 7 7 4 1 A F B -A 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.