Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Trúir því ein- hver að ríkis- sjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tug- milljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkur- flugvelli? Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatns-mýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarð- bært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálf- sögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flug- völlinn til að byggja á honum hús en síður að Sam- fylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sann- kölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykja- víkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk – eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýr- inni verði í ódýrari kantinum? Þessi andsk … flugvöllur Jón Hjaltason sagnfræðingur Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar. Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar. Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 29. október 2016 verður á sama stað. Mosfellsbæ 18. október 2016. Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Haraldur Sigurðsson Valur Oddsson MERKI MOSFELLSBÆJAR Höf. Kristín Þorkelsdóttir TÁKN A) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin. Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn sigursæli Englakonungur gaf honum. Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla. B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“. Hönnunarsta›all - GrunnurMosfellsbær PANTONE 371 PANTONE 371 Í kosningum verðlaunar fólk ekki árangur heldur kýs í samræmi við væntingar. Þess vegna virka kosningaloforð. Það skiptir ekki máli hversu vel stjórnmálamenn hafa staðið sig á kjörtímabilinu ef fólk hefur væntingar um að einhverjir aðrir standi sig betur í framtíðinni. Tvö af mikilvægustu verkefnum ríkisvaldsins í velferðarsamfélagi er að tryggja að borgurunum verði hjúkrað til heilsu þegar þeir þurfa á heilbrigðis- þjónustu að halda og tryggja jöfn tækifæri í samfélag- inu með því að tryggja jafnan aðgang að menntun. Á þessum vettvangi hafa verið færð rök fyrir því að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í íslenska heilbrigðis- kerfinu samrýmist illa stjórnarskrárvörðum réttind- um fólks til aðstoðar vegna sjúkleika óháð stöðu og efnahag. Með breytingum á lögum um sjúkratrygg- ingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi var sett þak á kostnaðarhlutdeild sjúklinga en þakið er hvergi tilgreint í lögunum sjálfum. Þannig getur ráðherra breytt þakinu með reglugerð hvenær sem er. Núna hefur Viðskiptaráð Íslands reiknað út að það kosti 37 milljarða króna á ársgrundvelli að gera heilbrigðis- kerfið gjaldfrjálst og eyða þannig tilvist kostnaðar- þátttökunnar. Er raunhæft að auka útgjöld ríkisins til málaflokksins sem þessu nemur í þeim tilgangi að ná þessu markmiði? Sérfræðingar McKinsey telja ekki skynsamlegt að auka útgjöld til heilbrigðiskerfisins án þess að gera samhliða því róttækar breytingar til að auka hagkvæmni og skilvirkni í kerfinu sam- kvæmt skýrslu þeirra sem kom út í síðasta mánuði. Meira en 86.500 manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda á vefnum endurreisn.is um að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið til heilbrigðiskerfisins. Niðurfelling kostnaðarhlut- deildar sjúklinga mun auka útgjöldin um 37 milljarða króna eins og áður segir en ef markmið undirskrifta- söfnunarinnar á að nást þarf að bæta 60 milljörðum króna til viðbótar á ársgrundvelli. Þetta eru því alls 97 milljarða króna viðbótarútgjöld ríkisins á ári til heil- brigðiskerfisins. Fyrir þessar kosningar liggja fyrir lof- orð ákveðinna flokka um að ná þessum markmiðum að hluta eða öllu leyti. Þessir flokkar hafa hins vegar svikið stór loforð í nálægri fortíð svo það er undir- orpið vafa hvort þeim sé treystandi og kjósendum því vandi á höndum. Munu þeir sem skrifuðu undir á endurreisn.is setja væn n ar um aukin útgjöld til heilbrigðismála á oddinn í k sni gunu 29. október og ráðstafa atkvæði sínu í samræ i v ð það? Kosningarnar verða í þessu tilliti prófsteinn á það hvort fólki sé alvara þegar það segir að endurbætur á heilbrigðiskerfinu séu mikilvægasta málið. Ef fólki er ekki alvara þá er ljóst að undirskriftasöfnunin var enn einn vitnis- burður þess að fólki er umhugað um að virðast gott í augum samborgara sinna, til dæmis til þess að geta sagt frá því á samfélagsmiðlum, en þegar á hólminn er komið lætur það eigin hagsmuni og persónu- legar væntingar ráða för þegar það tekur mikilvægar ákvarðanir. Væntingar Kosningarnar verða í þessu tilliti próf- steinn á það hvort fólki sé alvara þegar það segir að endurbætur á heilbrigðis- kerfinu séu mikilvægasta málið. Erfið samskipti, önnur útgáfa. Samskipti minnihlutaflokkanna hafa einkennst af skringilegum formlegheitum síðustu daga. Píratar ákváðu á sunnudaginn að senda bréf til formanna fjögurra stjórnmálaflokka þar sem óskað er eftir fundi með þeim vegna mögulegs sam- starfs að loknum kosningum. Síðan áttu formenn flokkanna að mæta á klukkutímafresti til þeirra eins og um einhvers konar læknastofur væri að ræða. Þetta er svona eins og að senda skeyti til móður sinnar til þess eins að bjóða henni í vöfflukaffi á sunnudagseftirmiðdegi; ekki í anda Pírata og alls ekki til þess fallið að slá á spennuna í matar- boðinu. Kata með pálmann Hins vegar er það svo að Píratar virðast vera að missa þetta mikla fylgi sitt og nú eru næstum því þrjár jafnstórar blokkir til í pólitísku landslagi á Íslandi. VG eru á hraðri uppleið og eru búin að ná fylgi Pírata. Það verður því að öllum líkindum mikill haus- verkur fyrir sitjandi forseta að ákveða hvaða formaður taki við keflinu að loknum kosningum til að mynda ríkisstjórn. Ef fram heldur sem horfir eru Píratar búnir að missa þann sess sem þeir töldu sig hafa á sunnu- daginn með því að boða til sín flokka. Nú gæti þetta legið í höndum Katrínar Jakobsdóttur. sveinn@frettabladid.is 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -A E D C 1 A F B -A D A 0 1 A F B -A C 6 4 1 A F B -A B 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.