Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 28
„Aðstoðarforrit sem byggja á gervi- greind, viðmót eins og Siri, gætu orðið að næsta veraldarvefnum,“ þetta segir Adam Cheyer, einn af meðstofnendum Siri og sérfræðing- ur í gervigreind. Hann hélt ávarp á ráðstefnu Nýherja í gær, Gervi- greind – meiri bylting en netið? Á tíu ára fresti breytist það hvernig fólk á í samskiptum við tölvur. Fyrst var það Windows, svo veraldarvefurinn, svo snjallsímar. iPhone fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og að mati Cheyers eru aðstoðarforrit sem byggja á gervi- greind, sem öll helstu tæknifyrir- tæki í dag eru að þróa, það sem mun taka við af snjallsímunum. Aðstoðarforrit geta nýst í aðstæðum þar sem maður getur ekki notað snjallsíma, til dæmis við uppvaskið, eða þegar maður er að keyra. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, setti ráðstefnuna. Hann benti á að í dag værum við að upp- lifa framfarir í tækni á meiri hraða en áður, og að tíminn sem við lifum væri líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað. „Það sem þótti vísinda- skáldskapur fyrir nokkrum árum er orðið að raunveruleika, Amazon til dæmis sýnir okkur vörur sem okkur langar til að kaupa, áður en við vitum að við viljum þær,“ sagði Finnur. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í gervigreind á síðustu fimm til sex árum. „Við erum í miðri gervi- greindarsprengingu. Síðustu sex ár hafa verið ótrúleg fyrir gervigreind allt frá því að Siri-appið með radd- stýrðu aðstoðarkerfi kom á markað árið 2010,“ segir Cheyer. „Ég hef unnið í gervigreind í þrjá- tíu ár og það eru framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá sem ég átti ekki von á að myndu eiga sér stað á ævi- skeiði mínu,“ sagði Cheyer. Þrátt fyrir þessa miklu þróun benti Cheyer á að það séu mörg svið gervigreindar þar sem enn á eftir að leysa hvernig eigi að nýta greindina almennt. „Það er til dæmis búið að þróa gervigreind til að tölva geti unnið manneskju í GO en við kunnum ekki að láta sömu tölvuna vinna einhvern í skák í kjölfarið.“ Cheyer gerði grein fyrir þeirri átt sem gervigreind stefnir í. „Áður fyrr voru manneskjur að forrita allan kóða, en nú geta tölvur lært, til dæmis getur tölva fundið út úr því sjálf, án aðstoðar manneskju hvernig veðrið verður í Boston. Ég held að framtíðin byggi á samspili á milli fólks og gervigreindar í að for- rita flókin prógrömm sem hvorugt gæti gert einn.“ Að mati Cheyers er fólk í auknum mæli að nýta sér gervigreind þar sem aðgangur að henni er auðveldari en áður. Hann benti á hvernig alls konar fyrirtæki væru nú að nýta sér gervi- greind til að leysa vandamál sín. Cheyer svaraði spurningunni um það hvort við ættum að óttast gervi- greind. Að mati Cheyers segir hann það vert að íhuga spurninguna og mögulega framþróun tækninnar en eins og málin standi núna sé ekki þörf á að óttast tæknina. saeunn@frettabladid.is Aðstoðarforritin gætu leyst snjallsímana af Gríðarlegar framfarir hafa orðið í gervigreind á síðustu sex árum. Fyrirtæki eru í auknum mæli að nýta gervigreind til að leysa vandamál í viðskiptaheiminum. Meðstofnandi Siri segir að ekki þurfi að óttast gervigreind. Við erum í miðri gervigreindar- sprengingu. Síðustu sex ár hafa verið ótrúleg fyrir gervigreind. Adam Cheyer Adam Cheyer fór yfir það á fundinum hvernig gervigreind virkar. FréttAblAðið/GVA Eimskip hefur keypt 90 prósenta hlut í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Ext- raco Internationale Expeditie B.V. í Hollandi. Þetta er fyrsta fjárfesting af nokkrum sem Eimskip áformar til efl- ingar á kjarnastarfsemi sinni á kom- andi mánuðum. Félagið veltir um tveimur og hálfum milljarði króna. Hjá Extraco starfa 19 manns og mun stór hluti stjórnendateymis fyrirtækisins halda áfram störfum og eiga 10 prósenta eignarhlut í félaginu. Helstu þjónustuþættir þess eru þjónusta við innflytjendur á frysti- og kælivöru til Hollands, auk þess að sjá um innflutningspappíra, birgðahald, tollafgreiðslu og dreif- ingu á frystum og kældum afurðum í Evrópu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir kaupin falla vel að þeirri starf- semi sem fyrir er hjá Eimskip í Rot- terdam og bætast við þann klasa fyrirtækja sem eru í þjónustu Eim- skips í Rotterdam. „Við erum með þessu að bæta við hlekkjum í okkar þjónustukeðju og við sjáum fram á samlegð með þessum kaupum. Þetta eru fyrstu kaupin af nokkrum sem við höfum boðað til að styrkja starf- semi okkar,“ segir Gylfi. Gylfi segir að samlegðin liggi meðal annars í því að starfsmenn Extraco muni færast í höfuðstöðvar félagsins og nýta stoðstarfsemi Eimskips. „Þessir aðilar eru í flutn- ingsmiðlun og við komum með flutningahlutann í samstarfið. Með þessu eflum við þjónustu okkar í kælistýrðum flutningum.“ – hh Eimskip efla þjónustu kæliflutninga í Hollandi Ánægðir með kaup Eimskips á Extraco. Frá vinstri Dick Vlasblom, Dick de Weerdt, Arie Verrijp, Edwin Zwaal, bragi Þór Marinósson og Óskar Friðriksson. Fyrirtækið IVF Iceland sem rak Art Medica, einu stöðina sem sinnti tæknifrjóvgunum hér á landi, hagn- aðist um 51,9 milljónir króna á síð- asta ári. Hagnaðurinn dróst saman um rúmlega fjórar milljónir milli ára. Eigendur Art Medica tóku út 56 milljónir króna í arð vegna ársins 2015. Þetta er mun minna en árið áður þegar greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna, en meira en þegar greiddar voru út 44 millj- ónir króna vegna ársins 2013. Hluthafar í IVF Iceland voru tveir í árslok 2015, þeir Guðmundur Ara- son og Þórður Óskarsson, og áttu þeir 50 prósent hlut hvor. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrir tækinu í september árið 2015. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Í desember á síðasta ári var svo greint frá því að sænska fyrirtækið IVF Sverige myndi opna nýja tækni- frjóvgunardeild í Reykjavík, IVF klín- íkin Reykjavík. Fyrirtækið keypti Art Medica og var sú starfsemi lögð niður. Rekstrartekjur IVF Iceland námu 64 milljónum króna og jukust um fjórar milljónir milli ára. Eignir í árslok námu 94,7 milljónum króna, samanborið við 120,3 milljónir króna árið áður. Eigið fé í árslok var 58,8 milljónir króna, saman- borið við 62,9 milljónir árið áður. – sg Eigendur Art Medica tóku 56 milljónir í arð Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september árið 2015. FréttAblAðið/GEtty  Icelandair Group seldi óverðtryggð skuldabréf fyrir 150 milljónir doll- ara eða ríflega 17 milljarða króna í alþjóðlegu skuldabréfaútboði. Fjár- munirnir verð nýttir til að greiða inn á kaup félagsins á nýjum flugvélum sem afhentar verða árið 2018. Bogi Nils Bogason, framkvæmda- stjóri fjármála Icelandair Group, segir að kjörin séu ásættanleg, en bréfin bera 3,5% óverðtryggða vexti ofan á libor eða millibanka- vexti. „Í samanburði við annað sem er á markaðnum eru þetta ágætis kjör.“ Hann bendir á að bréfin séu í dollurum, en meira framboð er af evrum á markaðnum og álag lægra. Icelandair gerir upp í dollurum og dollarinn er ríkjandi mynt í við- skiptum hjá flugfélögum. Útgáfan er til marks um vaxandi aðgengi Íslendinga að erlend- um mörkuðum, en fram til þessa hafa einkum fjár- málafyrirtæki sótt sér fé á erlenda markaði með útgáfu skuldabréfa. Icelandair sótti 17 milljarða Í samanburði við annað sem er á markaðnum eru þetta ágætis kjör. Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r4 markaðurinn 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -B 8 B C 1 A F B -B 7 8 0 1 A F B -B 6 4 4 1 A F B -B 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.