Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2016, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.10.2016, Qupperneq 6
Samfélag Mikil ólga er innan Neyt- endasamtakanna vegna formanns- kjörs sem fer fram um næstu helgi. Um 300 manns hafa boðað komu sínu á aðalfund samtakanna en rúmur helmingur þeirra skráði sig í samtökin á síðustu stundu. Þetta staðfesta Neytendasamtökin en á aðalfundinn í fyrra mættu um það bil hundrað manns. Samkvæmt reglum félagsins hafa allir skuldlausir félagar samtakanna kosningarétt. Síðasta fimmtudag var reglum kosninganna breytt með þeim hætti að ákveðið var að á aðal- fundinum yrði posi. Það var gert til þess að þeir sem hygðust kjósa gætu greitt árgjaldið á fundinum sjálfum. Pálmey Gísladóttir, frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna, segir í færslu á Facebook á mánudag að hún hafi fyrst fengið fregnir af þessum reglubreytingum á mánu- dag. „Þetta hefur það að verkum að nú er möguleiki á því að einhver hafi skráð fjöldann allan af vinum sínum upp á þá von og óvon að viðkomandi mætti og kysi,“ segir Teitur Atlason, varaformaður samtakanna og einn af formannsframbjóðendunum. Á aðalfundi samtakanna í fyrra var hlutverki uppstillingarnefndar breytt. Áður fyrr hafði hún séð um framkvæmd kosninganna og starfað með nýkjörnum formanni við myndun stjórnar. Breytingin á hlutverki hennar hefur í för með sér að uppstillingarnefnd skilar tillögu um formannsefni og stjórn á þingi samtakanna. Niðurstaða uppstillingarnefndar var að Ólafur Arnarson, hagfræðing- ur og rithöfundur, væri hæfastur til þess að gegna stöðunni. Ákvörðun uppstillingarnefndar hefur verið gagnrýnd af félagsmönnum sam- takanna, meðal annars vegna þess að hún þykir ekki hafa lagt mikinn metnað í hæfismatið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að stjórnin sem kosin verði á laugar- dag verði að leggjast í endurbætur á lögum samtakanna. „Það liggur alveg fyrir að það eru ákveðnir agnúar á lögunum en það er alls ekki meiningin að vera með loðin lög. Það þarf til dæmis að liggja fyrir í lögunum eftir hvaða verkferlum uppstillingarnefnd starfar,“ segir Jóhannes. Aðalfundur Neytendasamtakanna fer fram á laugardag í Rúgbrauðs- gerðinni, Borgartúni 6, en þau fimm sem hafa boðað framboð eru: Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari, Guðjón Sigurbjartsson viðskipta- fræðingur, Ólafur Arnarson hagfræð- ingur, Pálmey Gísladóttir lyfjatæknir og Teitur Atlason, varaformaður samtakanna. thorgeirh@frettabladid.is Smala í formannskjöri Neytendasamtakanna Formaður Neytendasamtakanna segir að lög samtakanna þarfnist mikilla end- urbóta. Val uppstillingarnefndar í formannskjöri er gagnrýnt. Þrefalt fleiri hafa boðað komu sína á aðalfundinn um næstu helgi heldur en á fundinn í fyrra. Hvernig ættu háskólar að meðhöndla hugverk? Hvernig er hægt að búa til verðmæti úr þekkingu sem verður til? Ráðstefna um hugverkaréttindi á vegum Alþjóðahugverka stofnunarinnar (WIPO), Einkaleyfastofu og Háskólans í Reykjavík. DAGSKRÁ 10:00 Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og Lien Verbauwhede, lögfræðingur hjá Alþjóðahugverkastofnuninni, bjóða gesti velkomna. 10:10 WIPO’s Program to Support the Development of Intellectual Property (IP) Policies for Universities and Research Institutions Lien Verbauwhede 10:30 Faculty Innovation and Entrepreneurship Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 11:00 Kaffihlé 11:15 Patents and Other IP for Academics Emil Pot, lögfræðingur, stofnandi og ráðgjafi við ActoGenix N.V. í Belgíu 12:30 The Academic IP Tool Box: Ideal and Real Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands 13:00 Hádegishlé 14:00 Collaboration to Support Utilization of IP Rights Erla Skúladóttir, lögfræðingur, LL.M. 14:40 Exploiting University Innovation and IP – Licensing Herwig Lejsek, forstjóri Videntifier, „spinout“-fyrirtækis frá Háskólanum í Reykjavík 15:30 Kaffihlé 15:45 Managing University IP – How to Develop a Good Technology Management Office (TMO) Emil Pot 16:45 Intellectual Property Committee of University of Iceland and Landspítali; framework and practice and TTO Iceland; setting the future Einar Mäntylä, verkefnisstjóri og sérfræðingur í nýsköpunarmálum á v ísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands og Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Hugverkanefnd Háskóla Íslands 17.15 Pallborðsumræður: IP Policy for Universities and Public Research Institutions in Iceland – Challenges and Priorities Stjórnandi: Lien Verbauwhede Þátttakendur: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands Fundarstjóri: Ásdís Magnúsdóttir, hdl. og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Þeir sem láta sig varða hugvit, tækni og tengsl menntastofnana við atvinnulífið ættu ekki að missa af þessu málþingi. Aðgangur er ókeypis. Frekari upplýsingar á hr.is. 20. október, kl. 10-18 í stofu V102 í HR VERNDUN HUGVERKARÉTTINDA Í RANNSÓKNUM Leiðir á ofríki grannanna Suðurkóreskir sjómenn gengu fylktu liði um götur Sejong, suður af höfuðborginni Seoul, í gær. Kröfðust þeir þess að stjórnvöld gripu til vopna og myndu skjóta á kínversk fiskiskip sem ítrekað hafa verið gripin við veiðar í lögsögu landsins. Undanfarin ár hafa Kínverjar gengið hart fram í landhelgismálum og meira að segja gripið til þess ráðs að byggja heilu eyjarnar í tilraun til að auka rétt sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Nú er möguleiki á því að einhver hafi skráð fjöldann allan af vinum sínum upp á þá von og óvon að viðkomandi mætti og kysi. Teitur Atlason, vara- formaður Neyt- endasamtakanna og frambjóðandi til formanns 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m I Ð V I k U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -B 3 C C 1 A F B -B 2 9 0 1 A F B -B 1 5 4 1 A F B -B 0 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.