Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 6

Fréttablaðið - 19.10.2016, Síða 6
Samfélag Mikil ólga er innan Neyt- endasamtakanna vegna formanns- kjörs sem fer fram um næstu helgi. Um 300 manns hafa boðað komu sínu á aðalfund samtakanna en rúmur helmingur þeirra skráði sig í samtökin á síðustu stundu. Þetta staðfesta Neytendasamtökin en á aðalfundinn í fyrra mættu um það bil hundrað manns. Samkvæmt reglum félagsins hafa allir skuldlausir félagar samtakanna kosningarétt. Síðasta fimmtudag var reglum kosninganna breytt með þeim hætti að ákveðið var að á aðal- fundinum yrði posi. Það var gert til þess að þeir sem hygðust kjósa gætu greitt árgjaldið á fundinum sjálfum. Pálmey Gísladóttir, frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna, segir í færslu á Facebook á mánudag að hún hafi fyrst fengið fregnir af þessum reglubreytingum á mánu- dag. „Þetta hefur það að verkum að nú er möguleiki á því að einhver hafi skráð fjöldann allan af vinum sínum upp á þá von og óvon að viðkomandi mætti og kysi,“ segir Teitur Atlason, varaformaður samtakanna og einn af formannsframbjóðendunum. Á aðalfundi samtakanna í fyrra var hlutverki uppstillingarnefndar breytt. Áður fyrr hafði hún séð um framkvæmd kosninganna og starfað með nýkjörnum formanni við myndun stjórnar. Breytingin á hlutverki hennar hefur í för með sér að uppstillingarnefnd skilar tillögu um formannsefni og stjórn á þingi samtakanna. Niðurstaða uppstillingarnefndar var að Ólafur Arnarson, hagfræðing- ur og rithöfundur, væri hæfastur til þess að gegna stöðunni. Ákvörðun uppstillingarnefndar hefur verið gagnrýnd af félagsmönnum sam- takanna, meðal annars vegna þess að hún þykir ekki hafa lagt mikinn metnað í hæfismatið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að stjórnin sem kosin verði á laugar- dag verði að leggjast í endurbætur á lögum samtakanna. „Það liggur alveg fyrir að það eru ákveðnir agnúar á lögunum en það er alls ekki meiningin að vera með loðin lög. Það þarf til dæmis að liggja fyrir í lögunum eftir hvaða verkferlum uppstillingarnefnd starfar,“ segir Jóhannes. Aðalfundur Neytendasamtakanna fer fram á laugardag í Rúgbrauðs- gerðinni, Borgartúni 6, en þau fimm sem hafa boðað framboð eru: Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari, Guðjón Sigurbjartsson viðskipta- fræðingur, Ólafur Arnarson hagfræð- ingur, Pálmey Gísladóttir lyfjatæknir og Teitur Atlason, varaformaður samtakanna. thorgeirh@frettabladid.is Smala í formannskjöri Neytendasamtakanna Formaður Neytendasamtakanna segir að lög samtakanna þarfnist mikilla end- urbóta. Val uppstillingarnefndar í formannskjöri er gagnrýnt. Þrefalt fleiri hafa boðað komu sína á aðalfundinn um næstu helgi heldur en á fundinn í fyrra. Hvernig ættu háskólar að meðhöndla hugverk? Hvernig er hægt að búa til verðmæti úr þekkingu sem verður til? Ráðstefna um hugverkaréttindi á vegum Alþjóðahugverka stofnunarinnar (WIPO), Einkaleyfastofu og Háskólans í Reykjavík. DAGSKRÁ 10:00 Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og Lien Verbauwhede, lögfræðingur hjá Alþjóðahugverkastofnuninni, bjóða gesti velkomna. 10:10 WIPO’s Program to Support the Development of Intellectual Property (IP) Policies for Universities and Research Institutions Lien Verbauwhede 10:30 Faculty Innovation and Entrepreneurship Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík 11:00 Kaffihlé 11:15 Patents and Other IP for Academics Emil Pot, lögfræðingur, stofnandi og ráðgjafi við ActoGenix N.V. í Belgíu 12:30 The Academic IP Tool Box: Ideal and Real Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands 13:00 Hádegishlé 14:00 Collaboration to Support Utilization of IP Rights Erla Skúladóttir, lögfræðingur, LL.M. 14:40 Exploiting University Innovation and IP – Licensing Herwig Lejsek, forstjóri Videntifier, „spinout“-fyrirtækis frá Háskólanum í Reykjavík 15:30 Kaffihlé 15:45 Managing University IP – How to Develop a Good Technology Management Office (TMO) Emil Pot 16:45 Intellectual Property Committee of University of Iceland and Landspítali; framework and practice and TTO Iceland; setting the future Einar Mäntylä, verkefnisstjóri og sérfræðingur í nýsköpunarmálum á v ísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands og Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Hugverkanefnd Háskóla Íslands 17.15 Pallborðsumræður: IP Policy for Universities and Public Research Institutions in Iceland – Challenges and Priorities Stjórnandi: Lien Verbauwhede Þátttakendur: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands Fundarstjóri: Ásdís Magnúsdóttir, hdl. og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Þeir sem láta sig varða hugvit, tækni og tengsl menntastofnana við atvinnulífið ættu ekki að missa af þessu málþingi. Aðgangur er ókeypis. Frekari upplýsingar á hr.is. 20. október, kl. 10-18 í stofu V102 í HR VERNDUN HUGVERKARÉTTINDA Í RANNSÓKNUM Leiðir á ofríki grannanna Suðurkóreskir sjómenn gengu fylktu liði um götur Sejong, suður af höfuðborginni Seoul, í gær. Kröfðust þeir þess að stjórnvöld gripu til vopna og myndu skjóta á kínversk fiskiskip sem ítrekað hafa verið gripin við veiðar í lögsögu landsins. Undanfarin ár hafa Kínverjar gengið hart fram í landhelgismálum og meira að segja gripið til þess ráðs að byggja heilu eyjarnar í tilraun til að auka rétt sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Nú er möguleiki á því að einhver hafi skráð fjöldann allan af vinum sínum upp á þá von og óvon að viðkomandi mætti og kysi. Teitur Atlason, vara- formaður Neyt- endasamtakanna og frambjóðandi til formanns 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m I Ð V I k U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A F B -B 3 C C 1 A F B -B 2 9 0 1 A F B -B 1 5 4 1 A F B -B 0 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.