Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 13
Um næstu mánaðamót gerist það í fyrsta sinn að einungis líða nokkrir dagar milli þingkosninga á Íslandi og þing- og forseta- kosninga í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur kosningabaráttan verið fremur dauf og stendur í raun aðeins í örfáar vikur en vestra eru menn búnir að vera í kosningagír í meira en ár. Raunar segja margir að í Bandaríkjunum standi ávallt yfir kosningabarátta þar sem kjörtímabilið í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings er einungis tvö ár. Útlit er fyrir að kosningarnar í báðum löndum verði sögulegar. Hér á Íslandi er hinn svonefndi fjórflokkur kominn með fylgi niður undir helming kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Píratar mælast stundum stærstir og stundum Sjálfstæðisflokkurinn, gamli turninn sem hefur gnæft yfir önnur stjórn- málaöfl nær samfellt frá því að hann var stofnaður. Framsókn má muna sinn fífil fegri og Samfylkingin, breiðfylking jafnaðarmanna, stefnir í svipað fylgi og Alþýðuflokkurinn gamli fékk á 8. áratug síðustu aldar eftir 12 ára viðreisnar- stjórn og hrun síldarstofnsins. Af gömlu flokkunum er það aðeins VG sem má vel við una og það jafnvel mjög vel. Píratar keppa um gullið við Sjálf- stæðisflokkinn og Björt framtíð, sem fyrir örfáum vikum virtist vera að þurrkast út, er nú á góðri siglingu af einni ástæðu. Björt framtíð stóð með íslenskum neytendum þegar ný búvörulög voru keyrð í gegnum þingið. Flestir aðrir ypptu öxlum þannig að gríðarlegar álögur voru settar á herðar skattgreiðenda til tíu ára og tryggt með höftum og verndartollum að íslenskir neytendur munu áfram greiða hæsta verð í Evrópu fyrir matarkörfuna, sem enginn kemst hjá að kaupa. Hefði stjórnarandstaðan staðið saman vörn- ina fyrir neytendur hefði þurft fleiri en þau 19 atkvæði sem búvörulögin voru samþykkt með. Viðreisn er nánast sem rif úr síðu Sjálfstæðisflokksins og einhverjir segja að með framboði Viðreisnar hafi Sjálfstæðisflokkurinn í raun klofnað í frumeindir sínar, Frjálslynda flokkinn og Íhaldsflokkinn, sem sameinuðust 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Sé þetta svo má búast við að sættir takist fljótlega því það hentar sjálfstæðismönnum illa að vera í tveimur litlum flokkum þegar þeir geta verið í einum stórum. Viðreisn nýtur þess í könnunum að vera ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Kjósendur kenna Sjálfstæðisflokknum, með réttu eða röngu, um ýmislegt sem miður þykir hafa farið hér á landi og þá ekki síst hrunið, sem hér varð 2008. Áferð Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins er svipuð, þegar litið er yfir framboðs- lista flokkanna, en Viðreisn heitir ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Helsti styrkurinn Píratar njóta þess líka að þeir eru ekki hluti af fjórflokknum. Þeir hafa verið gagnrýndir, sumpart að ósekju, fyrir að hafa ekki sett fram skýra stefnu í helstu málum og vera því sem næst óskrifað blað. En kjósendum finnst það bersýni- lega allt í lagi. Stór hluti kjósenda er bara mjög sáttur við að kjósa óskrifað blað fremur en þá flokka sem stjórnað hafa landinu síðustu 100 árin eða svo. Þannig er það helsti styrkur Pírata að þeir eru ekki gömlu flokkarnir. Hér erum við komin að því sem er líkt með kosningunum hér og í Banda- ríkjunum. Nú bendir allt til að Hillary Clinton verði kosin forseti Banda- ríkjanna. Hillary er ekki vinsæll stjórn- málamaður. Hún er tortryggð og ætti líkast til litla möguleika á kjöri undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Donald Trump er hins vegar án efa kostulegasti forsetaframbjóðandi sem sést hefur í rótgrónu lýðræðisríki. Hann er algerlega ókjósanlegur en mælist samt með um 40 prósenta fylgi á móti Hillary Clinton. Hillary verður kosin af þeirri ástæðu að hún er ekki Donald Trump. Og það verður vissulega söguleg kosning, þegar fyrsta konan tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum. Og hér á Íslandi er það helsti kostur Pírata að þeir eru ekki fjórflokkurinn. Niðurstöður kosninganna hér og vestra ráðast sem sagt af því sem frambjóð- endur eru ekki fremur en því sem þeir eru. Athyglisvert. Að vera ekki … er það málið? Ólafur Arnarson Í dag Og hér á Íslandi er það helsti kostur Pírata að þeir eru ekki fjórflokkurinn. Niðurstöður kosninganna hér og vestra ráðast sem sagt af því sem frambjóð- endur eru ekki fremur en því sem þeir eru. Athyglisvert. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtíma- áætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metn- aðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt: 1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára, 2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf út frá sjónarmiðum náttúruverndar og 3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkis- valdið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrek- virki í að byggja upp góða og metn- aðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferða- þjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex- til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggis- mál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferða- málastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rann- sókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einn- ig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferða- þjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stór- átaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg! Stefna VG í málefnum ferðaþjónustu Jakob S. Jónsson leiðsögumaður og einn höfunda ferðamálastefnu VG Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjón- ustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. Nineteen Seventy-Six Konfúsíusarstofnunin Norðurljós kynnir fyrirlestur Ragnars Baldurssonar við Háskóla Íslands í HT 104, á morgun fimmtudaginn 20. október, kl. 12:00-13:10. Ragnar Baldursson kynnir bók sína Nineteen Seventy-Six og fjallar um endur- reisn kínverska heimsveldisins í kjölfar eld-dreka ársins 1976, eftir mikil umskipti í Kína. Ragnar er einn helsti sérfræðingur Vesturlanda í málefnum Kína og hefur þýtt á íslensku úr kínversku tvö af helstu öndvegisritum kínverskrar heimspeki. Nánar um erindið á konfusius.is s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M i ð V i k u d a g u R 1 9 . o k T ó B e R 2 0 1 6 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -A 0 0 C 1 A F B -9 E D 0 1 A F B -9 D 9 4 1 A F B -9 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.