Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2016, Blaðsíða 38
Laukverð á niðurleið Indverskur maður athugar verðið á poka af lauk á Malakpet grænmetismarkaðnum í Hyderabad í gær. Bændur á Kurnool-svæðinu í Andhra Pradesh hafa lýst því yfir að þeir óttist lækkun á laukverði úr 3 INR kílógrammið í 2,2 INR kílógrammið. Fréttablaðið/aFP Fyrsta vara Genki Instru- ments í augsýn Ólafur Bogason, einn stofnenda Genki Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Það eru spennandi tímamót hjá Genki Instruments. Í átján mánuði höfum við unnið að því að þróa nýstárleg stafræn hljóðfæri og nýjar útfærslur á hljóðfærum sem heimurinn hefur ekki séð áður. Undir lok náms þriggja okkar í BS-námi í rafmagnsverkfræði vorið 2015 leiddi sameiginlegur áhugi á tækni og tónlist okkur saman í vinnu við lokaverkefni í áfanga. Þar fengum við tækifæri til að hanna og þróa frumstæða frumgerð af hugar- fóstri okkar. Það fylgir því einstök og ólýsanleg tilfinning að sjá tól sem þú hefur hannað sjálfur verða til og skila því sem lagt er upp með. Jafnvel þó langt sé í að hægt sé að skilgreina tólið sem „vöru“. Um það leyti sem við vorum að ljúka námi var auglýst eftir þátttak- endum í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík. Við stóðumst ekki freist- inguna að senda inn umsókn, jafn- vel þó að í því hefði falist umtals- verð vinna í miðjum lokaprófum. Við erum þakklátir fyrir að umsókn okkar var samþykkt og stóð verk- efnið yfir sumarið 2015. Við nýttum tímann vel og lögðum nótt við dag við að halda áfram vinnu við þróun hugmynda okkar, ásamt því að soga að okkur þá þekkingu og reynslu sem okkur bauðst í Start up Reykja- vík hraðlinum. Fljótlega eftir að Startup Reykja- vík hófst þá kynntumst við vöru- hönnuðinum Jóni Hólmgeirssyni sem kom með reynslu og sjónar- mið sem hjálpaði okkur við að sjá hugmyndir okkar í nýju og jafnvel enn meira spennandi samhengi. Þar takast fyrst tæknin og hönnunin á en renna svo saman í eina heild. Tækniþróun er tímafrek og krefjandi glíma en með sama hætti geysilega skemmtileg og spenn- andi. Sérstaklega þegar afrakstur þrotlausrar vinnu skilar sér. Opnar hugbúnaðarlausnir og þrívíddar- prentarar gera vinnu við gerð frum- gerða aðgengilegri og auðveldari en áður. Það hefur gert okkur kleift að gera tilraunir með útfærslur sem áður hefðu ekki verið fram- kvæmanlegar. Nú eru hafnar notendaprófanir á nýjustu frumgerðum fyrirtækis- ins. Við finnum fyrir áhuga þeirra sem þegar hafa prófað lausnirnar okkar og það er sannarlega mikil- væg hvatning. Fram undan eru spennandi tímar þegar í ljós kemur hvernig markaðurinn tekur í vör- urnar okkar. Áhugasömum er bent á Face- book-síðu Genki Instruments. Þar má fylgjast með fréttum af fyrirtæk- inu og vöruþróun. Genki Instru- ments tók þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum 2015. Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit- atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram. Ódýr breskur big Mac Hagfræðingar vilja hugsa um verð- gildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttar- jöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP- kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikn- ingar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ við- víkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagn- vart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Eco- nomist sýnir. Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausu En sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaup- máttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niður- staðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englands- banki hefur aukið lausatök í pen- ingamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hag- tölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamál- unum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskipta- halla, eða 5-6% af vergri lands- framleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstak- lega þar sem líklegt er að óviss- an um stöðu London sem fjár- málamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að bragg- ast – einhvern tímann. Hríðfallandi pund Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Nýverið tilkynnti menntamála- ráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verk- efnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undir- búningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verk- efnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðar- ljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skóla- kerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráð- herra blés sig síðan út með heim- sóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kenn- arar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra? EkkiMinnRáðherra Hin hliðin rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema Tækniþróun er tímafrek og krefj- andi glíma en með sama hætti geysilega skemmtileg og spennandi. 1 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r10 markaðurInn 1 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A F B -B D A C 1 A F B -B C 7 0 1 A F B -B B 3 4 1 A F B -B 9 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.