Fréttablaðið - 12.10.2016, Síða 1

Fréttablaðið - 12.10.2016, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 1 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sKoðun Guðríður Arnardóttir skrifar um launalöggu ASÍ. 16 sport Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta féll á lokaprófinu í gær og verður því ekki með á EM næsta sumar. 22 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR HREKKJAVÖKUNA ViðsKipti Ætla má að Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi fjórfaldað fjárfestingu sína í farsímafélaginu Nova. Samkvæmt heimildum nam söluverð félags- ins um 16 milljörðum króna. Sam- kvæmt ársreikningum Nova nam fjárfesting í félaginu um fjórum milljörðum króna yfir eign- artímann. Ekki er tekið tillit til verðbreytinga í þessum tölum. Björgólfur hyggst ein- beita sér að fjárfesting- um erlendis og horf- ir til Suður-Ameríku í leit að tækifærum. Björgólfur Thor er í ýtarlegu viðtali í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. – hh Fjárfestingin fjórfaldaðist 8, 5% 1 5,1 % 7,3% 8,2% 22,7% 8,4% 2 2, 8% 7,00% ✿ Könnun 10. og 11. október Regnhlífin í henglum Mikill viðbúnaður er víða um land vegna úrhellis í dag og á morgun. Svæðið sem er undir er stórt, frá austanverðum Vatnajökli og norður á Vestfirði. Fréttablaðið/Ernir stjórnMál Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosn- inga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálf- stæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknar- flokkurinn, Samfylkingin og Við- reisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 pró- sent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 pró- sent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 pró- sent, Björt framtíð fengi 8,2 pró- sent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokks- ins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokk- anna samkvæmt niðurstöðum sam- Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing Vinstri græn bæta við sig 2,5 prósentustiga fylgi mili vikna. Sjálfstæðisflokkur og Píratar álíka stórir og Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin álíka stór. Hlutfall þeirra sem afstöðu taka eykst mikið milli vikna og er komið í 67 prósent. anlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðis- flokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsókn- arflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokk- anna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 pró- sent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður. - jhh löggÆsla Lögreglumaður segir að aukinn straumur ferðamanna til landsins skili sér meðal annars í auknu framboði á vændi. Það sé þó ekki eini þátturinn heldur haldist það oft í hendur við fólksfjölgun. Skýrt dæmi megi finna á vefsíðum sem auglýsa vændi, en þar hafi auglýsingum frá Íslandi fjölgað til muna. Á sumum síðum eru þær fleiri en hundrað. „Eins og staðan er núna þá er framboð á vændi að aukast alveg verulega,“ segir Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Samhliða auknu fram- boði segir hann lögreglu verða vara við mun fleiri tilfelli þar sem grunur um mansal er til staðar. „Það helst í hendur við framboð á vændi.“ Snorri segir lögreglu hafa brugðist við auglýsingunum með því að ræða við þá einstaklinga sem auglýsi vændi. Þá sé þeim ein- staklingum boðin aðstoð lögreglu séu þeir fórnarlömb mansals. Þó hafi enginn þegið slíkt boð til þessa. – þea / sjá síðu 12 Mansal fylgir vændinu Eins og staðan er núna þá er framboð á vændi að aukast alveg verulega. Við erum að sjá fleiri tilfelli þar sem grunur um mansal er til staðar. Snorri Birgisson lögreglufulltrúi lÍfið Þór- hallur Sæv- arsson tekur sína fyrstu kvikmynd upp á hálendi Íslands. 36 plús 2 sérblöð l fólK l  bleiKa slaufan *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 3 -A 9 3 4 1 A E 3 -A 7 F 8 1 A E 3 -A 6 B C 1 A E 3 -A 5 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.