Fréttablaðið - 12.10.2016, Page 17
Rekstur fyrirtækja og heimila þrífst best við stöðugleika í verðlagi og gengi. Ástæðan er
einföld. Allar ákvarðanir um fjárfest-
ingar, skuldsetningu, neyslu og ráðn-
ingar verða miklu betri í fyrirsjáan-
legu umhverfi án mikilla verðlags- og
gengistruflana. En íslenskt efnahagslíf
hefur hins vegar löngum verið þjakað
af verðbólgu og gengissveiflum sem
verulega getur dregið úr samkeppnis-
hæfni landsins. Þessi hagþróun með
víxlhækkun launa og verðlags má ekki
endurtaka sig.
Sem betur fer hafa síðustu misseri
einkennst af efnahagslegum stöðug-
leika en í skjóli fjármagnshafta. Lág
verðbólga hefur verið ein mikilvægasta
uppspretta kaupmáttaraukningar síð-
ustu ára samhliða kröftugum hagvexti
og hækkun launa. Þennan stöðugleika
er mikilvægt að verja sérstaklega þegar
hillir undir afnám fjármagnshafta og
gengi krónunnar mun í vaxandi mæli
ráðast af þeim kröftum sem móta efna-
hagsþróun á hverjum tíma. Vegna
þessa þarf hagstjórnin að vera öguð
og einkennast af ráðdeild.
Vaxtastig á Íslandi er hátt saman-
borið við nágrannaríki okkar þrátt
fyrir að verðbólga hafi haldist lág að
undanförnu. Háir vextir draga verulega
úr fjárfestingum fólks og fyrirtækja en
lágt fjárfestingastig hefur verið einn
helsti veikleiki hagkerfisins síðustu ár.
Við búum ekki við samkeppnishæft
umhverfi þegar kemur að vöxtum.
Ein ástæða hárra vaxta er þessi sögu-
legi efnahagslegi óstöðugleiki sem
einkennt hefur íslenskt efnahagslíf í
gegnum tíðina og veldur einfaldlega
vaxtaálagi. Efnahagslegur stöðugleiki
er þannig ein forsenda lækkandi vaxta.
Þegar vel árar í efnahagslífinu er
hætt við að almenn hagstjórn og
áherslur um grundvallaratriðið í ríkis-
fjármálum og peningamálum verði
ekki mikið til umræðu þegar gengið
er til kosninga. Líklegra er að á vett-
vangi stjórnmála sé meira rætt um
hvernig eigi að eyða fjármunum eða
hvernig beri að skattleggja fólk og fyrir-
tæki. Þetta er skammsýni. Ráðdeild í
ríkisfjármálum er nefnilega samofin
stöðugleika sem er aftur forsenda sam-
keppnishæfni, sjálfbærs hagvaxtar og
lækkunar vaxta.
Það er hagur okkar allra að efna-
hagslegur stöðugleiki fái veglegan sess
í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar
því í þannig umhverfi tekst okkur að
skapa sem mest verðmæti og tryggja
samkeppnishæfni Íslands.
Stöðugleiki er nauðsynlegur
sjálfbærum vexti
Bjarni Már
Gylfason
hagfræðingur
Samtaka
iðnaðarins
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ásamt Gráa hern-um efndu til opins fundar í
Háskólabíói fyrir skömmu. Málefni
eldri borgara voru á dagskrá. Þar
var fullt út úr dyrum, af fólki á þessu
æviskeiði. Fulltrúar allra framboðs-
flokkanna voru mættir til svara. Er
skemmst frá því að segja að nánast
allir frambjóðendurnir studdu þá
breytingu að framfærslubætur
gagnvart þeim sem ekki hafa neinar
aðrar tekjur, hækkuðu að minnsta
kosti í þrjú hundruð þúsund krónur
á mánuði frá almannatryggingum.
Og skattur verði ekki lagður á þá
lús. Þar til viðbótar voru jákvæðar
undirtektir um þá stefnu að afnema
meinlokuna í almannatryggingar-
kerfinu, fátæktargildruna, skerðing-
una um krónu á móti krónu.
Þetta var meginniðurstaðan á
þessum fjöldafundi. Það var augljóst
að frambjóðendur flokkanna áttuðu
sig á andrúmsloftinu og kröfunni
sem fólkið í salnum gerði til stjórn-
valda og stjórnmálaflokkanna. Meira
að segja ríkisstjórnin tók við sér nú
um helgina og kynnti breytingar í
þessum málaflokki. Það var í sjálfu
sér virðingarvert. Svo langt sem það
nær. Lágmarksupphæð frá almanna-
tryggingunum á að hækka í þrjú
hundruð þúsund krónur, en þó ekki
fyrr en 2018. Auk þess er lagt til að frí-
tekjumarkið verði hækkað í 25 þús.
kr. í stað krónu á móti krónu. Þetta
þýðir að þegar eldri borgari vinnur
sér inn 100 þús. kr. í launatekjur, fær
hann útborgaðar 29 þús. Sem er ekk-
ert annað en brandari og löðrungur
framan í það fólk, sem býr við þetta
regluverk. Eftirlaunin lækka um
33.750 kr. og skattur miðað við lægstu
þrep verður kr. 37.130. Útspil ríkis-
stjórnarinnar er því miður sýnd veiði
en ekki gefin. Fyrir Alþingi liggur
frumvarp frá velferðarráðherra um
ýmsar breytingar og lagfæringar er
varða reglur og lög sem snúa að öldr-
uðum, sem hefur bæði kosti og galla.
Þar er hugsað til lengri framtíðar, um
einföldun kerfisins, sveigjanlegan
vinnutíma og eftir atvikum hærri
greiðslur ef viðkomandi dregur að
taka út sinn lífeyri. Samkvæmt nýj-
ustu samþykkt ríkisstjórnarinnar á
að flýta fyrir þessum breytingum, til
að minnka útgjöld tryggingakerfisins
sem þýðir sömuleiðis að færri krónur
falla í vasa gamla fólksins.
Meingallað hænufet
Ef frá er skilið það skref sem ríkis-
stjórnin boðar eftir rúmlega heilt
ár varðandi hækkun lágmarksbóta,
þá er þetta útspil stjórnarflokkanna
meingallað hænufet. Það er ekki tekið
á því stóra máli, meginmáli, að rétta
hlut þeirra sem minnst eiga og minnst
fá. Fjögur þúsund karla og kvenna,
sem um þessar mundir eiga vart til
hnífs eða skeiðar. Leiðrétting gagn-
vart því fólki er forsenda og lykil atriði
í þeirri baráttu sem allt góðviljað fólk
getur stutt og tekið undir. Það er ein-
faldlega forgangsmálið. Og það strax.
Hitt er svo óútkljáð og vanrækt að
hækka frítekjumarkið og hækka per-
sónuafsláttinn svo fólk haldi óskert-
um þeim tekjum sem eldri borgarar
vinna sér inn, án þess að trygginga-
bæturnar séu skertar.
Skilaboðin til flokka og frambjóð-
enda eru skýr. Langþreyttur meiri-
hluti eldri borgara hefur gert það
upp við sig að atkvæði og stuðningur
þeirra fer til þeirra flokka, sem skilja
og styðja þá réttlátu kröfu, að hagur
verst settu öldunga þessa lands verði
betrumbættur af myndugleik. Að
fátæktargildran sé afnumin í kerfinu.
Að komandi kynslóðir geti búið við
mannsæmandi kjör. Þetta eru skila-
boðin frá þúsund manna fundinum
í Háskólabíói.
Nú er að duga eða drepast.
Nú er að duga eða drepast
Ellert B. Schram
varaformaður
FEB
Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða.Mér verður stundum hugsað
til þessara orða. Ekki vegna hverful-
leika lífsins, heldur þess að þó að við
mennirnir verðum vissulega að mold
í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo
um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg
áhrif á umhverfið.
Sum áhrifin eru tímabundin en
önnur varanleg. Margt er skaðlegt til
skamms tíma, annað er skaðlegt til
langs tíma, er óafturkræft og getur
hrint af stað ógnvænlegri keðjuverk-
un. Gildir það t.d. um loftslagsbreyt-
ingar og mengun hafsins. Við stefnum
framtíð barnanna okkar í voða ef við
gætum ekki að okkur. Þess vegna eru
umhverfismál eitt af forgangsatriðum
í stefnu Viðreisnar.
Við höfum sett okkur metnaðarfulla
stefnu um að virða og varðveita nátt-
úruna og auðlindir hennar, en viljum
nýta þær skynsamlega og með sjálf-
bærum hætti. Við viljum vera hófsöm
og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka
á traustum vísindalegum grunni.
Ósnortin náttúra er eitt sterkasta
aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við
mikil verðmæti sem ekki má glutra
niður. Við eigum að móta okkur auð-
lindastefnu þar sem allir þættir eru
teknir með í reikninginn. Ekki síst
hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir
okkur koma. Taka á markaðstengd
gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar.
Beita á hagrænum hvötum, eins og
grænum sköttum, til þess að hvetja
til hegðunar sem dregur úr mengun
og verndar náttúruna. Við eigum að
styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan
landbúnað og hvetja bændur til land-
verndar og sjálfbærrar framleiðslu.
Auðvitað á Ísland að taka fullan
þátt í því að berjast gegn hnattrænum
vandamálum á borð við loftslagsbreyt-
ingar og hættulega mengun hafsins.
Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki
afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og
þess vegna viljum við ekki láta reka á
reiðanum í þessum mikilvægu málum.
Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til
þess.
Mold
Jón Steindór
Valdimarsson
skipar 2. sæti á
lista Viðreisnar í
Kraganum
Langþreyttur meirihluti eldri
borgara hefur gert það upp
við sig að atkvæði og stuðn-
ingur þeirra fer til þeirra
flokka, sem skilja og styðja
þá réttlátu kröfu, að hagur
verst settu öldunga þessa
lands verði betrumbættur af
myndugleik.
Þegar vel árar í efnahags-
lífinu er hætt við að almenn
hagstjórn og áherslur um
grundvallaratriðið í ríkisfjár-
málum og peningamálum
verði ekki mikið til umræðu
þegar gengið er til kosninga.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17M i ð V i k u D A G u R 1 2 . o k T ó B e R 2 0 1 6
TCHAIKOVSKY
Tímalaus rússnesk ástarsaga
#islenskaoperan
MARGVERÐLAUNAÐUR
ÓPERULEIKSTJÓRI
STJARNA FRÁ BOLSHOJ LEIKHÚSINU
Í TITILHLUTVERKI
MIÐASALA HAFIN Á
WWW.OPERA.IS
22. OKTÓBER · 29. OKTÓBER
6. NÓVEMBER · 12. NÓVEMBER
H
Ö
N
N
U
N
:
H
G
M
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
E
3
-B
3
1
4
1
A
E
3
-B
1
D
8
1
A
E
3
-B
0
9
C
1
A
E
3
-A
F
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K