Fréttablaðið - 12.10.2016, Qupperneq 22
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Vikan sem leið
Frá fjórða ársfjórðungi 2015 fram
til lok þriðja ársfjórðungs 2016 var
fjárfest í nýsköpun á Íslandi fyrir
83,7 milljónir dollara, jafnvirði 9,6
milljarða íslenskra króna, sam
kvæmt tölum Norðurskautsins.
Ein mjög stór fjárfesting var á tíma
bilinu í CCP sem nam 30 milljónum
dollara, sé hún tekin út fyrir sviga
nam heildarfjárfesting 53,7 millj
ónum dollara, jafnvirði 6,1 millj
arðs króna.
Á árinu hefur verið tilkynnt um
samtals 26 fjárfestingar, níu á fjórða
ársfjórðungi 2015, sjö á fyrsta árs
fjórðungi 2016, fjórar á þeim öðrum
og loks sex á síðasta ársfjórðungi.
Stór hluti fjármagnsins, 60,3 millj
ónir dollara af þessum 83,7 miljón
um dollara, eða um 72 prósent hafa
komið erlendis frá.
Meðalfjárfesting nam 4,08 millj
ónum dollara, 467 milljónum
króna, á síðasta ársfjórðungi sem
er fjórum sinnum meira en meðal
fjárfesting á öðrum ársfjórðungi og
hæsta meðalfjárfestingin frá því að
Norðurskautið fór að hefja mæl
ingar (sé fjárfestingin í CCP tekin
út fyrir sviga).
„Við erum mjög ánægð með þessa
þróun, bæði að upphæð fjárfesting
anna er að hækka og að uppruni fjár
festingarinnar sé í auknum mæli frá
útlöndum,“ segir Oddur Sturluson,
verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.
„Þetta er hvort tveggja til marks um
batnandi ástand.“
„Mikið af fyrirtækjum sem hafa
verið að gera það gott á síðustu árum
eru nú komin í seinni fjármögnunar
lotur þar sem þau geta fengið stuðn
ing frá stærri erlendum sjóðum,“
segir Oddur.
Oddur bætir við að viðhorf
erlendra fjárfesta til Íslands hafi
breyst í kjölfar jákvæðra frétta, til að
mynda áætlana um afnám gjald eyris
hafta. Hann segist mikið hafa rætt
gjaldeyrishöftin við erlenda kollega
og að þeir séu að átta sig betur á því
að þetta sé ekki eins áhættusamt og
þeir halda þegar þeir heyra orðið
gjaldeyrishöft. „Þegar þeir heyra um
hvað ástandið og senan hefur batnað
og hvað fyrirtækin lofa góðu, þá
blasir ástandið aðeins öðruvísi við.“
Vert er að nefna að innlendir
sjóðir, á borð við Nýsköpunarsjóð,
Frumtak II og Eyri Invest, hafa verið
mjög duglegir að fjárfesta í sprotum
á árinu. „Sjóðirnir eiga stóran þátt í
því að bæta frumkvöðlaumhverfið á
síðasta áratug, ekki bara með beinni
fjárfestingu heldur einnig með
tengslanetum sínum og því að miðla
þekkingu sinni til íslenskra frum
kvöðla,“ segir Oddur Sturluson.
Fjárfest í nýsköpun
fyrir rúma níu milljarða
Mikil gróska hefur verið í sprotafyrirtækjum á síðastliðnu ári. Erlendir fjárfestar
fjárfestu 72 prósent af heildarfjármagninu. Meðalfjárfesting hefur hækkað.
Verkefnastjóri hjá Icelandic Startups segir þetta endurspegla betra ástand.
Stærsta fjárfestingin á síðasta ári var 30 milljón dollara fjárfesting NEA í CCP. MyNd/CCP
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum
Twitter hækkuðu á ný í gær eftir
hrun á mánudag. Ekki hefur þó
gengið að vinna upp það tap á
markaðsvirði sem hefur orðið
eftir að fregnir bárust af því að Sales
force.com, síðasta fyrirtækið sem
lýst hafði áhuga á því að kaupa sam
félagsmiðilinn Twitter, muni líklega
ekki gera kauptilboð í fyrirtækið.
Fyrir nokkrum vikum var greint
frá því að Salesforce.com, Alphabet
(móðurfélag Google) og Walt Disney
Co. hefðu áhuga á að kaupa Twitter
og væru að vinna með bönkum að
kauptilboði. Um helgina greindi svo
Bloomberg frá því að líklega myndi
ekkert af fyrirtækjunum gera kaup
tilboð.
Gengi hlutabréfa í Twitter hrundi
frá miðvikudegi í síðustu viku fram
til gærdagsins um tæplega þrjátíu
prósent, þar á meðal um 12 prósent
á mánudaginn.
Markaðsvirði fyrirtækisins er nú
um 12 milljarðar dollara, saman
borið við 53 milljarða dollara þegar
hlutabréfaverðið náði hæstum
hæðum í desember 2013.
Twitter hefur átt í erfiðleikum
með að fjölga notendum og auka
veltu sína. Forsvarsmenn fyrir
tækisins vildu fá kauptilboð áður
en greint verður frá uppgjöri þriðja
ársfjórðungs þann 27. október næst
komandi.
Reuters greinir frá því að margir
fjárfestar og greiningaraðilar telji
að framkvæmdastjóri Twitter, Jack
Dorsey, sé ekki með varaplan ef
kauptilboð berst ekki. – sg
Enginn vill kaupa Twitter
Jack dorsey, stofnandi og framkvæmdastjóri Twitter. FréTTAblAðið/EPA
Við erum mjög
ánægð með þessa
þróun, bæði að upphæð
fjárfestinganna er að hækka
og að uppruni fjárfestingar-
innar sé í auknum mæli frá
útlöndum
Oddur Sturluson,
verkefnastjóri hjá
Icelandic Startups
Frá og með miðju síðasta ári til loka
september fjárfestu lífeyrissjóðir og
aðrir vörsluaðilar séreignarlífeyris
sparnaðar fyrir 65,5 milljarða króna
erlendis samkvæmt tölum Seðlabank
ans. Sjóðirnir höfðu heimild til að fjár
festa fyrir áttatíu milljarða. Þeir fjárfestu
fyrir 34,7 milljarða frá miðju síðasta ári
til loka júní í ár, og svo fyrir 30,8 millj
arða frá 1. júlí til 30. september.
65,5
milljarða fjárfesting
Á næstu sex mánuðum gæti
starfsmönnum 400 stærstu fyrir
tækja landsins fjölgað um 1,8 pró
sent. Sé sú niðurstaða færð yfir á
almenna markaðinn í heild má
búast við að störfum þar fjölgi um
rúmlega 2.100 á næstu sex mánuð
um. Búist er við langmestri fjölgun í
byggingarstarfsemi, iðnaði og ferða
þjónustu.
2.100
fleiri starfsmenn
miðvikudagur 12. október
SeðlabanKi ÍSlandS
l Fjármálastöðugleiki
Föstudagur 14. október
HagStofa ÍSlandS
l Fiskafli í september 2016
ÞjóðSKrá ÍSlandS
l Trúfélagsbreytingar
VinnumálaStofnun
l Atvinnuleysistölur Vinnumála-
stofnunar
Þriðjudagur 18. október
HagStofa ÍSlandS
l Samræmd vísitala neysluverðs í
september 2016
ÞjóðSKrá ÍSlandS
l Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar-
svæðinu
SjóVá
l Þriðji ársfjórðungur 2016
miðvikudagur 19. október
ÞjóðSKrá ÍSlandS
l Vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu
Fimmtudagur 20. október
HagStofa ÍSlandS
l Vísitala byggingarkostnaðar fyrir
nóvember 2016
Föstudagur 21. október
HagStofa ÍSlandS
l Mánaðarleg launavísitala í septem-
ber 2016
HagStofa ÍSlandS
l Greiðslujöfnunarvísitala í nóvem-
ber 2016
HagStofa ÍSlandS
l Vísitala kaupmáttar launa í sept-
ember 2016
HagStofa ÍSlandS
l Vísitala lífeyrisskuldbindinga í
september 2016
Þriðjudagur 25. október
HagStofa ÍSlandS
l Kjötframleiðsla í september 2016
ÞjóðSKrá ÍSlandS
l Viðskipti með atvinnuhúsnæði
miðvikudagur 26. október
HagStofa ÍSlandS
l Vinnumarkaður í september 2016
ÞjóðSKrá ÍSlandS
l Hverjir eiga viðskipti með íbúðar-
húsnæði?
nýHerji
l Þriðji ársfjórðungur 2016
marel
l Þriðji ársfjórðungur 2016
ÖSSur
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Vodafone
l Þriðji ársfjórðungur 2016
VÍS
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Á döfinni dagatal viðskiptalífsins
allar markaðsupplýsingar
1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 6 m i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-D
F
8
4
1
A
E
3
-D
E
4
8
1
A
E
3
-D
D
0
C
1
A
E
3
-D
B
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K