Fréttablaðið - 12.10.2016, Síða 24
Hagnaður Snaps Bistro
tvöfaldast milli ára
Velta má fyrir sér hvort Seðlabanki
Íslands og fjármálastöðugleika-
ráð þurfi ekki að setja bindiskyldu
á erlenda ferðamenn. Að hverjum
ferðamanni verði skylt að dvelja hið
minnsta í einn mánuð á Íslandi til að
takmarka innstreymi erlends gjald-
eyris og ofris krónunnar. Þessari hug-
mynd er varpað fram í Skuldabréfa-
yfirliti Capacent.
Í greiningunni kemur fram að
umhverfið á gjaldeyrismarkaði sé
farið að minna um margt á þá tíma
þegar erlendir fjárfestar streymdu til
landsins til að kaupa íslenska vexti.
Seðlabankinn hafi komið í veg fyrir
að slíkt komi fyrir aftur og sett bindi-
skyldu á erlenda fjárfesta sem fjár-
festa á innlendum vaxtamarkaði.
Hins vegar stafi hröð og mikil gengis-
styrking nú af innstreymi ferða-
manna til landsins.
„Þetta er eins og vatn, ef þú stíflar
vatn á einum stað finnur það sér farveg
annars staðar. Þetta er ákveðin ádeila
að velta þessu upp. Það er að sjálf-
sögðu ekki raunhæft að setja bindi-
skyldu á ferðamenn. Ég er að benda á
hættuna af bindiskyldunni sem Seðla-
bankinn er með,“ segir Snorri Jakobs-
son, ráðgjafi hjá Capacent.
Fram kemur í greiningunni að
fjárfesting í fasteignum og fasteigna-
félögum komi að stórum hluta í stað-
inn fyrir fjárfestingu í verðtryggðum
skuldabréfum. Leiga fasteignafélag-
anna sé verðtryggð og skapi stöðugt
sjóðstreymi líkt og vaxtagreiðslur.
Gengi fasteignafélaganna hafi hækkað
mikið síðan í sumar. Það ætti ekki að
koma á óvart í ljósi bindiskyldu á
vaxtamarkaði sem beini fjárfestum
inn á fasteignamarkað.
„Það sem maður hefur heyrt er að
erlendir fjárfestar séu að skoða það að
fara inn á fasteignamarkaðinn eða til
fasteignafélaganna. Því í eðli sínu er
verðtryggður fasteignasamningur eins
og verðtryggt skuldabréf, leigutekjur
eru eins og vaxtatekjur. Leigusamn-
ingar eru í eðli sínu skuldabréf. Þann-
ig að ef þú mátt ekki fjárfesta í skulda-
bréfum með vöxtum þá geturðu alveg
eins farið á fasteignamarkaðinn og
fjárfest þar. Stoppir þú flæðið á einum
stað þá fer það á annan,“ segir Snorri.
„Hvar ætla þeir að stoppa í bindi-
skyldunni, er æskilegt að fjármagnið
streymi inn á fasteignamarkað sem
grefur undan verðbólgumarkmiði
Seðlabankans ef verður mikil þensla
þar?“ spyr Snorri.
Fram kemur í greiningunni að
gengi krónunnar styrkist stöðugt og
hafi krónan styrkst um 2,9 prósent
frá ágústlokum. Gengi pundsins og
norsku krónunnar gagnvart krónu
hafi ekki verið lægra síðan í mars
2008. Ef gengisstyrking krónunnar
heldur áfram er þess ekki langt að
bíða að gengi flestra gjaldmiðla gagn-
vart krónu verði svipað og fyrir banka-
hrun.
Jafnframt eru breytingar í stýri-
vöxtum taldar ólíklegar fram að ára-
mótum. saeunn@frettabladid.is
Bindiskylda á túrista
gæti komið næst
Capacent gagnrýnir bindiskyldu Seðlabankans á erlenda fjárfesta sem fjárfesta
á innlendum vaxtamarkaði og bendir á að ef fjármagn streymir í staðinn inn á
fasteignamarkað geti það grafið undan verðbólgumarkmiði Seðlabankans.
Capacent veltir þeirri hugmynd upp að hverjum ferðamanni verði skylt að dvelja í að minnsta kosti einn mánuð á Íslandi til að
takmarka innstreymi erlends gjaldeyris og ofris krónunnar. Fréttablaðið/Ernir
Þetta er ákveðin
ádeila að velta
þessu upp. Það er að sjálf-
sögðu ekki raunhæft að setja
bindiskyldu á
ferðamenn.
Snorri Jakobsson,
ráðgjafi hjá
Capacent
Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Dregin verður upp heildstæð mynd
af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði
í Reykjavík. Áhersla verður lögð á samþykkt verkefni og
framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin
innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.
Málþingið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 14. október
og hefst það kl. 8.30, en húsið opnar kl. 8.00 með léttri
morgunhressingu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Dagskrá:
kl. 08.30 Kynning borgarstjóra:
Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík.
kl. 09.30 Kynning á ýmsum uppbyggingarverkefnum
kl. 11.00 Borgarlínan og þétting byggðar
kl. 11.15 Greining á fasteignamarkaði
Ný skýrsla Capacent
reykjavik.is/ibudir – nýjar íbúðir í Reykjavík
Nýjar íbúðir í Reykjavík
Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um
11,4 milljónir dollara, jafnvirði 1.300
milljóna íslenskra króna, á árinu
2015. Hagnaðurinn dróst saman um
13 milljónir dollara, 1.500 milljónir
króna, milli ára.
EBITDA-framlegð var 27,6 prósent
árið 2015, samanborið við 24,7 pró-
sent árið áður. Í árslok námu eignir
félagsins 288,9 milljónum dollara,
jafnvirði 33 milljarða íslenskra
króna, samanborið við 271 milljón
dollara í árslok 2014. Bókfært eigið
fé í árslok var tæplega 130 millj-
ónir dollara, jafnvirði 14,9 milljarða
króna og eiginfjárhlutfall félagsins 45
prósent.
Í árslok 2015 voru hluthafar í
félaginu 135 en voru 137 í ársbyrjun.
ÍV fjárfestingarfélag á um 89 prósent
útistandandi hlutafjár og er eini hlut-
hafi félagsins sem á yfir 10 prósent
hlut. ÍV fjárfestingarfélag er nánast
alfarið í eigu Guðbjargar Matthías-
dóttur í Vestmannaeyjum.
Rekstrartekjur móðurfélagsins
námu samtals 115,6 milljónum
dollara, 13,2 milljörðum íslenskra
króna, árið 2015, samanborið við
105,9 milljónir dollara árið áður.
Helstu starfsþættir Ísfélagsins eru
frysting sjávarafurða, fiskimjöls- og
lýsisframleiðsla og útgerð fiskiskipa.
Félagið á 50 prósenta hlut í Iceland
Pelagic ehf.
Meðalfjöldi starfa hjá móðurfélag-
inu var 249 á árinu 2015, saman-
borið við 270 árið áður. Heildar-
laun og þóknanir til stjórnenda
samstæðunnar á árinu 2015 námu
1,3 milljónum dollara, tæplega 149
milljónum króna. – sg
Ísfélag Vestmannaeyja
hagnast um 1,3 milljarða
Stærsti eigandi Ísfélagsins er að mestu í eigu Guðbjargar. Fréttablaðið/anton
Veitingastaðurinn Snaps hagnaðist
um 34 milljónir á síðasta ári, saman-
borið við tæplega 17 milljóna króna
hagnað árið áður. Hagnað-
urinn ríflega tvöfaldaðist
því milli ára.
Eignir félagsins í
árslok námu 111,9
milljónum króna,
samanborið við
96,2 milljónir í
árslok 2014. Eigið
fé í árslok nam 28,2
milljónum króna,
samanborið við 19,4
milljónir króna árið áður.
Hlutafé félagsins nam í lok
tímabilsins 3,0 milljónum króna,
allt útistandandi hlutafé var í eigu
tveggja aðila, Sæmundar ehf. og B48a
ehf. Fram kemur í ársreikningnum
að ekki var búið að taka ákvörðun
um greiðslu arðs til hluthafa.
Snaps var opnaður árið
2012. Árið 2015 var Sigur-
gísli Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Snaps,
en hann og Stefán Mel-
sted voru þá eigendur
staðarins.
Árið 2016 urðu
Birgir Bieltvedt og eigin-
kona hans, Eygló Björk
Kjartansdóttir, hluthafar
í Snaps. Þau eiga félagið Eyju
sem á meirihluta í Jubileum sem
rekur veitingahúsin Jómfrúna og
Snaps. – sg
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r4 markaðurinn
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-F
3
4
4
1
A
E
3
-F
2
0
8
1
A
E
3
-F
0
C
C
1
A
E
3
-E
F
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K