Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 26
Nova kom eins og stormsveipur inn á íslenskan síma-markað fyrir tæpum áratug. Björgólfur Thor Björgólfsson lagði til hugmyndina og fé til stofn- unar félagsins. Eins og gengur voru ekki margir trúaðir á verkefnið í byrjun. Boðið var upp á ókeypis sím- töl og margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig félagið ætti að afla tekna. Nova var fjármagnað af eig- andanum Novator frá byrjun sem nú áratug síðar selur félagið í góðu ásigkomulagi fyrir, að því að heim- ildir herma, um 16 milljarða króna til erlendra fjárfesta. Eins og barnauppeldi „Ég byrjaði sem frumkvöðull þegar við stofnuðum bjórfyrirtækið Bravo í Rússlandi,“ segi Björgólfur Thor og bætir því við að hann hafi með tímanum farið betur og betur að átta sig á því hvar styrkleikar hans liggja og nýta þá. „Ég er bestur í því að fá hugmyndir, finna gott fólk til að vinna með mér í að láta þær verða að veruleika og selja síðan. Ég nota stundum þá líkingu að það að fóstra svona hugmynd er eins og að ala upp barn. Fyrst ósjálfbjarga ung- barn, smábarn síðan ungling og svo einstakling sem er tilbúinn að fara út í lífið. Þá sleppir maður og snýr sér að næsta verkefni.“ Björgólfur segir að á tímabili hafi hann farið í ýmis fjárfestingarverk- efni sem byggðu á greiningu verð- kennitalna og tækifæra í skráðum fyrirtækjum í fullmótuðum rekstri. Það hafi ekki alltaf gengið vel. Hann hafi því fært sig að því sem honum finnst gaman og það sé að byggja frá grunni. Tekur minnst tíu ár Bjórverksmiðja Bravó var slíkt verk- efni og ásamt Nova hefur Björgólfur Thor byggt upp farsímafyrirtæki í Póllandi og í Chile. „Það er merki- legt að í öllum fyrirtækjunum verður til sami kúltúrinn, sama stemning á skrifstofunni. Þessi fyrirtæki eru hvert í sínu heimshorninu, en öll að breyta stöðnuðum mörkuðum. Þetta er kjarninn í því að vera frumkvöðull og því vil ég fylgja umfram allt.“ Hann segir að lykillinn að stemn- ingunni sé að allt byrji þetta á hug- myndavinnu. Fyrst sé að greina hvað hinir séu að gera og finna svo hvernig hægt sé að gera hlutina öðruvísi og betur. Björgólfur Thor segir mikil- vægt að átta sig á því að þetta er veg- ferð sem tekur tíma. „Ég hef verið spurður að því hvert ég muni fara næst og ég svara því að ég viti það ekki, en ég viti að ég þurfi að vanda ákvörðunina vel, því þetta sé tíu ára skuldbinding. Bravo tók tíu ár og Nova tók tíu ár. Það er sennilega lág- markstími á startup-verkefni.“ Framtakssjóðir (e. Private Equity) horfa oft til fjögurra eða fimm ára mest í sínum fjárfestingum. Novator hefur oft verið skilgreint sem slíkur sjóður, en í tilfelli Novator er tíma- ramminn yfirleitt rýmri. „Það þýðir að við getum tekið meiri áhættu í upphafi og varið tíma í hugmynda- vinnu. Að sama skapi þýðir það að við getum ekki verið að skipta oft um skoðun á stefnunni. Maður verður að trúa á stefnuna og fylgja henni fast eftir.“ Við dauðans dyr Hann bætir því við að þó að sýnin sé skýr þurfi alltaf að halda vöku sinni og spyrja sig gagnrýninna spurn- inga og hafa fólk í kringum sig sem sé óhrætt við að spyrja spurninga. „Ég held að ef einhver lykill sé til að velgengni, þá sé það hæfileikinn til að aðlagast hratt. Ekki það að vera klárastur, sterkastur eða fljótastur.“ Slíkar vegferðir eru ekki án erfið- leika og Björgólfur segir að fyrirtæk- in eigi það sammerkt að hafa farið í gegnum „near death experience“ og notar þar hugtak sem vísar til sjúkl- inga sem deyja og eru endurlífgaðir. „Alltaf þegar þetta gerist og útlitið er sem svartast, þá gerist eitthvað. Ein- hver hugmynd verður til og fyrir- tækin verða miklu sterkari á eftir.“ Lokaður inni í kofa Björgólfur Thor hefur ekki farið var- hluta af efnahagslægðum og efna- hagsáföllum í vegferð fyrirtækja sinna. Kreppa skall á með fullum þunga í Rússlandi 1998 og fjármála- kreppuna sem reið yfir heiminn og hafði miklar afleiðingar hér á landi þarf ekki að fjölyrða um. „Kreppan 1998 reið Bravo næstum að fullu og sama hér með Nova 2008. Félagið var enn í taprekstri og þurfti meira eigið fé og sama gilti um Play í Póllandi.“ Staða Björgólfs Thors er sterk í dag, en útlitið var dökkt eftir að fjár- málakreppan skall á árið 2008. Með stuðningi Deutsche Bank hafði hann keypt aðra hluthafa út úr Actavis árið 2007. Í slíkum viðskiptum reyna bankar að dreifa áhættu sinni með sölu lána til annarra fjármálafyrir- tækja. Deutsche Bank tókst ekki að ljúka því áður en allar dyr lokuðust á fjármálamörkuðum. Á þessum tíma var Actavis stærsta einstaka áhætta bankans og mikið í húfi. Björgólfur Thor segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvernig farið hefði Gleðin framar gróðanum Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sem fjárfestir kynnst bæði góðum tímum og slæmum. Félag hans Novator seldi nýlega Nova og fjórfaldaði fjárfestingu sína í félaginu. Hann segir reynsluna hafa kennt sér að einbeita sér að styrk sínum sem hugmyndasmið. Ég held að ef einhver lykill sé til að velgengni, þá sé það hæfileik- inn til að aðlagast hratt. Ekki það að vera klárastur, sterkastur eða fljótastur. Björgólfur Thor Björgólfsson hóf fjárfestingarferil sinn sem frumkvöðull. Hann horfir nú aftur til upprunans og vill einbeita sér að því að búa til nýja hluti með skemmtilegu fólki. FréTTaBLaðið/GVa Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 3 -E E 5 4 1 A E 3 -E D 1 8 1 A E 3 -E B D C 1 A E 3 -E A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.