Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 28
Þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur eru hönn- uðir Bleiku slaufunnar að þessu sinni en þær unnu hugmyndasam- keppni sem var haldin af Krabba- meinsfélaginu í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slauf- unnar 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða halda sam- keppni um hönnun Bleiku slauf- unnar. „Hugmyndin bak við slauf- una okkar er sú að okkur langaði að einblína á þann sem stend- ur manni næst þegar erfiðleikar steðja að, það er mikilvægt að eiga góða að,“ segir Lovísa. „Bleika slaufan 2016 táknar stuðnings- netið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabba- mein, fjölskylduna og samfélagið,“ bætir Unnur Eir við. Ástæðan fyrir því að þær Lov- ísa og Unnur Eir tóku þátt í sam- keppninni um hönnun Bleiku slaufunnar var fyrst og fremst sú að þær langaði að styrkja gott málefni. „Okkur fannst þetta tilvalið tæki- færi fyrir okkur að vinna að skemmtilegu verkefni saman en við erum vanar samvinn- unni því við kynntumst í gullsmíðanáminu og út- skrifuðumst saman,“ segir Unnur Eir. Lovísa samsinn- ir því. „Við unnum vel og náið saman í náminu og var draumurinn sá að gera eitthvað saman í framtíðinni og þetta var tækifærið. Við vorum virkilega ánægðar með hug- myndina og þró- unarstarfið okkar og vonuðumst svo innilega til þess að vera valdar.“ Spurðar hvort þær hafi átt von á því að þeirra hönnun að Bleiku slaufunni yrði valin segjast þær hafa verið mjög jákvæðar þegar þær skiluðu gripnum sínum inn en eftir því sem tíminn leið fóru þær að efast. „Þannig að það má segja að símtalið góða hafi komið skemmtilega á óvart. Eftir jákvæðni og neikvæðni til skiptis vorum við eðlilega í skýjunum með valið og þetta fór allt að verða raunverulegt. Alls konar pælingar fóru í gang, velja rétta bleika litinn á steininum, réttu keðjuna, útlit öskju og fleira.“ Eins og margir vita eru tvær útgáfur af Bleiku slaufunni, annars vegar slaufan sem er barm- næla og hins vegar við- hafnarútgáfan sem er hálsmen úr silfri í tak- mörkuðu upplagi. Hönnuðirnir segjast hafa viljað ná því fram að hanna og smíða grip sem er tákn- rænn. „Við byrjuðum á hugmynda- vinnu bæði varðandi þema slauf- unnar og útlit. Margar skissur enduðu í ruslinu þar til sú rétta kom. Þá færðum við okkur yfir í framleiðsluferlið þar sem stóra spurningin var hvort hugmyndin væri gerleg. Eftir miklar pæling- ar og vangaveltur small þetta allt saman,“ segir Lovísa. „Við sáum um smíði og fram- leiðslu viðhafnarútgáfunnar, silfur slaufan er framleidd í tvö hundruð eintökum og er mikil vinna á bak við hverja slaufu. Við erum virkilega ánægðar með við- tökur viðhafnarslaufunnar í ár og er hún nánast að seljast upp,“ segir Unnur Eir. „Okkur langaði að gera skart- grip sem konur munu nota áfram sem við teljum að hafi tekist og okkur finnst gaman að sjá hve margir karlmenn bera barmnæl- una líka í ár,“ segja gullsmiðirn- ir og hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár, þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir. Mikilvægasta stuðningsnetið Bleika slaufan í ár er hönnuð af gullsmiðunum Lovísu Halldórsdóttur og Unni Eiri Björnsdóttur. Hún táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein, fjölskylduna og samfélagið. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 lilja björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Þær lovísa Halldórsdóttir og unnur eir björnsdóttir eru hönnuðir bleiku slaufunnar í ár en þær unnu hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélaginu í samstarfi við félag íslenskra gullsmiða. silfurslaufan er framleidd í tvö hundruð eintökum og er mikil vinna á bak við hverja. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 Glæsilegur fatnaður frá Peysa á 13.900 kr. - einn litur - stærð 34 - 48 Túnika á 11.900 kr. - 3 litir: plómurautt, blátt, svart - stærð 34 - 48 KOMIÐ Í VERSLANIR Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna. 200 kr. af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunni. KOMIÐ Í VERSLANIR Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna. 200 kr. af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunni. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ b l e I k A s l A U F A nF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 3 -D A 9 4 1 A E 3 -D 9 5 8 1 A E 3 -D 8 1 C 1 A E 3 -D 6 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.