Fréttablaðið - 12.10.2016, Qupperneq 30
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
allar upplýsingar í hendurnar. Ég
reyndist vera með HER2-positive
brjóstakrabbamein sem var mjög
ágeng tegund þar til ný lyf komu
á markað fyrir um tíu árum,“ út-
skýrir María Soffía en hún dreif
sig strax heim til Íslands þegar
hún fékk niðurstöður úr rannsókn-
unum.
„Ég var heppin því æxlið var
staðbundið og ekkert farið að
dreifa sér í eitla. Ég fór í brjóst-
nám og síðan heilmikla tólf mánaða
lyfjameðferð vegna þess að ég var
HER2-positive. Ég vann á krabba-
meinsdeild í hálft ár þegar ég var
kandidat og vissi því heilmikið um
þennan sjúkdóm. Mér fannst mjög
gott að ræða veikindin við lækna
sem höfðu gengið í gegnum þetta
sama og fá góð ráð frá þeim.“
María Soffía viðurkennir að það
hafi verið áfall að missa hárið í
kjölfar lyfjagjafa. „Það er kannski
hégómlegt en mér fannst mjög erf-
itt að fara í sturtu og vera með
hendurnar fullar af hárum. Ég
var með tárin í augunum. Flestum
konum líður þannig því hárið er
svo stór hluti af manni. Mér fannst
heldur aldrei auðvelt að fara í hlut-
verk sjúklings því maður er van-
ari að hjúkra eða lækna. Þetta var
afar lærdómsríkt,“ segir hún. „Ég
vildi ekki láta vorkenna mér, leit á
sjúkdóminn sem verkefni sem ég
þyrfti að takast á við og ætlaði að
gera það vel,“ segir María Soffía.
„Maður reynir að vanda sig í öllu
því sem maður tekur sér fyrir
hendur. Stuðningur fjölskyldunn-
ar skiptir líka miklu máli og ég á
mjög góða fjölskyldu. Einnig fór ég
út að ganga á hverjum einasta degi
og í fjallgöngur en það er mjög
mikilvægt. Stundum var erfitt að
koma sér út en mér fannst það al-
gjörlega nauðsynlegt. Ég setti mér
ákveðið markmið um hreyfingu
sem ég fylgdi.“
Bylting í meðferðinni
Auður Smith er kvensjúkdóma-
og fæðingalæknir. Hún greind-
ist í maí 2013, þá 46 ára. Auður
fann sjálf hnút í brjósti en fór
ekki alveg strax í myndatöku. „Ég
ætlaði að sjá hvernig þetta myndi
þróast. Það var mjög mikið að gera
hjá mér á þessum tíma. Ég hafði
farið í brjóstamyndatöku tæpu
ári áður. Það var ákveðinn léttir
að ég hafði ekki trassað það. Hins
vegar getur æxli byrjað að mynd-
ast daginn eftir skoðun og einn-
ig er alltaf möguleiki að það sjá-
ist ekki. Myndatakan er hins vegar
besta tækni sem til er. Ég fór síðan
í skoðun og ástungu í júlí og viku
seinna var ég komin í brjóstnám.
Á myndum kom í ljós eitt æxli og
hreinir eitlar en í sónar sást lítið
æxli að auki. Þegar skorinn var
fleygskurður í brjóstið reyndust
nokkur lítil æxli í brjóstinu og
það var því allt tekið. Brjóstnám
fór fram í ágúst og nokkru síðar
hófst lyfjameðferð í sex mán-
uði. Ég reyndist vera með horm-
ónaháðan brjóstakrabba sem þótti
mjög slæmt hér á árum áður. Horf-
ur hafa hins vegar gjörbreyst og
það hefur orðið bylting í meðferð-
inni,“ segir Auður. „Ég tek mitt
tamoxífen núna en það hindrar
áhrif kvenhormónsins estrógengs
á krabbameinsfrumur. Þetta lyf
setur mann í gegnum tíðahvörf
en allar konur sem greinast með
hormónaháð brjóstakrabbamein,
sem er algengast, þurfa að taka
þetta lyf í tíu ár,“ segir hún.
Það var ekki jafn erfitt fyrir
Auði og flestar konur að missa
hárið. „Kannski vegna þess að ég
fann fyrsta gráa hárið þegar ég
var sautján ára. Ég var því orðin
svolítið gráhærð á þessum tíma og
sífellt að lita rótina. Ég eignaðist
son þegar ég var 42 ára og lang-
aði að vera ungleg aðeins lengur.
Maðurinn minn rakaði síðan af
mér allt hárið einn daginn og það
kom grátt til baka. Þá ákvað ég að
leyfa því bara að vera gráu,“ segir
hún og hlær. „Ég fékk mér voða
fína hárkollu sem ég notaði lítið
en lærði að hnýta klúta um höf-
uðið hjá Ljósinu. Það er hægt að
gera smart höfuðföt með falleg-
um slæðum,“ segir Auður sem eins
og hinar er vel gift og hefur fengið
mikinn stuðning frá fjölskyldunni
í gegnum veikindin. Hún var frá
störfum í tíu mánuði en er komin
aftur á fullt í vinnu.
Lét taka bæði brjóstin
Sigurlaug Benediktsdóttir er einn-
ig sérfræðingur í kvensjúkdóm-
um og fæðingarhjálp. Hún greind-
ist aðeins 38 ára þegar hún fór í
myndatöku í Lundi í Svíþjóð þar
sem hún var búsett. Í framhaldinu
fór hún í sónar sem sýndi greini-
legt æxli í brjósti á byrjunarstigi.
Í Svíþjóð þarf að bíða í fimm til
sex vikur eftir aðgerð. Sigurlaug
segir að það hafi verið mjög erf-
iður tími. Boðleiðirnar séu mun
lengri í Svíþjóð en hér á landi.
„Það er erfitt að vera með hug-
ann tepptan við nýgreindan sjúk-
dóminn og þá er gott að geta farið
í vinnuna og hugsað um eitthvað
annað. Það hjálpaði mér þó að ég
var með lítil börn til að hugsa um,
það yngsta þriggja ára. Ég sagði
auðvitað vinnufélögum mínum
frá þessu og það var tekið tillit til
mín, ég slapp við vaktir og erfið-
ar móttökur. Ég sinnti kennslu því
meira. Maður hefur ekki mikið að
gefa þegar maður er í áfalli. Sem
betur fer hafði ég nóg að gera með
börnunum mínum þremur á þess-
um tíma.“
Sigurlaug var alltaf hrædd við
brjóstakrabbamein þar sem það
hafði komið upp í ættinni. „Ég var
meðvituð um þetta,“ segir hún.
Sigurlaug lét taka bæði brjóstin og
þurfti ekki að fara í lyfjameðferð
þar sem æxlið uppgötvaðist á byrj-
unarstigi og hafði ekkert dreift
sér. Ég vildi ekki taka þá áhættu
að fá brjóstakrabbamein aftur,“
segir hún og ítrekar að í dag sé
hún heilbrigð og laus við meinið.
Sigurlaug lét byggja brjóstin upp
að nýju, eins og María Soffía og
Auður. „Ég hugsa ekki lengur um
brjóstakrabbameinið sem ógn,“
segir Sigurlaug. „Ég er sloppin og
upplifi mig sem heilbrigða konu.“
Þær segja allar að það að grein-
ast með brjóstakrabbamein sé
ákveðin reynsla sem breyti manni.
„Það er andlegt og líkamlegt áfall
að greinast og fara í brottnám
á brjósti. Þessi reynsla dýpk-
ar mann sem manneskju og sem
lækni,“ segir Sigurlaug. „En það
er miklu meiri stuðningur við þá
sem greinast hér á landi en í Sví-
þjóð, til dæmis stuðningshópar.“
Margar sem greinast
Nýlega greindist einn kollegi þeirra
úr læknastétt. „Það eru þrettán
konur sem starfa sem læknar sem
hafa greinst með brjóstakrabba-
mein og það er áhyggjuefni. Við
höfum enga skýringu á því,“ segir
Auður. „Það er þó margt sem bend-
ir til þess að læknar og heilbrigðis-
starfsfólk sem vinnur vaktavinnu
sé móttækilegra fyrir sjúkdómum
en aðrir. Reglulegur svefn er mikil-
vægur. Sjálfsagt verður einhvern
tíma hægt að rannsaka það betur.
Við höfum heyrt af kvenkynslækn-
um sem segjast vera hættar að vera
með farsímann í vinstri brjóstvasa.
Mögulega er þessi áhætta alls stað-
ar í umhverfinu en það eru engar
vísindalegar rannsóknir sem hafa
sýnt það,“ segir Auður. Læknar eru
guðir í augum margra. Þess vegna
þykir mörgum skrítið þegar lækn-
ir greinist með krabbamein. Þær
María Soffía, Auður og Sigurlaug
fá stundum að heyra setninguna:
„Ha, ert þú með brjóstakrabba-
mein, þú sem ert læknir?“
Dauðans alvara
Þær segjast hvetja allar konur til
að þreifa brjóstin reglulega. Það
skiptir miklu máli að sjúkdómurinn
greinist fljótt. „Það er mikilvægt að
þreifa brjóstin í lok blæðinga en þá
er auðveldast að finna breytingu.
Konur ættu að þekkja brjóstin sín,
einnig er hægt að fá leiðsögn um
þreifingu á Leitarstöðinni. Brjósta-
myndataka á tveggja ára fresti er
afar mikilvæg og engin kona ætti
að sleppa henni. Þá ættu konur að
notfæra sér þá þjónustu að láta taka
sýni úr leghálsi. Það eru fáar rann-
sóknir sem gefa jafn góð svör og
leghálsskimun. Með því er hægt að
finna forstig sjúkdómsins en það er
fátítt í öðrum tegundum. Þær sem
komast ekki á Leitarstöðina geta
beðið kvensjúkdómalækninn sinn
að taka sýni úr leghálsi,“ segja þær.
„Það hafa orðið gífurlegar framfar-
ir í lækningu á brjóstakrabbameini
en að greinast með þennan sjúkdóm
er dauðans alvara. Það má heldur
ekki einblína bara á brjóstin, þótt
það sé langalgengasta krabbamein
hjá konum, heldur er líka hægt að
fá krabbamein í eggjastokka, rist-
il, skjaldkirtil og á fleiri stöðum.
Við förum öll í gegnum sama ferlið
sem greinumst með krabbamein,“
segja þessar flottu konur og vilja
taka fram að brjóstakrabbamein
sé í flestum tilfellum læknanlegt
og lífshorfur kvenna sem greinast
á Íslandi með því hæsta sem gerist
á heimsvísu.
maría Soffía gottfreðsdóttir, auður Smith og Sigurlaug benediktsdóttir hafa áhyggjur af því hversu margir kvenkyns læknar hafa fengið brjóstakrabbamein. mynd/ernir
Netverslun á tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my style
Bleikir
dagar
20%
afsláttur af
völdum vörum
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Bleikir
dagar
20%
afsláttur af
völdum vörum
Þrettán konur sem
starfa sem læknar hafa
greinst með brjósta-
krabbamein og það er
áhyggjuefni. Við höfum
enga skýringu á því.
margt bendir til þess að
læknar og heilbrigðis-
starfsfólk sem vinnur
vaktavinnu sé móttæki-
legra fyrir sjúkdómum en
aðrir.
bleika SlaUfan kynningarblað
12. október 20162
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-C
6
D
4
1
A
E
3
-C
5
9
8
1
A
E
3
-C
4
5
C
1
A
E
3
-C
3
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K