Fréttablaðið - 12.10.2016, Side 36

Fréttablaðið - 12.10.2016, Side 36
bleika slaufan kynningarblað 12. október 20168 Á vef Krabbameinsfélagsins www.krabb.is er að finna ógrynni upplýsinga um brjóstakrabba- mein. Undir flipanum Fræðsla & forvarnir er til dæmis að finna svokallað brjóstapróf. Með því að taka prófið lærir fólk að þekkja staðreyndir um krabba- mein í brjóstum, sem er algengasta krabba- mein hjá konum. Með því að þekkja einkenni og mæta í skoðun er oft hægt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. Próf- ið byggist á 14 stað- hæfingum sem hægt er að svara með rétt eða rangt. Dæmi um staðhæfingar á prófinu l Brjóstakrabbamein greinist ein- göngu hjá konum. l Fjölskyldusaga og erfðir eiga lít- inn þátt í þróun brjóstakrabba- meins. l Hnútur í brjósti er oftast krabba- mein. l Eitt glas af áfengi á dag eykur ekki líkur á brjóstakrabbameini. brjóstapróf sem taka má á netinu Með því að skoða og þreifa brjóstin reglulega geta konur áttað sig á því hvað er eðlilegt og hvað hefur breyst frá síðustu skoðun. Best er að þreifa brjóstin einu sinni í mánuði, um það bil viku til tíu dögum eftir að blæðingar hefjast. Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuðum tíma í hverjum mánuði. Horfðu fyrst á brjóstin í spegli, áður en þú þreifar þau, bæði með hendur niður með hlið- um og með hendur spenntar á hnakka. Auðveldast er að þreifa brjóstin í sturtu, en einnig er rétt að þreifa þau liggjandi. Þreifaðu vinstra brjóst með hægri hendi og notaðu til þess alla fingur nema þumalfingur en settu jafnframt vinstri hönd á hnakka. Til að koma í veg fyrir að einhver hluti brjóstsins verði útundan skaltu hreyfa fingurna eftir reglubundnu mynstri. Temdu þér ákveðnar hreyf- ingar en þrýstu þó ekki of fast. Þreifaðu síðan hægra brjóstið á sama hátt með vinstri hendi og settu hægri hönd á hnakka.  Þreifið brjóstin reglulega Mikilvægt er að þreifa brjóstin. 6 bitar af klassískum kjúklinga- bitum og franskar, til að taka með eða borða á staðnum. BLEIKA FATAN PIPA R \ TBW A • SÍA • 16 4349 500 krónur af hvi seldri blei i fötu renna til Bleiku slaufunn . 2.490 KR. #fyrirmömmu EKKI HLAUPA Í STIGANUM KVEÐJA, MAMMA Verslað fyrir Bleika Daginn Landsmenn geta keypt fjölbreyttan varning fyrir Bleika daginn, sem haldinn verð- ur föstudaginn 14. október, á netverslun Krabbameinsfélagsins en bein slóð þang- að inn er vefverslun.krabb.is. Fjölmargir vöruflokkar eru í boði, þar á meðal dekur- og snyrtivörur, gjafa vörur, golfvörur, skartgripir, styrktarvörur og að sjálfsögðu nokkrar útgáfur af Bleiku slaufunni. Í raun ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og er bleiki liturinn auðvitað allsráðandi. Hægt er að kaupa bleikar garð- og trjáklippur, bleika penna, úrval endurskinsmerkja, mikið af fallegum gjafavörum þar sem má m.a. finna heims- þekkta hönnun í bland við íslenska, bleika golfbolta, fallegar vatnsflöskur og brúsa auk matreiðslubóka sem innihalda holla og ljúffenga rétti. Kaupferlið er einfalt á vefnum og er hægt að sækja vörurnar í Skógarhlíð 8 án sendingargjalds eða velja milli ólíkra heimsendingarkosta gegn misháu gjaldi. 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 3 -C B C 4 1 A E 3 -C A 8 8 1 A E 3 -C 9 4 C 1 A E 3 -C 8 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.