Fréttablaðið - 04.08.2016, Qupperneq 16
Ágústmánuður byrjaði illa fyrir
evrópska banka. Gengi hlutabréfa í
mörgum af stærstu bönkum Evrópu
hríðféll í byrjun mánaðarins vegna
ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra
stýrivaxta, sem og langvarandi
kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í
kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Sam-
taka evrópskra banka, sem margir
bankar komu illa út úr, lækkaði gengi
hlutabréfa allverulega.
Evrópskir bankar hafa í raun átt
erfitt uppdráttar allt árið. Markaðs-
virði fjölda stærstu banka Evrópu
hefur fallið um helming á einu ári, og
útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir
samkvæmt spám greiningaraðila.
Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank,
Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish
Banks hefur lækkað um helming
og gengi bréfa í ítalska bankanum
Monte dei Paschi di Siena hefur
lækkað um 85 prósent. Evrópska
bankavísitalan STOXX hefur lækkað
um rúmlega þrjátíu prósent það sem
af er ári.
Í byrjun viku var greint frá því að
Deutsche Bank og Credit Suisse verði
á næsta mánudag teknir út úr STOXX
Europe 50 vísitölunni vegna bágrar
stöðu þeirra.
Niðurstöður álagsprófsins sem birt
var eftir lokun markaða á föstudag
sýndi að margir bankar myndu ekki
standast álag kreppu. Ítalskir bankar
komu sérstaklega illa út úr prófinu.
Fjárfestar brugðust illa við frétt-
unum og féll bankavísitalan STOXX
um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 pró-
sent á þriðjudag, en vísitalan hefur
ekki fallið jafn mikið á einum degi frá
því að niðurstöður Brexit-atkvæða-
greiðslunnar í Bretlandi voru gerðar
kunnar.
Diane Pierret, fjármálaprófessor
við viðskiptaháskólann í Lausanne,
segir í samtali við CNN að bankarnir
séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn
með slæmar eignir á efnahagsreikn-
ingi sínum, til að mynda slæm lán, og
hættan á smitáhrifum milli banka er
mjög mikil.“
Pierret og kollegar hennar áætla að
29 af 51 banka sem tók álagsprófið
myndu falla á amerísku álagsprófi.
Þau áætla að bankarnir þyrftu að
safna 123 milljörðum evra í eignum
til að lagfæra fjármál sín.
The Financial Times greinir frá
því að fjárfestar hafi misst trúna á að
evrópskir bankar geti aukið hagnað
sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og
annarra erfiðleika í evrópska hag-
kerfinu.
„Þegar vextir eru svona lágir […] er
mjög erfitt fyrir banka að ná nægum
hagnaði til að byggja upp eignir og
skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani
Redha, eignastafnsstjóri hjá Pine-
Bridge Investments, í samtali við The
Financial Times.
saeunn@frettabladid.is
Virði stærstu banka
lækkað um helming
Gengi hlutabréfa í nokkrum af stærstu bönkun Evrópu hefur lækkað um allt að
85 prósent á síðastliðnu ári. Margir bankar komu illa út úr álagsprófi Samtaka
evrópskra banka. Sérfræðingar á markaði segja bankana illa fjármagnaða.
Gengi bitcoin hefur fallið um meira
en 10 prósent eftir að Bitfinex
greindi frá því að meiriháttar árás
hefði verið gerð á rafmyntina.
Talið er að mynt að andvirði 65
milljóna dala hafi verið stolið í inn-
brotinu.
Forsvarsmenn Bitfinex staðfestu
brotið í bloggfærslu í gær. „Við erum
að rannsaka brotið og reyna að
finna út hvað gerðist, en við vitum
að mynt var stolið af notendum,“
sagði í færslunni.
Öll viðskipti með rafmyntina hafa
verið bönnuð á meðan verið er að
rannsaka innbrotið. Á vefsíðu Bit-
finex kemur fram að fultrúar kaup-
hallarinnar hafi miklar áhyggjur af
innbrotinu og reyni allt til að leysa
málið. – jhh
Gengi bitcoin hrynur
Indverskir verkamenn sá í hrísgrjónaakra í þorpinu Ranbir Singh Pura, nærri Gharana á landamærum Indlands og Pakistans. Ein aðallandbúnaðargreinin á Indlandi er hrísgrjónarækt
og er landið næststærsti hrísgrjónaræktandinn í heiminum, á eftir Kína. Talið er að um 20 prósent af allri hrísgrjónauppskeru í heiminum komi frá Indlandi. Fréttablaðið/EPa
Fjármálaráðherra hefur ástæðu til að gleðjast yfir auknum tekjum ríkissjóðs.
Innheimtar tekjur ríkisins á fyrri
helmingi ársins voru tæplega 401
milljarður króna. Það er 25% aukn-
ing frá sama tímabili í fyrra.
Umfangsmiklir óreglulegir liðir,
stöðugleikaframlag og arðgreiðsl-
ur, bjaga samanburð milli ára en
samanlagt námu þessir tveir liðir
84 milljörðum það sem af er ári.
Ef leiðrétt er fyrir þeim námu inn-
heimtar tekjur ríkissjóðs 317 millj-
örðum króna. Þetta er rúmlega 9%
aukning milli ára sem endurspeglar
almennar launahækkanir og aukin
umsvif í efnahagslífinu.
Skatttekjur og tryggingagjöld
námu 301 milljarði króna á fyrri
helmingi árs og voru 4,7% umfram
áætlun. Í upplýsingum um greiðslu-
afkomu ríkissjóðs, sem birt var á vef
fjármála- og efnahagsráðuneytisins
í gær, segir að ljóst sé að þróun á
vinnumarkaði hafi mikil áhrif þar
sem jákvæða frávikið liggi að mestu
í tekjuskatti einstaklinga, trygginga-
gjaldi og virðisaukaskatti sem hafi
aukist, meðal annars vegna aukins
kaupmáttar. – jhh
Tekjur ríkisins jukust um
fjórðung á fyrri helmingi
4,7%
meira innheimtist í skatt-
tekjur og tryggingagjöld en
áætlað hafði verið.
Í bitcoin-hraðbanka má skipta bitcoin
út fyrir aðra mynt. Fréttablaðið/EPa
Fræjum sáð á Indlandi
Commerz -
bank
-57%
barclays
-49%
Credit
Suisse
-64%
Deutsche
bank
-64%
Unione di
banche italiane
-68%
UniCredit
-69%
allied irish
banks
-70%
banco
Popular
Español
-74%
✿ Lækkun á gengi bréfa í nokkrum af stærstu bönkum Evrópu
banca Monte
dei Paschi di
Siena
-85%
Viðskipti
4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R16 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð
0
4
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
2
9
-3
2
B
0
1
A
2
9
-3
1
7
4
1
A
2
9
-3
0
3
8
1
A
2
9
-2
E
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K