Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.08.2016, Qupperneq 16
Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Sam- taka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðs- virði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við frétt- unum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 pró- sent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæða- greiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikn- ingi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hag- kerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá Pine- Bridge Investments, í samtali við The Financial Times. saeunn@frettabladid.is Virði stærstu banka lækkað um helming Gengi hlutabréfa í nokkrum af stærstu bönkun Evrópu hefur lækkað um allt að 85 prósent á síðastliðnu ári. Margir bankar komu illa út úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka. Sérfræðingar á markaði segja bankana illa fjármagnaða. Gengi bitcoin hefur fallið um meira en 10 prósent eftir að Bitfinex greindi frá því að meiriháttar árás hefði verið gerð á rafmyntina. Talið er að mynt að andvirði 65 milljóna dala hafi verið stolið í inn- brotinu. Forsvarsmenn Bitfinex staðfestu brotið í bloggfærslu í gær. „Við erum að rannsaka brotið og reyna að finna út hvað gerðist, en við vitum að mynt var stolið af notendum,“ sagði í færslunni. Öll viðskipti með rafmyntina hafa verið bönnuð á meðan verið er að rannsaka innbrotið. Á vefsíðu Bit- finex kemur fram að fultrúar kaup- hallarinnar hafi miklar áhyggjur af innbrotinu og reyni allt til að leysa málið. – jhh Gengi bitcoin hrynur Indverskir verkamenn sá í hrísgrjónaakra í þorpinu Ranbir Singh Pura, nærri Gharana á landamærum Indlands og Pakistans. Ein aðallandbúnaðargreinin á Indlandi er hrísgrjónarækt og er landið næststærsti hrísgrjónaræktandinn í heiminum, á eftir Kína. Talið er að um 20 prósent af allri hrísgrjónauppskeru í heiminum komi frá Indlandi. Fréttablaðið/EPa Fjármálaráðherra hefur ástæðu til að gleðjast yfir auknum tekjum ríkissjóðs. Innheimtar tekjur ríkisins á fyrri helmingi ársins voru tæplega 401 milljarður króna. Það er 25% aukn- ing frá sama tímabili í fyrra. Umfangsmiklir óreglulegir liðir, stöðugleikaframlag og arðgreiðsl- ur, bjaga samanburð milli ára en samanlagt námu þessir tveir liðir 84 milljörðum það sem af er ári. Ef leiðrétt er fyrir þeim námu inn- heimtar tekjur ríkissjóðs 317 millj- örðum króna. Þetta er rúmlega 9% aukning milli ára sem endurspeglar almennar launahækkanir og aukin umsvif í efnahagslífinu. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 301 milljarði króna á fyrri helmingi árs og voru 4,7% umfram áætlun. Í upplýsingum um greiðslu- afkomu ríkissjóðs, sem birt var á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær, segir að ljóst sé að þróun á vinnumarkaði hafi mikil áhrif þar sem jákvæða frávikið liggi að mestu í tekjuskatti einstaklinga, trygginga- gjaldi og virðisaukaskatti sem hafi aukist, meðal annars vegna aukins kaupmáttar. – jhh Tekjur ríkisins jukust um fjórðung á fyrri helmingi 4,7% meira innheimtist í skatt- tekjur og tryggingagjöld en áætlað hafði verið. Í bitcoin-hraðbanka má skipta bitcoin út fyrir aðra mynt. Fréttablaðið/EPa Fræjum sáð á Indlandi Commerz - bank -57% barclays -49% Credit Suisse -64% Deutsche bank -64% Unione di banche italiane -68% UniCredit -69% allied irish banks -70% banco Popular Español -74% ✿ Lækkun á gengi bréfa í nokkrum af stærstu bönkum Evrópu banca Monte dei Paschi di Siena -85% Viðskipti 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R16 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 9 -3 2 B 0 1 A 2 9 -3 1 7 4 1 A 2 9 -3 0 3 8 1 A 2 9 -2 E F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.