Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 27
fólk
kynningarblað
„Ég hef verið búsett í Madríd
meira og minna síðustu 20 árin.
Til að byrja með var það spænsk-
an sem heillaði mig en svo er
Madríd bara svo sjarmerandi
borg að ég hef ílengst þar,“ segir
Berglind sem býr í borginni með
manni sínum, Javier.
Berglind útskrifaðist sem fata-
hönnuður frá listaháskólanum
IADE árið 2002 og stofnaði Begga
Design samhliða námi sínu. Hún
var farin að selja hönnun sína í
fimm verslunum þegar hún ákvað
að breyta til og safna sér reynslu
sem hönnuður með því að starfa
fyrir önnur merki. Árið 2010 opn-
aði hún síðan verslunina 20BÉ
í miðbæ Reykjavíkur. „Ég rak
hana um nokkurt skeið en það er
erfitt að reka verslun úr mikilli
fjarlægð og því ákvað ég að loka
henni og einbeita mér að vefversl-
un í staðinn.“
Öðruvísi brúðarkjólar
Undir nafni Begga Design hann-
ar Berglind kvenfatnað og fylgi-
hluti. Brúðarlína hennar varð til
meðan hún rak 20BÉ. „Það voru
margar konur sem komu til mín í
leit að kjól til að gifta sig í og ég
ákvað að bregðast við með því að
gera litla línu. Það gekk glimrandi
vel og svo hefur þetta bara hlaðið
utan á sig,“ lýsir Begga en brúð-
arlínan er nú orðin stærri og fjöl-
breyttari.
Hún segir viðbrögðin hafa
verið frábær. „Það virðist nefni-
lega vanta ákveðna týpu af
brúðar kjólum á Íslandi. Þá meina
ég kjól sem eru aðeins utan við
normið og henta konum með mis-
munandi vöxt. Mér finnst rosa-
lega mikilvægt að hafa í huga að
það vilja ekki allar vera í þessum
hefðbundnu, spengdu, fyrirferð-
armiklu brúðarkjólum og þeir
bara fara ekki öllum. Þess vegna
ákvað ég að gera eitthvað öðru-
vísi.“
Það virðist vanta
ákveðna týpu af
brúðarkjólum á Íslandi. Þá
meina ég kjóla sem eru
aðeins utan við normið og
henta konum með mis-
munandi vöxt.
Berglind Hrönn Árnadóttir
4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R
Raðað saman
eftir smekk
berglind Hrönn Árnadóttir fatahönnuður
starfar í Madríd á Spáni og rekur þar fyrirtæki
sitt, Begga Design. Brúðarkjólalína Berglindar
er fjölbreytt og falleg enda má raða flíkum úr
línunni saman á ólíkan máta.
Berglind er búsett i Madríd á Spáni.
Skólar og námSkeið
kemur út 8. ágúst
áhugasamir hafi samband við:
atli Bergmann
+354 512-5457 (Sími/Tel)
+354 897-9144 (gSm/mobile)
atlib@365.is
Jón Ívar Vilhelmsson
+354 512-5429 (Sími/Tel)
+354 866-6148 (gSm/mobile)
jonivar@365.is
0
4
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
2
9
-6
9
0
0
1
A
2
9
-6
7
C
4
1
A
2
9
-6
6
8
8
1
A
2
9
-6
5
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K