Fréttablaðið - 04.08.2016, Page 30

Fréttablaðið - 04.08.2016, Page 30
Alexander Jarl klæðist hér fötum úr Hummel NEO línunni. Bakpokinn er frá TIMBUK2. MyNdIr/HANNA Hettupeysa úr smiðju $QUAd. Fleiri föt eru væntanleg frá þeim. Alexander Jarl, annar meðlima rappsveitar- innar JARL $QUAD, setur þægindin í fyrsta sæti þegar kemur að fatastíl og tísku. „Þæg- indi skipta mig mestu máli. Ég verð helst að geta spilaði körfubolta úti á velli, farið þaðan beint upp á svið og stoppað svo í rækt- inni eftir tónleika án þess að skipta um föt. Þannig að ég er mikið að vinna með tískuleg íþróttaföt og helst frá merkinu Hummel.“ Hann segir tískuáhugann hafa vaknað þegar hann hóf að koma fram með hljóm- sveit sinni. „Ég fór úr FUBU-merkinu í þröngar gallabuxur mjög fljótlega. Nú erum við í hljómsveitinni komnir á það stig að hanna eigin hettupeysur og boli. Jón Gunn- ar Zoëga, sem rekur fatamerkið Modern Day Slaves, hefur hjálpað okkur mikið með að hanna snið. Þessa dagana erum við með $QUAD-íþróttabuxur í vinnslu.“ Áhrif frÁ rappsenunni Þrátt fyrir skemmtilegan fatastíl segist hann ekki fylgjast meðvitað með tísku en vera vissulega undir áhrifum frá bandarísku og skandin avísku rappsenunni. „Hérna heima eru uppáhaldsverslanirnar mínar Inklaw, Hummel og Nike en uppáhaldsflíkin mín er einmitt sérsniðinn Inklaw denim-jakki. Ég hef eytt miklum tíma í Bandaríkjunum en þar kaupi ég aðallega íþróttaföt. Þó hef ég slysast til að panta mér föt frá ASOS en mér finnst það of mikil áhætta. Fyrir utan ein- staka fatamerki þá er ég mikið fyrir gull- keðjur, hringi á litla fingri og úr en þó aðal- lega á tónleikum eða öðrum viðburðum. Ég fer ekkert þannig klæddur að versla í Krón- unni.“ Aðspurður um bestu og verstu fatakaup segir hann hvort tveggja eigi í raun við sömu flíkina. „Ég keypti einu sinni svarta Ver- sace-silkiskyrtu sem var allt of stór. Tuttugu kílóum síðar er hún enn eins og tjald. Þetta eru því verstu kaupin því hún er risastór og þau bestu því hún er Versace-silkiskyrta, fjandakornið!“ næg verkefni framundan Það er alltaf nóg að gera hjá félögunum í JARL $QUAD. „Við erum að hanna meira af fötum, ætlum að halda tónleika um allt land og halda áfram að vinna í nýju efni. Næstu stóru tónleikar hjá okkur verða Airwaves í nóvember. Við munum örugglega gefa út stóra plötu en það verður ekki á næstunni. Þegar ég geri stóra plötu mun ég setja allan minn tíma og orku í hana en ég einfaldlega hef ekki tíma núna. Svo á ég von á dóttur í lok september og fjölskyldan verður alltaf í fyrsta sæti. Við munum þó henda í smáskíf- ur og myndbönd reglulega út árið.“ Þægindin alltaf í fyrsta sætinu Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl klæðist helst tískulegum íþróttafötum enda setur hann þægindin í fyrsta sæti þegar kemur að fatastíl og tísku. $QUAd bolur sem hljómsveitarfélagarnir hanna saman. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Nýjar haustvörur Allt sem þú þar ... Gallup, apríl–júní 2016. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 57,4% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R4 F ó l k ∙ k y n n I n g A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n g A R b l A ð ∙ t í s k A 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 9 -5 0 5 0 1 A 2 9 -4 F 1 4 1 A 2 9 -4 D D 8 1 A 2 9 -4 C 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.