Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2016, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 04.08.2016, Qupperneq 42
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Pétur Vignir Yngvason sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 28. júlí verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju föstudaginn 5. ágúst klukkan 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Reikningsnúmer 162-05-62158, kt. 570397-2819. Yngvi Hrafn Pétursson Helena Guðlaug Bjarnadóttir Inga Gerða Pétursdóttir Jón Ágúst Guðmundsson Jón Sigurbjörn Pétursson Ásbjörn Garðar, Arnór Kári, Álfrún Lóa og Áróra Mjöll Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir Seljahlíð, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sunnudaginn 31. júlí. Útförin verður frá Seljakirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Hafþór Sigurbjörnsson Erla Björg Magnúsdóttir Sigurður Rósant Sigurbjörnsson Hafdís Ingimundardóttir Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir Sigurður Eyþórsson Páll I. Blöndal Sigurbjörnsson Elfa Dís Austmann Aðalheiður (Allý) Sigurbjörnsdóttir Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, faðir okkar, afi og bróðir, Birgir Skúlason lést föstudaginn 22. júlí. Útför hans fer fram frá Grafarvogs - kirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Freyja Sigurpálsdóttir Andri Birgisson Birna Dröfn Birgisdóttir Viktor Birgisson afabörn og systkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóna Sigurðardóttir frá Urriðaá, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, sem andaðist laugardaginn 23. júlí, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Svandís Edda Ragnarsdóttir Hanna S. Kjartansdóttir Anders Larsen Eyþór Kjartansson Haukur Kjartansson Svanhildur Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þorgerður Þorvaldsdóttir til heimilis að Valsheiði 23, Hveragerði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. júlí. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans sem við færum sérstakar þakkir. Jón Helgason Eiríkur Jónsson Dipa Rana Gurung Þorvaldur Jónsson Disa Thao Thi Pham Sara Huld Jónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Jónu Örnólfsdóttur Hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði. Jón Þ. Kristjánsson Hjördís Ólafsdóttir Hildur Jósefsdóttir Þ. Margrét Kristjánsdóttir Pétur I. Pétursson Indriði A. Kristjánsson Carolyn Kristjánsson Hörður Kristjánsson Björk Guðlaugsdóttir Kristján F. Kristjánsson Guðný H. Yngvadóttir barnabörn og fjölskyldur. 1796 Hannes Finnsson Skálholtsbiskup deyr. Hann er einn mennt- aðasti Íslendingur sinnar tíðar. Af ritum hans má til dæmis nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi. 1907 Ungmennafélag Íslands er stofnað og er fyrsti formaður þess Jóhannes Jósefsson. 1914 Fyrri heimsstyrjöldin: Þýskaland ræðst á Belgíu. Í kjölfarið lýsir Bretland yfir stríði við Þýskaland. Bandaríkin lýsa yfir hlutleysi. 1928 Ásta Jóhannesdóttir syndir frá Viðey til Reykjavíkur. Sundið tekur tæpar tvær klukkustundir og er um fjórir kílómetrar. 1947 Hæstiréttur Japans er stofnaður. 1984 Efri-Volta tekur upp nafnið Búrkína Fasó. 1993 Alríkisdómari dæmir tvo lögreglumenn frá Los Angeles í þrjá- tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Rodneys King. 2007 NASA sendir geimfarið Fönix út í geiminn. Merkisatburðir Í dag verður farin ganga um Grasa-garð Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem veitt verður fræðsla um býflugurnar og blómin. Að sögn Jónu Valdís- ar Sveinsdóttur, garðyrkjufræðings í Grasagarðinum og eins aðstandenda göngunnar, eru plönturnar í fullum blóma um þessar mundir og því verður spennandi að sjá hvort megi sjá býflugur frjóvga blómin í Grasagarðinum. Einnig verða býflugnabúin í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum skoðuð en Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og annar umsjónar- maður göngunnar, hefur verið með búin þar í mörg ár. „Þetta verður fróðleg ganga en við byrjum á að kíkja aðeins í Grasagarðinn og á blómin þar en áhersla göngunnar er þó á býflugurnar. Svo færum við okkur yfir í húsdýragarðinn þar sem Tómas er með býflugnaræktun og hunangsfram- leiðslu. Býflugnarækt verður sífellt vin- sælli á Íslandi,“ segir Jóna. Sambandið milli býflugna og blóma er ansi áhugavert en það verður á meðal þeirra atriða sem farið verður yfir í göngunni. „Þetta er í rauninni hálfgert viðskiptasamband. Báðir aðilar græða, getur maður ekki kallað það góð við- skipti?“ segir Jóna og hlær. „Það er líka gaman að fylgjast með því að þegar býflugur finna sér góðan stað þá láta þær hinar vita með því að dansa.“ Býflugurnar og blómin treysta hvert á annað til þess að lifa og fjölga sér. Býflugan þarf prótein úr frjókornunum í blóminu til þess að lifa og fara svo með frjókornin á milli blóma til þess að frjóvga þau. „Náttúran er svo merkileg og við eigum býflugunum margt að þakka. Sagt er að býflugurnar eigi heiðurinn af þriðja hverjum bita sem við borðum. En það eru fleiri flugur en býflugur sem eru nytjadýr hérlendis, humlur eru til dæmis notaðar til þess að frjóvga tómata hérna á Íslandi.“ Gangan verður farin klukkan 12 í dag og það er aldrei að vita nema hunangs- smakk úr Laugardalnum verði í boði fyrir áhugasama. gunnhildur@frettabladid.is Skoða einstakt samband býflugna og blóma Ganga verður í Grasagarðinum og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Fræðst verður um blómin og býflugurnar. Plönturnar eru í fullum blóma um þessar mundir sem og bý- flugnaræktun húsdýragarðsins og aldrei að vita nema boðið verði upp á hunangssmakk. Þetta er í rauninni hálfgert viðskiptasam- band. Báðir aðilar græða, getur maður ekki kallað það góð viðskipti? Jóna Valdís og Tómas Óskar eru vel að sér í málum blóma og býflugna og munu fræða þátttakendur í göngunni um einstakt viðskiptasam- band þessara lífvera. Mynd/EyþÓr 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R30 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð I ð tímamót 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 9 -7 7 D 0 1 A 2 9 -7 6 9 4 1 A 2 9 -7 5 5 8 1 A 2 9 -7 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.