Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 6
Sjávarútvegur „Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávar útveginum,“ segir Eyþór Harðar son, útgerðar­ stjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsókna­ stofnunar og Alþjóðahafrann­ sóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinn­ ar. „Þetta kemur verst við þau fyrir­ tæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávar­ útvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tutt­ ugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnu­ veiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsafla­ mark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverð­ mætið það ár því um fjórir millj­ arðar samkvæmt gögnum frá Sam­ tökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem ✿ útflutningsverðmæti loðnu 1999–2016 Milljarðar króna á verðlagi ársins 2016. 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Meðaltal 1999-2016 21,2 milljarðar kr. Miðasala fer fram á Tix.is og í síma 551-3800. Póstlistaforsölur Senu Live og Jólagesta fara fram 19. október kl. 10. Skráðu þig á póstlista Jólagesta á www.jolagestir.is. Nánar á www.sena.is/jolagestir. Ert þú næsta Taktu þátt á JÓLASTJARNA? vísir.is Veldu lögin á BYLGJAN.is Hvaða lag vilt þú heyra? Þú gætir unnið miða á tónleikana! MIÐASALA HEFST 20. OKTÓBER AFMÆLISTÓNLE IKAR ÁGÚSTA EVA · EYÞÓR INGI · FRIÐRIK DÓR · GISSUR PÁLL · JÓHANNA GUÐRÚN Ragga GÍSLA · SVALA BJÖRGVINS · jólasTJARNAN 2016 SÉRSTAKUR GESTUR Thorsteinn Einarsson Viðkomum með jólin til þín! 2016 10. desember í höllinni Leiðrétting Rangt var farið með ártal á menningarsíðu Fréttablaðsins í gær. Mannskaðaveðrið sem heimildarmyndin Brotið fjallar um var í apríl 1963 en ekki 1964. Vonast eftir loðnuvertíð í vor Útflutningsverðmæti loðnu hleypur á tugum milljarða hvert ár. Aldrei hefur mælst jafnlítið af ungloðnu. Verði farið eftir tillögum Hafró um loðnuveiðibann mun það koma verst við uppsjávarútgerðir. Loðnustaðreyndir l Loðnan prýðir tíu króna myntina. l Loðnan er að meðaltali 12 til 20 grömm að þyngd. l Í fyrra veiddu Íslendingar um það bil 21 til 35 millj- arða loðna. l Loðnan getur orðið allt að 25 sentimetra löng. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðs­ son, sviðsstjóri hjá Hafrannsókna­ stofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rann­ sóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðast­ liðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygning­ ar­ og veiðistofn­ inum á vertíðinni 2017 til 2018. Ein­ ungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015­árgangur­ inn sé mjög lítill. Sam­ kvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endur­ skoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur ver ið mældur á ný. veiði Bráðabirgðatölur Hafrann- sóknastofnunar yfir stangveiði í sumar sýna að alls veiddust um 53.600 laxar. Í heild var fjöldi stang- veiddra laxa um 27 prósent yfir langtímameðaltali áranna 1974- 2015 sem er 42.137 laxar. Veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veiddust á stöng. Samdráttur var í laxveiði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem hún var svipuð og 2015. Skýrist það af svipaðri veiði í hafbeitarám og vegna aukinnar laxveiði á vatna- svæði Þjórsár. Í kjölfar ágætrar veiði á smálaxi sumarið 2015 komu stórar göngur af stórlaxi með tveggja ára sjávar- dvöl í sumar enda var um sama gönguseiðaárgang að ræða. Smá- laxagöngur voru frekar rýrar. – shá Laxveiði yfir meðallagi Miklu af laxi var sleppt í sumar enda stórlax algengur. Mynd/GVA Samgöngur Ómögulegt er að segja til um hversu mörg tjón verða á hverju ári vegna símanotkunar öku- manna. Langflestir ökumenn neita því nefnilega staðfastlega að hafa verið með símann uppi ef slys ber að höndum. Lögreglan, tryggingafélög og Sam- göngustofa geta ekki sett nákvæma tölu á slys sem tengjast símanotkun því margir neiti því að hafa verið að gera eitthvað í símanum. Þó er ljóst að mjög margir nota símann á meðan ekið er og oft er síminn orsakavaldurinn, þó það sé erfitt að sanna það. Sigurjón Andrésson, markaðs- stjóri Sjóvár, segir að fyrirtækið hafi verið að skoða málið. „Við höfum ekki beinar tjóna- eða slysatölur en sýnileg notkun hefur aukist – það er á hreinu,“ segir hann. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Sjóvá komi fram að yfir 30 prósent ökumanna senda skila- boð undir stýri en yfir 90% telja það vera mjög hættulegt. Sumir halda að það séu yngstu ökumennirnir sem nota símana mest, en samkvæmt okkar könnun er það ekki endilega þannig. Þeir sem hringja og svara í síma oftast í umferðinni eru karlar á Miðaldra ríkir karlmenn tala mest í símann undir stýri Sjóvá segir ökumenn 23 sinnum líklegri til að lenda í slysi sé síminn notaður undir stýri. FréttAblAðið/SteFán Það er munur á því sem við gerum og því sem við vitum að er hættulegt. Yfir 30% senda skilaboð undir stýri en yfir 90% telja það vera hættulegt. Sem sagt, við hegðum okkur þvert gegn betri vitund og skynsemi. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár aldrinum 35-44 ára sem hafa góðar tekjur.“ Sigurjón segir að Sjóvá hafi lengi verið að vekja athygli á hættunni sem felst í því að nota símann á einn eða annan hátt undir stýri. „Við verðum að taka okkur á. Að taka ákvörðun um að nota ekki símana þegar við erum að keyra. Langoftast erum við ekki nema nokkrar mínút- ur í bílnum í einu. Hvað er svo áríð- andi í símanum sem réttlætir svo stórkostlega áhættu að stofna lífi og limum annarra í hættu? Hvaða rétt höfum við á því?“ spyr hann. benediktboas@365.is Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 27% fleiri laxar veiddust á stöng í sumar en að meðaltali árin 1974 til 2015. Þorgeir Helgason thorgeirh@frettabladid.is 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F i m m t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -8 3 B C 1 A E 9 -8 2 8 0 1 A E 9 -8 1 4 4 1 A E 9 -8 0 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.