Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 64
Aðdáendur gaman- og söngva- myndarinnar Með allt á hreinu eru mýmargir, enda nánast hægt að segja að myndin sé stofnun í íslensku menningarlífi miðað við þann fjölda fólks sem hefur barið hana augum, margir oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum, frá því hún var frumsýnd árið 1982. Annað kvöld, föstudaginn 14. október, gefst aðdáendum myndarinnar tækifæri til að taka hraustlega undir með Stuðmönnum og Grýlunum og syngja lögin sem hafa lifað með þjóðinni í öll þessi ár á sérstakri söngsýningu, eða „sing-along“-sýn- ingu, í Sambíóunum í Kringlunni. Söngsýningar á vinsælum kvik- myndum eru ekki nýjar af nálinni og skemmst er að minnast þess þegar boðið var upp á slíkar sýn- ingar hér á landi á söngvamyndinni Mamma Mia!, sem gerð var eftir samnefndum söngleik og innihélt marga af helstu smellum sænsku popphljómsveitarinnar ABBA. Þær sýningar nutu mikillar hylli hér fyrir nokkrum árum, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er færð í sérstakan söngbúning og verður valið að teljast viðeigandi sé litið til gríðarlegra vinsælda Með allt á hreinu í gegnum árin. Söng- sýningin fer þannig fram að söng- textar birtast á tjaldinu með öllum lögum myndarinnar svo áhorfendur verða vel með á nótunum þegar þeir kyrja með Stinna Stuð, Hörpu Sjöfn, Sigurjóni digra, rótaranum Dúdda og öllu heila persónugalleríinu og eins er ekki ólíklegt að stór hluti áhorfenda geti svo þulið upp sam- tölin milli laga eins auðveldlega og að drekka vatn. Ágúst Guðmundsson leikstýrði Með allt á hreinu árið 1982. Aðsókn að myndinni fór hægt af stað en vin- sældir hennar jukust eftir því sem á leið sýningar og fljótlega fór að heyrast af fólki sem skemmti sér svo vel á myndinni að það fór aftur og aftur í bíó til að sjá hana. Fljótlega varð myndin ein af þeim mest sóttu í sögu íslenskra kvikmynda og hefur í raun haldið vinsældum sínum æ síðan, ekki síst vegna þess að áhugi og aðdáun á henni virðist erfast milli kynslóða og efnistök hennar höfða mjög til barna og unglinga. Meðal laganna sem áhorfendur geta sungið með á söngsýningunni annað kvöld eru Íslenskir karlmenn, Ekkert mál, Úti í Eyjum, Að vera í sambandi, Haustið '75, Taktu til við að tvista, Ástardúett og Slá í gegn, auk ýmissa fleiri. kjartang@frettabladid.is Tekið undir með Stuðmönnum og Grýlum Aðdáendum hinnar sígildu íslensku gam- an- og söngvamyndar Með allt á hreinu gefst færi á að syngja með lögunum á sér- stakri söngsýningu annað kvöld. Margir hafa haft unun af því að syngja með fallegri tónlist í kvikmyndum í gegnum tíðina. Hér eru nokkur dæmi um myndir sem hafa þótt sérlega söngvænar: Sungið í bíó SÓSA OG SALAT Stuðmenn fá sér í svanginn í Með allt á hreinu. FRÍMANN Talar í símann. GÆRUR Ragga Gísla og stöllur hennar fara mikinn í myndinni. The Wizard of Oz 1939 Mary Poppins 1964 Sound of Music 1965 Rocky Horror Picture Show 1975 Grease 1978 Little Shop of Horrors 1986 Lion King 1994 Mamma Mia! 2008 Pitch Perfect 2012 Frozen 2013 Einstök eign í rólegu hverfi á Eyrarbakka Reisulegt hús á líflegum stað rétt fyrir utan Eyrar­ bakka. Stór og fallegur garður með aðstöðu til íþróttaiðkunar. Stutt í alla þjónustu og óspillta náttúru. Glæsileg og rúmgóð eign með mikla möguleika. Sjón er sögu ríkari. EKKI LÁTA ÞESSA SLEPPA! N ÝLEGT ÖRYG GIS- KERFI ! 1 3 . O k T Ó b e R 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R46 M e N N I N G ∙ F R É T T A b L A ð I ð bíó 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -6 F F C 1 A E 9 -6 E C 0 1 A E 9 -6 D 8 4 1 A E 9 -6 C 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.