Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 25
Nýlega gaf ég út bók, Bætum lífi við árin. Baráttan fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Greinasafn. Eins og nafnið bendir til er hér um greinasafn að ræða. Þetta er úrval þeirra greina, sem ég hef skrifað sl. 12 ár. Alls hef ég skrifað rúmlega 600 greinar á þessu tímabili, flestar um kjaramál aldraðra og öryrkja. Í eftirmála bókarinnar segi ég þetta: Ástandið í kjaramálum aldraðra og öryrkja er enn þannig, að sá lífeyrir, sem stjórnvöld skammta þeim, sem einungis hafa tekjur frá almanna­ tryggingum, dugar ekki fyrir fram­ færslukostnaði. Væntanlega gerir ríkisstjórnin eitthvað í málinu fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016. Ég óttast, að það verði eins og oft áður aðeins einhver hungurlús. Því miður rættist þessi spá. Ríkis­ stjórnin spilaði út hungurlús til aldraðra nú rétt fyrir kosningar. Ég kalla það hungurlús, þegar ríkis­ stjórnin ákveður að láta þá, sem verst eru staddir, fá 17 þúsund króna hækkun eftir skatt , þegar þeir eru búnir að bíða í níu mánuði í ár og þurftu að bíða í átta mánuði sl. ár frá því aðrar stéttir fengu miklar kauphækkanir. Launafólk fékk 14,5% hækkun á lágmarkslaunum 2015 og flestar aðrar stéttir fengu þá miklar kauphækkanir, sumar miklu meira. Ríkisstjórnin sagði alltaf við aldraða og öryrkja, að þeir yrðu að bíða. Hvers vegna? Ég tel, að aldr­ aðir og öryrkjar hefðu frekar átt að fá hækkanir á undan öðrum; ekki að bíða og fá átta mánuðum síðar en aðrir minni hækkun eða 9,7% hækkun miðað við 14,5% hækkun sem launafólk fékk. Nú segir ríkisstjórnin, að lífeyrir aldraðra einhleypinga hækki í 280 þúsund á mánuði fyrir skatt um næstu áramót; í 224 þúsund krónur eftir skatt. Þessi lífeyrir er í dag 207 þúsund krónur á mánuði. Hér er um 17 þúsund króna hækkun að ræða eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Þetta nær ekki einu sinni þeirri hækkun sem stjórnarflokkarnir lofuðu öldr­ uðum, og öryrkjum í kosningalof­ orði til leiðréttingar á lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans; til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um kr 56.580 og lífeyrir færi í 302 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, í 242 þúsund eftir skatt. Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til framfærslu. Ég tel, að eina viðmiðunin í því efni sé neyslukönnun Hagstofunnar. Sam­ kvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Það er án skatta. Ég tel því lágmark 321 þúsund krónur á mán­ uði eftir skatt fyrir einhleypan eldri borgara og öryrkja. Hungurlús fyrir kosningar Hörð rimma var háð um stjórnarskrána sem Alþingi bar undir þjóðar­ atkvæði 1944. Stjórnarskráin frá 1944 er stundum kölluð lýðveldis­ stjórnarskrá. Það er þó rangnefni þar eð textinn var í reyndinni ekki annað en bráðabirgðaskjal með lágmarksbreytingum á gömlu stjórnarskránni frá 1874. Fulltrúar allra flokka á Alþingi strengdu þess heit að skila af sér nýrri stjórnarskrá eigi síðar en vorið 1946 eins og Guðni Th. Jóhannes­ son, forseti Íslands, lýsir vel í ritgerð sinni Tjaldað til einnar nætur. Það heit efndu flokkarnir ekki fyrr en þeir fólu Stjórnlaga­ ráði að vinna verkið með liðsinni almennings sem leiddi verkið fram til sigurs í þjóðaratkvæða­ greiðslunni 2012. Allir þingflokkar voru á einu máli um nauðsyn þess að lýð­ veldisstofnuninni 1944 fylgdi ný stjórnarskrá og lögðu því kapp á að koma henni fram. Þeir dreifðu þjóðaratkvæðagreiðslunni um hana á marga daga, sendu fulltrúa sína heim til fólks með kjörseðla ef það átti ekki heimangengt og sendu hvatningarbréf í pósti inn á hvert heimili. Þessi samstaða flokkanna um málið er söguleg í ljósi þess að ástand Alþingis var þá með allra versta móti vegna sundurþykkis og úlfúðar. Enda hafði Sveinn Björnsson ríkisstjóri talið sig nauðbeygðan til að skipa utanþingsstjórn 1942 þar eð þing­ flokkarnir höfðu reynzt ófærir um að mynda hvort heldur meiri­ hlutastjórn eða minnihlutastjórn. Við þessar kringumstæður tókst Sveini Björnssyni að fá forustu­ menn flokkanna til að fallast á þjóðkjörinn forseta frekar en þingkjörinn eins og flokkarnir hefðu heldur kosið til að hafa alla þræði valdsins í hendi sér. En Sveinn hafði betur, studdur fyrstu vísindalegu skoðanakönn­ uninni sem gerð var í landinu. Niðurstöður hennar voru birtar í tímaritinu Helgafelli 1943 sem þeir ritstýrðu skáldin Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmunds­ son með miklum brag. Niður­ stöðurnar sýndu að 70% kjósenda vildu heldur þjóðkjörinn forseta en þingkjörinn. Þarna var lagður grunnurinn að því forsetaþing­ ræði sem Íslendingar hafa æ síðan búið við, þ.e. þingræði þar sem þjóðkjörinn forseti hefur heimild skv. stjórnarskrá til að vísa lögum í þjóðaratkvæði, leggja fram frum­ vörp á Alþingi, skipa ráðherra ef á þarf að halda o.fl. Æ síðan hafa stjórnmálaflokkarnir reynt að vinda ofan af óförum sínum í aðdraganda lýðveldisstofnunar­ innar 1944. Tregða Alþingis til að staðfesta nýju stjórnarskrána sem 2/3 hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi 2012 er angi á þessum meiði. Ástand Alþingis Sigurður Nordal prófessor lýsir ástandi Alþingis í ritgerð sinni í bókinni Ástandið í sjálfstæðismál- inu 1943. Þar segir hann m.a.: „Alþingi getur ekki myndað þingræðisstjórn. Alþingi ræður ekki við verðbólguna. Alþingi getur ekki komið á réttlátri skiptingu styrjaldargróðans. Alþingi finnur engin ráð til þess að halda óhófi, ólifnaði og spill­ ingu í skefjum. Svo mætti lengi halda áfram, ef allt skyldi talið, sem almenningur færir fram til vantrausts á þessa æðstu stofnun þjóðar, sem er í vanda stödd. Er það leiðin til þess að bjarga sóma þessa alþingis, ef það hrapar að stofnun lýðveldis, klæðist ljóns­ húð frægustu foringja Íslendinga frá liðnum tímum, sigrar Dansk­ inn og getur sýnt þjóðinni mátt sinn og megin gagnvart þessum ægilega óvini: „Lá hann ekki, lasm“?! En væri ekki betur við eig­ andi að sú Íslandsglíma færi ekki fram 17. júní, heldur á afmælis­ degi Adolfs Hitlers, sem vér eigum hvort sem er allar „vanefndir“ Dana að þakka?“ Sigurður Nordal var í hópi þeirra menntamanna og annarra sem töldu rétt að fresta lýðveldis­ stofnuninni fram yfir styrjaldar­ lok frekar en að segja Ísland úr konungssambandi við hernumda Danmörku sem gat enga björg sér veitt. Þess vegna segir hann um þingið: „ef það hrapar að stofnun lýðveldis“. Lýsing hans á Íslands­ glímunni á vel við um ýmsa þá sem barið hafa sér á brjóst með mestri háreysti undangengin misseri. Ef bilið heldur áfram að breikka Sigurður Nordal heldur áfram eins og hann sé að ávarpa Íslendinga nú: „Hvað verður um þingræði og þjóðræði á Íslandi, ef gjáin milli þings og þjóðar, bilið milli sann­ inda og velsæmis annars vegar og málrófs og hátternis sumra stjórnmálaleiðtoganna hins vegar, heldur áfram að breikka sem gerzt hefur á síðari árum – og lýsir sér varla betur í neinu en skilningi þess, í hverju raunverulegasta sjálfstæði þjóðarinnar sé fólgið? Hverjum Íslendingi, sem vill horfa út yfir þægindi líðandi stundar, hvar í flokki sem hann stendur, er skylt að gæta að hættunni, sem af þessu stafar, finna til síns hluta af ábyrgðinni. Hvorki má láta óp, hótanir né smjaður aftra sér frá að hugsa sjálfur og skýra að því búnu frá skoðunum sínum, að minnsta kosti fulltrúum sínum á Alþingi, svo að þeir gleymi því ekki, að þeir eru kosnir af mælandi mönnum, en ekki jarmandi sauðum.“ Lýðræðið í landinu hangir nú á þunnum þræði, enn frekar jafnvel en sums staðar í nálægum löndum. Bandaríkin hljóta ekki lengur ágætiseinkunn hjá Free­ dom House fyrir frelsi og lýðræði. Ofurvald peninga á vettvangi stjórnmálanna þar vestra ásamt hirðuleysi stjórnmálastéttarinnar á mikinn þátt í afturförinni. Ísland sýnist vera á sömu leið nema þingið eða þjóðin grípi í taumana. Þing gegn þjóð Björgvin Guðmundsson viðskipta- fræðingur Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Lýðræðið í landinu hangir nú á þunnum þræði, enn frekar jafnvel en sums staðar í nálægum löndum. Banda- ríkin hljóta ekki lengur ágætiseinkunn hjá Freedom House fyrir frelsi og lýðræði. Ofurvald peninga á vettvangi stjórnmálanna þar vestra ásamt hirðuleysi stjórnmála- stéttarinnar á mikinn þátt í afturförinni. Ísland sýnist vera á sömu leið nema þingið eða þjóðin grípi í taumana. Aðalatriðið er hvað aldraðir og öryrkjar þurfa sér til fram- færslu. Ég tel, að eina við- miðunin í því efni sé neyslu- könnun Hagstofunnar. Samkvæmt henni er meðal- talsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Það er án skatta. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 23F i M M T u d a g u R 1 3 . o k T ó B e R 2 0 1 6 2014 Volvo V60 4x4 Plugin Diesel Hybrid, notaður, keyrður 39þús km. Verð kr. 4.250.000,- 2016 Nissan Leaf Acenta, 30KW, NÝR. Verð kr. 3.500.000,- 2015 Ford F350 4x4 Diesel, notaður. Verð kr. 4.950.000,- 2016 Volvo XC90 T8 4x4 Hybrid Inscription, notaður, keyrður 9þús km. Verð kr. 9.395.000,- 2016 Chevrolet Volt Plugin Hy- brid, notaður, keyrður 9.500 km. Verð kr. 3.350.000,- 2014 BMW i3 Extended Range, notaður, 250 km á hleðslu. Verð kr. 3.400.000,- 2016 Volvo XC90 T8 4x4 Hybrid Momentum, notaður, keyrður 6þús km. Verð kr. 8.995.000,- 2015 Nissan Leaf, notaður, keyrður 28þús km. Verð kr. 1.950.000,- 2013 Dodge Grand Caravan 7 farþegar, 6 cylinder, notaður, keyrður 64þús km. Verð 4.150.000 kr,- 2016 Mitsubishi Outlander 4x4 PHEV Plug-in Hybrid Instyle, NÝR, leður. Verð kr. 4.850.000,- 2015 Volkswagen e-Golf, leður, notaður, keyrður 12.500 km. Verð kr. 2.650.000,- 2014 Toyota Prius Plugin Hybrid, notaður, keyrður 44.800 km. Verð kr. 2.400.000,- 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -8 8 A C 1 A E 9 -8 7 7 0 1 A E 9 -8 6 3 4 1 A E 9 -8 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.