Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 50
Í dag 19.05 Grindavík - Haukar Sport 21.00 Safeway Open Golfstöðin Olís-deild karla 18.30 ÍBV - Valur Laugard.v. 19.30 UMFA - Grótta N1-höllin. 19.30 Selfoss - Stjarnan Selfossi Domino’s deild karla 19.15 Skallagr. - KR Borgarnesi 19.15 Grindavík - Haukar Röstin 19.15 Snæfell - Njarðvík Stykkish. 19.15 Stjarnan - ÍR Ásgarður 19.15 Tindastóll - Þór Síkið Sara Björk Skoraði á móti ChelSea í meiStaradeildinni Sara Björk Gunnarsdóttir og félag- ar hennar í þýska liðinu Wolfsburg komust í gær örugglega áfram í sextán liða úrslit meistaradeildar kvenna í fótbolta en Breiðablik og íslendinga- liðið avaldsnes eru bæði úr leik. Það nægði ekki Blikastúlkum að ná markalausu jafntefli á móti sænsku meisturunum í rosengård því Svíarnir unnu fyrri leikinn 1-0 á íslandi. Sara Björk skoraði jöfnunar- mark Wolfsburg í 1-1 jafntefli á móti Chelsea. Þetta var fyrsta mark hennar fyrir þýska liðið. Wolfs- burg-liðið hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á englandi og komst því sann- færandi áfram 4-1 samanlagt. Fótbolti Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta verða í 21. sæti á heimslista alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FiFa, þegar nýr listi verður gefinn út eftir slétta viku. íslenska liðið hefur aldrei verið ofar á listanum og bætir eigið met frá því í júlí þegar það stökk upp um tólf sæti. upp í það 22., eftir frábært gengi á evrópumótinu í Frakklandi. margir óttuðust að blaðran myndi springa eftir veisluna í sumar þar sem íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og sendi englendinga heim í 16 liða úrslitum. hún er svo sannarlega ekki sprungin. Fót- boltaveislan heldur áfram, þökk sé góðum árangri í fyrstu leikjum undankeppni hm 2018. Þar eru strákarnir okkar í öðru sæti síns riðils, taplausir og búnir að sækja stig á erfiðan útivöll gegn Úkraínu og vinna sterkt lið tyrklands á heimavelli. Byrjaði að ræða HM á EM heimir hallgrímsson landsliðs- þjálfari var líklega mest meðvitaður allra um að mögulega yrði erfitt að koma íslenska liðinu aftur í gang eftir ævintýrið í Frakklandi. og það var líka snúið. Strax á em í sumar var heimir byrjaður að ræða undankeppni hm 2018 og að vandasamt yrði að koma liðinu aftur af stað. hann hélt mönnum á tánum með því að minna á að íslenskum fótbolta væri ekki lokið eftir em. Þetta væri aðeins byrjunin. „Það var mitt að hugsa fram í tímann. Sagan segir okkur að það sé erfitt að endurræsa sig þegar það gengur svona vel. Við erum ekkert spes, það hefur fullt af þjóðum farið fram úr sér og það var kannski við- búið að við íslendingar myndum aðeins fara fram úr okkur. Þess vegna fannst mér mikilvægt að byrja að tala um þetta strax í sumar, bæði út af umgjörðinni fyrir kSí og fyrir strákana,“ sagði heimir við Fréttablaðið í gær. Þessar viðvaranir og áminningar heimis um að ævintýrið í Frakk- landi væri upphafið á einhverju ennþá stærra virðast hafa svín- virkað. Frammistaðan gegn tyrk- landi bar þess merki en auðvelt er að halda því fram að íslenska liðið hafi aldrei spilað betur undir stjórn heimis og áður heimis og lars. Litlar breytingar heimir ákvað að umvelta ekki spila- mennsku landsliðsins eftir að hann tók við einn sem aðalþjálfari eftir brotthvarf lars lagerbäck. á blaðamannafundi þegar hann valdi hópinn gegn Úkraínu fór hann yfir það hverjir væru styrk- leikar íslenska liðsins. Þó strákarnir okkar væru aðeins 35-39 prósent með boltann í sínum leikjum töp- uðu þeir sjaldan og færanýtingin væri góð. hann sagði að sig langaði smám saman að þróa leik liðsins en það þyrfti að fara hægt í það. „Þetta er góð byrjun hjá okkur en hún hékk á bláþræði gegn Finn- landi. Þetta er riðill sem mun ráðast á smáatriðunum en gegn Finnlandi skipti máli að menn héldu áfram. Þar hjálpaði til að menn voru ágæt- lega undirbúnir í hausnum,“ sagði heimir og bætir við að Finnaleikur- inn hafi kveikt á liðinu. „Þetta var spurning um að ein- hver héldi að hlutirnir gerðust af sjálfu sér því við náðum góðum árangri. Það er bara ekki þannig. Þetta er undir okkur komið. Það sem mér fannst gott við þennan leik gegn Finnum er að menn héldu áfram. Frakkland var svo sannarlega engin endastöð. Við sögðum þá og höldum því áfram að velgengni er ekki endastöð. Velgengni er stans- laust ferðalag í rétta átt,“ sagði heimir hallgrímsson. Viðvaranir Heimis virkuðu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var byrjaður að tala um undankeppni HM 2018 á meðan EM í Frakklandi stóð yfir. Engin EM-þynnka í strákunum okkar sem standa sig best í undankeppni heims- meistarakeppninnar af nýliðunum fimm sem þreyttu frumraun sína á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Theodór Elmar Bjarnason kom inn í byrjunarliðið í leiknum gegn Tyrklandi og spilaði eins og sá sem valdið hefur. FRéTTABLAðið/ERNiR Domino’s-deild kvenna Skallagr. - Grindavík 80-72 Stigahæstar: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsending- ar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst - Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12. Njarðvík - Stjarnan 86-78 Stigahæstar: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7 - Dani- elle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8. Keflavík - Haukar 73-52 Stigahæstar: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17, Dominique Hudson 15, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6 - Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6. Staðan: Stjarnan 4, Skallagrímur 4, Snæfell 4, Njarðvík 4, Keflavík 4, Grindavík 2, Haukar 2, Valur 0. olís-deild karla Haukar - FH 24-28 Markahæstir (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/1 (12/3), Janus Daði Smára- son 5/2 (11/3), Adam Haukur Baumruk 5 (12), Daníel Þór Ingason 4 (6) - Óðinn Þór Ríkharðsson 7/3 (11/4), Einar Rafn Eiðsson 6/1 (13/3), Þorgeir Björnsson 4 (5), Ágúst Birgisson 3 (3), Jóhann Birgir Ingvarsson 3 (6), Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 (8). Varin skot: Giedrius Morkunas 21/3 (49/7, 43%) - Ágúst Elí Björgvinsson 19/2 (43/5, 44%) Staðan: Afturelding 10, ÍBV 9, Grótta 7, FH 7, Selfoss 6, Stjarnan 6, Valur 6, , Fram 5, Haukar 4, Akureyri 2. Nýjast Gengi nýliðanna á EM 2016 í undankeppni HM 2018 1. Ísland 7 stig (+3) Komst í átta liða úrslit á EM 1-1 jafntefli gegn Úkrínu 3-2 sigur á Finnum 2-0 sigur á Tyrkjum 2. Albanía 6 stig (+1) Komst ekki upp úr riðli á EM 4-0 sigur á Moldavíu 0-2 sigur á Lichentenstein 0-2 tap fyrir Spáni 3. Wales 5 stig (+4) Komst í undanúrslit á EM 4-0 sigur á Moldavíu 2-2 jafntefli gegn Austurríki 1-1 jafntefli gegn Georgíu 4. Norður-Írland 4 stig (+2) Komst í 16 liða úrslit á EM 0-0 jafntefli gegn Tékklandi 4-0 sigur gegn San Marínó 2-0 tap fyrir Þýskalandi 5. Slóvakía 3 stig (+1) Komst í 16 liða úrslit á EM 0-1 tap fyrir Englandi 1-0 tap fyrir Slóveníu 3-0 sigur á Skotum Við erum ekkert spes. Það hefur fullt af þjóðum farið fram úr sér og það var kannski viðbúið að við Íslendingar myndum aðeins fara fram úr okkur. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu Ísland komst hæst í 22. sæti styrkleikalista FIFA, eftir EM í sumar. Ísland verður í 21. sæti á næsta lista. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F i M M t U D A G U r32 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -B 5 1 C 1 A E 9 -B 3 E 0 1 A E 9 -B 2 A 4 1 A E 9 -B 1 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.