Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 10
Ráðstefna 14. október í HR LAGALEG ÁHRIF BREXIT Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig Brexit mun eða getur haft áhrif á ágreiningsmál á milli landamæra. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á sambandið og samvinnu ríkja innan Evrópu, auk þess að hafa áhrif fyrir Ísland. DAGSKRÁ: Ávarp Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Brexit og ágreiningsmál milli landamæra Dr. Geert van Calster, prófessor í lögum við KU í Leuven í Belgíu. Brexit frá sjónarhóli EES Dóra Sif Tynes, hdl. og fyrrv. forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA. Fundarstjóri er dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild HR. Ráðstefna á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík 14. október kl. 12:15-13:30 í stofu M103 (dómsal) Aðgangur er ókeypis. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Nánari upplýsingar er að finna á ru.is Fyrir þig í Lyfju lyfja.is Decubal fyrir húðina! Afsláttur af völdum Decubal vörum út október. afsláttu r 20% ALLTAF VIÐ HÖNDINA ... allt sem þú þarft Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu SjávarútvegSmál Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlags­ stofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokk­ anna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnu­ rekenda (FA) og Samtök fiskfram­ leiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálf­ stæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjó­ manna við útgerðir og Páll Magnús­ son sagði að svar sitt væri einfald­ lega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafn­ framt að varlega ætti að fara í breyt­ ingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávar­ útvegur er í núverandi ástandi. „Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðs­ verð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eym­ arsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðs­ tengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Sam­ fylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upp­ Metur arðsemi ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Kosningar 2016 Íslenskir fisk- markaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði. Ólafur Arnar- son, starfs- maður stjórnar SFÚ Það er ósann- gjarnt að það sé tvöföld verð- myndun. Björt Ólafs- dóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar Það er óeðlilegt að ákveðnar vinnslur njóti forgangs. Alfa Eymars- dóttir, Pírati Ef við förum þá leið að taka upp markaðsverð sem skipta- verð myndi það leysa nánast öll þau vandamál sem eru tekin fyrir í áliti Samkeppnis- eftirlitsins. Össur Skarp- héðinsson, þingmaður Sam- fylkingar töku markaðsverðs sem skiptaverðs. Í upphafi fundar hélt Ólafur Arnar son, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegs­ málum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu megin­ þorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar út­ gerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmark­ aðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal ann­ ars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir. Ólafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftir­ litsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppnis­ eftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokk­ arnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppnis­ eftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem koll­ vörpuðu kerfinu. Suddaveður í Hafnarfirði Svo mikið rigndi í Hafnarfirði í gær að vatn flæddi upp úr þessu holræsi. Votviðrið var þó ekki einungis bundið við suðvesturhornið heldur rigndi hressilega allt frá Vestfjörðum til Austfjarða. Veðurstofa varar við vexti í ám á Suðurlandi til miðnættis í kvöld og þá er búist við stormi á Vesturlandi. Fréttablaðið/Eyþór 1 3 . o K t ó b e r 2 0 1 6 F I m m t U D a g U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -A B 3 C 1 A E 9 -A A 0 0 1 A E 9 -A 8 C 4 1 A E 9 -A 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.