Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 22
Trönuberjauppskera í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneskir bændur uppskáru í gær trönuber í þorpinu Selishche, um 290 kílómetra suður af Minsk. Hvíta-Rússland er einn helsti framleiðandi trönuberja og framleiðir um 6.500 tonn af berjunum á hverju ári. Mesta trönuberjaframleiðsla í Evrópu er í Pinsk þar í landi. Fréttablaðið/aFP Gummi Hafsteinsson frumkvöðull seldi Google fyrirtæki sitt Emu fyrir tveimur árum. Síðustu tvö ár hefur hann stýrt teyminu sem þróaði vör- una Google Assistant meðal annars út frá vöru Emu. Google Assistant var kynnt þann 4. október síðast- liðinn. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í. „Við höfum aldrei séð aðra eins sameiningu innan fyrirtækisins á bak við eina vöru. Þetta var eitt stærsta teymi í sögu Google að vinna að Google Assistant. Það var mjög spennandi að vera að leiða þetta verkefni áfram,“ segir Gummi. Hann hefur unnið að þróun hug- búnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá því árið 2005. Gummi starfaði fyrst hjá Google í fimm ár þar sem hann byrjaði að vinna að Google Maps fyrir far- síma og stýrði markaðssetningu þess. Síðar starfað hann hjá Apple þar sem hann vann meðal annars að þróun aðstoðarforritsins Siri. Hann stofnaði svo fyrirtækið Emu sem bauð upp á sýndaraðstoð við skilaboðaforrit. Google keypti svo það fyrirtæki í ágúst 2014 og sneri Gummi þá aftur til starfa hjá Google. „Það má líta á Google Assistant sem samtal við Google-leitarvélina. Í Emu vorum við að koma með sýndaraðstoð inn í skilaboðaforrit. Þetta kemur svo allt saman, eins og margir litlir lækir, í Google Assist- ant. Eftir að þetta er búið að renna saman síðustu tvö árin þá verður þetta að næstu kynslóð af Google í rauninni,“ segir hann. „Með Google Assistant geturðu nýtt leitarvélina með því að tala við Google. Ef þú vilt panta borð á veitingastað geturðu beðið Google um lista af veitingastöðum og svo spyrðu Google hvort sé laust borð klukkan sjö á morgun til dæmis,“ segir hann. Gummi segir vöruna að vissu leyti svipaða Siri. „En með Google nær þetta víðar en síminn. Þú getur feng- ið Google Assistant bæði í símanum og í Allo, nýja skilaboðaforritinu, og svo geturðu fengið þetta í Google Home. Í Google Home er Google Assistant byggður inn í hátalara sem þú getur haft inni í stofu eða eldhúsi og getur þá til dæmis spurt hvað þú eigir að sjóða egg lengi til að það verði harðsoðið. Þetta er rosalega eðlilegt og þægilegt. Þetta er stærðarinnar verkefni innan Google og ég er yfir vöru- þróuninni. Þetta er orðið eitt helsta verkefni fyrirtækisins og meira að segja fyrir Google er þetta óvenju stórt verkefni. Þetta er sennilega í heildina séð eitt stærsta verkefni sem Google hefur ráðist í,“ segir hann. Fram undan hjá Gumma er áfram- haldandi þróun á vörunni. „Manni finnst alltaf eins og þegar varan komi á markað sé hún búin, en við verðum á fullu að fylgja þessu eftir.“ saeunn@frettabladid.is Leiddi vöruþróun við eitt stærsta verkefni í sögu Google Google Assistant, forrit sem gerir fólki kleift að eiga samtal við Google-leitarvélina var kynnt á dögunum. Gummi Hafsteinsson var yfir vöruþróun á verkefninu sem er eitt það stærsta sem Google hefur ráðist í. Gummi hefur unnið í yfir áratug í Kísildalnum, meðal annars við þróun á Google Maps, og Siri. Úr verksmiðju Hyundai. Mynd/Hyundai Tíð verkföll í samsetningarverk- smiðjum Hyundai-bílaframleið- andans í Kóreu eru farin að bíta hressilega í budduna hjá fyrir- tækinu. Þessi verkföll hafa náð til 50.000 verkamanna í verksmiðjum Hyundai og orsakað tapaða fram- leiðslu á 132.000 bílum að virði 300 milljarða króna. Verkfallsaðgerðirnar eru tilkomn- ar vegna launadeilu milli stjórnenda Hyundai og verkamanna í verk- smiðjum þeirra og hafa viðræður staðið yfir megnið af árinu. Eru þessi verkföll þau umfangsmestu sem Hyundai hefur þurft að glíma við í annars skrautlegri verkfallssögu sinni, en á síðustu 29 árum hafa aðeins liðið fjögur ár án verkfalla í verksmiðjum þess. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hótað að hafa afskipti af þessum verkföllum ef þau halda áfram og telja að verkamenn fari fram á of rausnarlega hækkun þrátt fyrir að laun þeirra séu góð. Stéttarfélag verkamanna hefur margsinnis gengið út af samningafundum og hefur það langt í frá glatt forsvars- menn Hyundai og stjórnvöld lands- ins. Viðræður standa yfir og var haft eftir samningamanni stéttarfélags starfsmanna að góðar líkur væru á að félagið skrifi undir nýjan samn- ing á allra næstu dögum. – fot Verkföll minnka framleiðslu hjá Hyundai Gummi Hafsteinsson hefur unnið að þróun hugbúnaðar- og nýsköpunarfyrirtækja í Kísildalnum frá 2005. Fréttablaðið/anton brinK Kex Hostel ehf., sem rekur sam- nefnt hostel í Reykjavík, tapaði 37,5 milljónum króna árið 2015. Þar af eru 19,5 milljónir króna vegna hlut- deildar í tapi dótturfélaga. Tapið jókst eilítið, en það nam 35 millj- ónum árið 2014. Bókfært eigið fé félagsins í árs- lok 2015 var neikvætt um 65 millj- ónir króna, samanborið við að vera jákvætt um 2,5 milljónir árið 2014. Eignir í árslok námu 247,9 millj- ónum króna, samanborið við 306,5 milljónir króna árið áður. Kex Hostel ehf. var stofnað árið 2010. Hlutafé félagsins nam 20 millj- ónum króna í árslok 2015. Stærstu hluthafar voru Gamli Blakkur ehf., KP ehf., Dagur Sigurðsson, Fiski- sund ehf., og Pétur Marteinsson. Kex Hostel á 75 prósenta hlut í Sæmundi í sparifötunum sem meðal annars rekur samnefndan veitinga- stað á Kexi Hosteli, er stór hluthafi í Kaffihúsi Vesturbæjar, og rekur veitingastaðinn Dill. Kex Port ehf. og Kexland eru svo dótturfélög Kex Hostels. Að meðaltali var 21 stöðu- gildi hjá félaginu á árinu 2015. – sg Kex tapaði 37,5 milljónum Kex Hostel ehf. var stofnað árið 2010. Fréttablaðið/Valli Viðskipti 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r20 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -6 6 1 C 1 A E 9 -6 4 E 0 1 A E 9 -6 3 A 4 1 A E 9 -6 2 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.