Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 62
Vertu vinur á Face- book Vertu vinur á Face- book Yfirhafnir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið L u avegi 63 • S: 551 4422 www .laxd al.is Skoðið laxdal.is Vertu vinur á Facebook Skoðið laxdal.is/yfirhafnir TÍMALAUS EINFALDLEIKI KLASSÍSKAR HÁGÆÐA ÍTALSKAR ULLARKÁPUR Myndlist Ein saga enn … HHHHH sýning á verkum yoko Ono Hafnarhús Sýningarstjóri: Gunnar B. Kvaran Yoko Ono er best þekkt hér á landi fyrir útilistaverkið Friðarsúluna, sem kveikt var á í tíunda sinn í Viðey á fæðingardegi Johns Lenn­ on. Hún á langan feril að baki í konseptlist og er ein af þeim alþjóð­ legu listamönnum sem tóku virkan þátt í mótun listforma á sjöunda áratugnum þar sem hún var virk í gjörningum, tilraunalist, viðburða­ list og flúxus. Verkin á sýningunni sem nú stendur yfir spanna marga áratugi og bera með sér frumleg einkenni listakonunnar sem ögraði listheiminum með skilgreiningu á listhlutnum og listforminu. Á sýningunni eru mörg fyrir­ mælaverk en eitt þeirra, Mamma mín er falleg, felur í sér fyrirmæli um að skrifa minningu um móður. Áhorfendur verða þátttakendur og mynda saman eina heildstæða mynd. Skilaboðin um að við erum öll komin af móður, þó við séum ólík, staðfestir að við erum þó öll eins. Samkennd og samstaða kemur til hugar með verkinu en Hugsa sér frið er á svipuðum nótum. Kort af öllum mögulegum stöðum í heim­ inum þekur heilan vegg þar sem gestir geta stimplað „hugsa sér frið“ hvar sem þeir óska. Verkin hvetja þannig til umhugsunar um okkur sjálf í sambandinu við hvert annað. Á köflum er sýningin á mörk­ unum við það að falla í gryfju hins almenna en verkin sem eiga rætur að rekja til sjöunda og upphafs átt­ unda áratugarins stóðu fyrir sínu. Í því sambandi má nefna upptöku af gjörningnum Cut Piece frá árinu 1965 þar sem áhorfendur fengu að klippa klæði Yoko Ono af henni er hún sat á sviði. Með því voru áhorf­ endur gerendur í afhjúpun listakon­ unnar en verkið er eitt lykilverka innan flúxushreyfingarinnar. Lík­ ami Yoko varð listaverkið þar sem skilin á milli listar og lífs verða óljós. Hugmyndafræðilegt stef sýn­ ingarinnar um stöðu kvenna líkt og birtist í Uppris er ófrumlegt framlag á tímapunkti þegar þögnin er rofin með Konur tala, Brjóstabyltingunni og upplýstri umræðu um kúgun kvenna. Ný sannindi koma ekki í ljós en það er að sjálfsögðu jákvætt að konur stíga fram og við eigum að nýta öll tækifæri sem gefast til að vekja athygli á stöðu kvenna. Verkið er í þeim skilningi jákvæð viðbót við umræðu samtímans. Fyrirmælaverk sem bera einfald­ lega nafnið Fyrirmælaverk á sýning­ unni hanga meðfram löngum vegg með ýmsum fyrirmælum. Þau falla í svipaða gryfju og Uppris á tímum þegar sjálfshjálp er sem iðnaður á samfélagsmiðlum. Hins vegar tala verkin til hvers og eins og draga fram þá hugmynd að leiðin til frið­ ar hefjist með því að við vinnum í okkur sjálfum, að við getum orðið á einhvern hátt betri og skapað þann­ ig grundvöll til að vinna saman. Yfir heildina stóðu eldri konsept­ verk fyrir sínu sem vitnisburður um frumkraft listakonunnar en þeim var ekki fylgt nægilega eftir með nýrri verkum. Sýningin færir áhorfendum jákvæðan boðskap í gegnum þátttöku en tilfinningin er sú að ákveðna dýpt skorti til að það nái að skilja nógu mikið eftir sig. Friðarandinn sveif þó allan tímann yfir vötnunum. Júlía Marinósdóttir niðurstaða: Eftirtektarverð sýning með jákvæðan boðskap en það vantaði upp á frumkraftinn. Hógvær friðarhugsun Uppris 2013/2016. Hluti af verki Yoko Ono. lEikhús Íslenski fíllinn HHHH Brúðuheimar og Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Handrit: Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir Hönnun leikbrúða, leikmyndar og brúðustjórnun: Bernd Ogrodnik Leikarar: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíus- son, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Edda Arnljóts- dóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónlist: Bernd Ágúst Ogrodnik Hljóðmynd og upptökustjórn: Maggi Magg Búningar: Ólöf Haraldsdóttir og búningadeild Þjóðleikhússins Brúðuheimar bjóða okkar yngstu leikhúsgestum í ferðalag sem byrjar í stigagangi Þjóðleikhússins og endar inni í hjörtum þeirra. Sér­ legur stjórnandi þessara töfraheima, Bernd Ogrodnik, býður áhorfendur persónulega velkomna í byrjun sýningar og kveður með þökkum að henni lokinni. Íslenski fíllinn var frumsýndur í síðasta mánuði en nokkur reynsla er komin á sam­ vinnu Brúðuheima og Þjóðleikhúss­ ins sem blómstrar í þessari sýningu. Íslenski fíllinn segir sögu fíls­ ungans Ayodele og flótta hennar frá heimkynnum sínum þar sem ekkert vatn er að finna, og eftir að hafa misst foreldra sína til Íslands. En áður en lengra er haldið má endi­ lega hætta að tala og skrifa um Afr­ íku eins og heimsálfan sé land. Smáu áhorfendurnir eiga betra skilið heldur en að þessi þreytandi hugs­ unarvilla sé stimpluð inn snemma. Þarna geta Bernd og Hildur M. Jóns­ dóttir vandað sig aðeins betur í ann­ ars ágætu handriti sem snýst aðal­ lega um góðmennsku og hjálpsemi náungans. Aftur á móti fær sýningin stórt hrós fyrir að kynna áhorfendur fyrir undurfallegri tækni skugga­ brúðuleikhússins, sem rekur sínar rætur til Indlands og Kína. Skugga­ hreyfingarnar eru dáleiðandi og koma sífellt á óvart. Bernd, með góðri aðstoð Ágústu Skúladóttur leikstjóra, notar allar víddir sviðsins til að stækka og smækka sjónarhorn áhorfenda með eftirtektarverðum hætti. Leikmyndin stækkar og minnkar sömuleiðis með hugvit­ samlegum lausnum og leynihólfum, bæði brúðurnar og landslagið, en Bernd á einnig heiðurinn af þeirri hönnun. Brúðutækni hans er lipur þar sem hvert dýr verður einstakt, ekki einungis í útliti og raddblæ heldur líka hreyfingum. Heill hópur af þjóðþekktum íslenskum leikurum ljær brúðunum rödd sína í sýningunni og gerir það einkar vel. Þjóðleikhúsið á einnig hrós skilið fyrir að hýsa og styðja jafn framsækið hugverk og Brúðu­ heima. En þetta litla svið uppi í rjáfri Þjóðleikhússins mætti jafnvel nýta enn þá betur t.d. fyrir leiklestra og hvers kyns tilraunasýningar, til þess er það tilvalið. Smáatriðin glansa líka í glæsilegri búningahönnun Ólafar Haralds­ dóttur. Pínulitlar kindalopapeysur, næfurþunnur trefill á krumma og örsmáar smekkbuxur á aðra músina en hin ber sérhannaðan bakpoka með utan á hangandi björgunar­ hring. Lýsing Ólafs Ágústs Stefáns­ sonar er einnig snotur en hann nýtir hvern millimetra á þessu litla sviði, þar bera skuggalýsingarnar af. Menningarlegu vísanirnar eru svolítill hrærigrautur þar sem menningararfi fjölmargra landa vítt og breytt um heiminn er mallað djarflega saman. Þegar slíkar vís­ anir eru fengnar að láni úr öðrum menningarheimum verður að stíga gætilega til jarðar og hér mætti fara varlegar. Þrátt fyrir þessa vankanta er sýningin ljúf áminning um hvað litlir hlutir, minnstu smáatriði og hógværar vinnuaðferðir geta breytt miklu. Sigríður Jónsdóttir niðurstaða: Hugljúf og sérlega fallega hönnuð saga um vináttu. Ljúft ferðalag um undraveröld Brúðuheima Bernd Ogrodnik skapar fallega og skemmtilega veröld Íslenska fílsins í Þjóðleik- húsinu. 1 3 . O k t ó B E r 2 0 1 6 F i M M t u d a G u r44 M E n n i n G ∙ F r É t t a B l a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -5 C 3 C 1 A E 9 -5 B 0 0 1 A E 9 -5 9 C 4 1 A E 9 -5 8 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.