Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 33
fólk kynningarblað Logi starfar sem verkstjóri í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Hann hefur alltaf verið í erfiðis­ vinnu. „Ég hef verið mjög slæmur í fótum, sérstaklega vinstri fæti, í tuttugu ár. Þetta byrjaði með lið­ þófavandamálum. Ég hef alltaf unnið erfiðisvinnu og svo er slit­ gigt í ættinni. Fyrir tíu árum sagði læknirinn minn að ég væri orð­ inn löggiltur slitgigtarsjúklingur í hnjám. Brjóskið í hnjánum rýrn­ ar stöðugt og er nú horfið, þar af leiðandi er hnjáliðurinn nú bein í bein. Þessu fylgja miklir verkir og óþægindi. Í raun þyrfti ég að fara í aðgerð og skipta um hnélið en heil­ brigðiskerfinu finnst ég of ungur, en ég er að verða 52 ára,“ grein­ ir Logi frá. „Ég heyrði af hnéspelku frá Össuri fyrir ári. Ég var búinn að prófa alls konar hlífar, en ekkert gagnaðist mér. Þá hvatti læknirinn minn mig til að skoða spelkuna frá Össuri. Það tók mig nokkra daga að aðlagast spelkunni en ég fann strax mikinn mun á mér. Núna nota ég spelkuna tíu tíma á dag við vinnu. Upp á jökUl Reyndar er skemmtilegt frá því að segja að nokkru síðar var ég kom­ inn upp á Sólheimajökul en það hefði aldrei gerst án spelkunn­ ar. Félagi minn átti 50 ára afmæli og var ákveðið að halda upp á af­ mælið í skemmtiferð. Meðal ann­ ars átti að fara upp á jökul. Ég sá fyrir mér að bíða meðan félagarn­ ir færu upp. Mig langaði samt að prófa með spelkuna enda væri allt­ af hægt að snúa við. Fyrst geng­ um við að jökulsporðinum sem gekk vel og ég hugsaði með mér að reyna við hæðina sem var fram undan. Mér tókst það og ákvað að halda áfram upp jökulinn. Hins vegar kveið ég mikið fyrir niður­ leiðinni því oft er verra að fara niður en upp. Það gekk einnig vel svo ég var ákaflega stoltur. Sumir í hópnum vissu ekki að ég væri með spelku og voru mjög undrandi þegar þeir fréttu það. Ég hefði aldrei farið þessa leið án spelk­ unnar,“ segir Logi. „Þetta ferða­ lag kom mér skemmtilega á óvart. Lífgæði mín hafa því batnað stór­ kostlega. Verkirnir hafa minnkað og mér líður betur í vinnunni.“ Hreyfing er lífsspUrsmál „Ég myndi halda að fólk sem er kvalið í hnjám og kemst ekki strax í aðgerð ætti hiklaust að skoða þennan möguleika. Ég átti erf­ itt með stuttar heilsubótargöngur en nú fer ég með konunni minni í lengri göngur. Ég fer í líkams­ rækt þrisvar í viku. Ég hjóla og lyfti lóðum. Það gerir mér mjög gott. Fyrir gigtarsjúklinga er hreyfing lífsspursmál. Við hjón­ in skruppum til Spánar og notaði ég spelkuna mikið til að auðvelda mér göngur. Þessi spelka er bylt­ ing fyrir mig. Ég get mælt 100% með henni. Spelkan er létt, hún þvingar ekki og ég er sannfærður um að þetta sé albesta hjálpartæk­ ið sem fólk getur fengið í þessum aðstæðum,“ segir Logi. Spelkan hentar mér alveg full- komnlega. Núna nota ég hana tíu tíma á dag við vinnu. Logi Halldórsson 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r Hnéspelkan er bylting fyrir mig Össur kynnir Þótt ekki sé hægt að lækna slitgigt eru til lausnir sem lina sársaukann. Logi Hermann Halldórsson hefur góða reynslu af hnéspelku frá Össuri sem hefur gjörbreytt lífsgæðum hans og gert honum kleift að stunda vinnu sína. Hnén hafa gefið sig með tilheyrandi sársauka en spelkan dregur úr verkjum og gefur Loga möguleika á hreyfingu. Logi segir að fólk sem er kvalið í hnjám og kemst ekki strax í aðgerð ætti hiklaust að skoða hnéspelkuna. HelstU eiginleikar l Spelkan er fyrirferðarlítil og létt. l Spelkan fer undir föt og getur not- andi gengið í hverju sem er. l Spelkan er með mjúkri bólstrun og SenSil-gel sílíkonhúð. l Spelkan loftar vel sem gerir það að verkum að notandinn svitnar síður. l Spelkan er með einfaldar festingar, er auðstillanleg og meðfærileg. Veitir stuðning og minnkar verki © Ö SS U R , 0 8. 2 01 6 GRJÓTHÁLS 1-3 S. 515 1300 WWW.OSSUR.IS STOÐTÆKJAÞJÓNUSTA 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -A 1 5 C 1 A E 9 -A 0 2 0 1 A E 9 -9 E E 4 1 A E 9 -9 D A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.