Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 3
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 2 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Þorvaldur Gylfason skrifar um þing gegn þjóð. 23 sport Íslenska kvennalands­ liðið stígur á svið á EM í hópfim­ leikum í Slóveníu í dag. 34 Menning Benjamin Levy segir að það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að geta séð klassísk meistaraverk á borð við Évgení Onegin. 42 295 kr.pk. Verð áður 369 kr. pk. Lífrænir sveppir í öskju, 250 g, Pólland - 20% 15 - 20% afsláttur af Laugavegi 178 - Sími 568 9955 AFSLÁTTARDAGAR 20% SÖFNUNAR- STELL HNÍFAPÖR GLÖS 13.-20. október 2016 - Ferðaþjónusta Gangi farþegafjölda­ spá Isavia eftir verða að meðaltali til 415 ný störf á Keflavíkurflugvelli á hverju ári allt tímabilið 2018 til ársins 2040. Það slagar upp í starfsmanna­ fjölda álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðar­ firði sem tók til starfa árið 2007 – en þeir eru um 450. Alls verða til 1.300 ný störf í ár og um 1.100 árið 2017, en flugvöllurinn verður stærsti vinnu­ staður landsins árið 2018 að óbreyttu. Þetta kemur fram í skýrslu ráð­ gjafarfyrirtækisins Aton sem var unnin fyrir Isavia. Á fundi Isavia í gær var kallað eftir stefnumótun og aðgerðaáætlun frá hendi stjórnvalda en það liggur fyrir að fjölgun ferðalanga sem fara um Keflavíkurflugvöll og ferðamanna sem hér dvelja í lengri eða skemmri tíma er fordæmalaus. Um 6,7 millj­ ónir farþega fara um völlinn á þessu ári og búist er við öðrum þremur milljónum til viðbótar á því næsta. Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, sagði að ekki dygði að horfa bara á flugvöllinn sem hlið inn í landið – hann væri svo miklu meira en það og mikilvægi hans jafnvel vanmetið. „Flugvellir eru ekki lengur bara staðir þar sem fólk kemur og fer, heldur vaxtarsvæði fyrirtækja sem njóta góðs af nálægðinni við völlinn.“ – shá / sjá síðu 16 Fjölgun eins og álver árlega Flugvellir eru ekki lengur bara staðir þar sem fólk kemur og fer. Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia saMFélagsMál Dæmi eru um að verðandi mæður hafi frestað gang­ setningu og reyni allt hvað þær geta til að fresta fæðingum fram að 15.  október þegar nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur taka gildi. Foreldrar sem eignast barn fyrir 15. október geta orðið af hundruðum þúsunda króna og því er mikið í húfi. Nýjar reglur sem ríkisstjórnin sam­ þykkti fela í sér hækkun hámarks­ greiðslu í fæðingarorlofi úr 370.000 krónum í 500.000 krónur á mánuði. Fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðsl­ ur í fæðingarorlofi hækka einnig. „Þetta er auðvitað algjört rugl, að setja mann í svona stöðu á lokametrum meðgöngunnar,“ segir Hildur Guð­ mundsdóttir sem gengin er 38 vikur með barn sitt og vonar innilega að fara ekki af stað fyrr en eftir 15. októ­ ber. „Það er ekki sanngjarnt hvernig þetta er uppsett. Þetta getur skipt mig hundruðum þúsunda. Ég ligg bara fyrir og bíð eftir að 15. október gangi í garð.“ Mikil ólga er meðal verðandi for­ eldra þessa dagana vegna breyting­ anna. Eva Rós Ólafsdóttir félags­ ráðgjafi átti að fara í gangsetningu á föstudeginum 14. en lét fresta henni fram yfir helgi. „Í fullu samráði við lækni og ljósmæður frestuðum við gangsetningu fram yfir 15. október því þetta hefur mikil áhrif á fjölskyld­ una fjárhagslega,“ segir Eva Rós. „Þetta getur líka haft mikil áhrif á hvort faðir barnsins geti tekið fullt fæðingarorlof með barninu sínu.“ – sa Fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur Verðandi mæður reyna nú allt hvað þær geta til að fresta fæðingu fram yfir 15. október. Þá taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofs- greiðslur. Hámarksgreiðslur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og eru því töluverðar hagsmunir í húfi fyrir margar fjölskyldur. Eygló hefði viljað taka stærri skref Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa viljað stíga stærri skref en samstöðu hafi vantað, þá líklega í ríkisstjórn. „Ég hefði viljað gera miklu betur en það var ekki samstaða um þær breytingar. Þetta er eins langt og ég komst með málið. Til að mynda var andstaða meðal atvinnulífsins við frekari kjarabætur til handa foreldrum í fæðingarorlofi,“ segir Eygló. Það er ekki sann- gjarnt hvernig þetta er uppsett. Þetta getur skipt mig hundruðum þúsunda. Hildur Guðmunds- dóttir, komin 38 vikur á leið Eva Rós Ólafsdóttir átti að fara í gangsetningu á morgun, 14. október. Daginn eftir taka gildi breytingar á fæðingarorlofsgreiðslum. Hámarksgreiðslurnar hækka um 130 þúsund krónur á mánuði. Eva hefur því í samráði við lækni frestað gangsetningunni fram yfir 15. október. Meðal annars til að auka möguleika föður barnsins á að taka fullt fæðingarorlof. Fréttablaðið/Eyþór lÍFið Bibbi í Skálmöld hitar upp fyrir sjálfan sig á átta tón­ leikum um helgina. 58 plús 2 sérblöð l Fólk l  lÍFið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -6 B 0 C 1 A E 9 -6 9 D 0 1 A E 9 -6 8 9 4 1 A E 9 -6 7 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.