Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 24
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Árangur í mannréttindabaráttu fólks með fötl-un á Íslandi má rekja næstum hálfa öld aftur í tímann og grundvallast á þrem meginatriðum í þessari röð: Hugmyndafræði, stefnumörkun og aðgerðum. Hugmyndafræði sem tók að ryðja sér til rúms á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og bar í sér kröfu um afnám aðskilnaðar og einangrunar á altækum stofnunum og rétt fólks með fötlun til að búa, starfa og leika sér með öðrum Íslendingum í sameiginlegu umhverfi. Lög um aðstoð við þroskahefta frá 1979 voru leið- beinandi varðandi stefnumörkun og aðgerðir sem lögin kváðu á um. Lög frá 1979 og önnur sem komu í kjölfarið ásamt breytingum hafa aðallega kveðið á um þjónustu hins opinbera sem miðar að þátttöku fatlaðs fólks í þjóð- lífinu. Það virðist þó hingað til ekki hafa náð athygli stjórnmálamanna, hið augljósa, að daglegt líf fólks með fötlun kostar peninga eins og annarra þegna samfélagsins. Fólk með fötlun hér á landi hefur alla tíð verið fast í gildru fátæktar sem eykur áhrif fötl- unar og dregur verulega úr möguleikum þess til sam- félagsþátttöku. Óhætt er að fullyrða að ærlegar manneskjur telja fátækt vera böl óháð hvar hún knýr á og viðurkennt að fátt stuðlar frekar að einangrun og vanmætti. Velkjast í vafa um lágmarkslaun Árið 2016, á kosningahausti, velkjast stjórnmála- menn þó enn í vafa um hvort fatlað fólk þurfi lág- markslaun til að framfleyta sér og sínum. Það er þó, ásamt öðrum, íslensku stjórnmálafólki að þakka að sá tími er liðinn er fólk með fötlun þótti ekki eiga sama erindi að kjörborðinu og aðrir kjós- endur. Hvaða álit sem frambjóðendur í komandi kosn- ingum hafa á manngildi allra þegna og jafnan rétt til mannsæmandi lífs ættu þeir að koma auga á þá hagnýtu staðreynd að atkvæði fólks með fötlun gætu gert gæfumuninn þegar atkvæðin verða talin upp úr kjörkössunum í haust. Einfalt reikningsdæmi Árið 2016, á kosninga- hausti, velkjast stjórnmála- menn þó enn í vafa um hvort fatlað fólk þurfi lágmarkslaun til að fram- fleyta sér og sínum. Helga Birna Gunnarsdóttir þroskaþjálfi 30. OKTÓBER Í HÖRPU GRAMMY AWARDS 2XBRIT AWARDS MIÐASALA Á HARPA.IS Ný álagspróf Seðlabankans sýna hversu berskjaldað og viðkvæmt hagkerfið er fyrir áföllum og hversu atvinnulífið er háð vexti ferðaþjónustunnar. Það undirstrikar mikilvægi vaxtar annarra atvinnugreina. Alls komu 1.177 þúsund erlendir ferðamenn til lands- ins á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu komið hingað 887 þúsund ferðamenn. Fjölg- unin milli ára er því 33 prósent. En hversu lengi getum við treyst á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar, sem er orðin mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins þegar gjaldeyrisöflun er annars vegar? Og hvaða áhrif hefði samdráttur í þessari atvinnugrein á hagkerfið? Fram kemur í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í gær að dragi verulega úr komum ferðamanna gæti orðið efnahagssamdráttur, atvinnuleysi aukist og eignaverð lækkað. Það gæti leitt til tapreksturs bankanna ekki síst vegna aukins útlána- taps. Í ritinu eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem gengið var út frá því að 40 prósent færri ferðamenn kæmu til landsins. Það jafngildir um það bil þeim fjölda ferðamanna sem hingað komu árið 2012. Niðurstöð- urnar sýna að slíkt áfall hefði gríðarlega víðtæk áhrif fyrir íslenskt efnahagslíf. Samdráttur í útflutningi yrði um tíu prósent í heild fyrsta árið. Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu. Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5 prósent fyrsta árið og svo 7,9 prósent ári síðar. Þá yrði 3,9 prósenta samdráttur í vergri landsframleiðslu og útlánatöp bankanna myndu aukast. Harpa Jónsdóttir, settur framkvæmdastjóri fjár- málastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði í samtali við Stöð 2 í gær eftir að skýrslan kom út að áhrifin í niðurstöðum álagsprófsins hefðu verið víðtækari en starfsmenn Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Harpa sagði að niðurstöðurnar hefðu í raun afhjúpað hvað Íslendingar væru orðnir háðir vexti í ferðaþjónustunni og hvað hagkerfið væri viðkvæmt fyrir sveiflum í þess- ari atvinnugrein. Ferðaþjónustan var lengi nefnd þriðja stoðin því hún var í þriðja sæti á eftir sjávarútvegi og álframleiðslu þegar hlutdeild í útflutningi landsins var annars vegar. Ekki er langt síðan hún fór fram úr þessum atvinnu- greinum. Við getum hins vegar ekki treyst á vöxt ferðaþjónustunnar út í hið óendanlega. Við þurfum líka að hafa hugfast að heppni hefur spilað stóra rullu í vextinum. Olíuverð féll, Ísland komst í heimsfréttirnar eftir gosið í Eyjafjallajökli og smekkur ferðamanna hefur breyst. Ferðamenn vilja kaupa upplifun og ferðast á framandi slóðir í stað þess að liggja á sólarströnd. Allt þetta hefur hjálpað. Við þurfum að tryggja að ferðaþjónustan dafni til frambúðar. Því ef ferðaþjónustan hrynur lækkar íslenska krónan, verðbólga eykst og kaupmáttur launa rýrnar. Það er gleðiefni að atvinnugreinar eins og ferðaþjónusta og sjávarútvegur skapi mikil verðmæti hér á landi. Niðurstöður í álagsprófum Seðlabankans sýna hins vegar að við verðum að efla aðrar gjaldeyris- skapandi atvinnugreinar til að vera betur í stakk búin að mæta áföllum. Berskjölduð Við getum hins vegar ekki treyst á vöxt ferða- þjónustunnar út í hið óendanlega. Stjórnarmyndunin Ný skoðanakönnun Frétta- blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir til þess að enginn raunhæfur möguleiki á tveggja flokka stjórn sé í kortunum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu fræðilega myndað minnsta mögulega meiri- hlutann, með 32 þingmenn að baki sér. En sennilegast þykir engum það vera fýsilegur kostur. Í Reykjavíkurborg er meirihluti fjögurra flokka, Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Bjartrar framtíðar. Nú er að sjá hvort sama mynstur verði tekið upp á Alþingi. Og hvort Birgitta Jónsdóttir geti þá bráðum farið að máta forsætis- ráðherrastólinn. Yngst í pontu Unnur Brá Konráðsdóttir vakti mikla athygli í gær þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðu- púlti Alþingis, í stað þess að skilja barnið eftir hjá sessunaut sínum. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hefur sagt að athæfið hafi ekki verið brot á þingsköpum og aðrir þing- menn hafa fagnað framgöngu Unnar Brár. Það skal ósagt látið hvort Unnur Brá sé með þessu að ryðja brautina fyrir ungar mæður sem vilja komast á þing. Hitt er næstum víst, að litla barnið er ábyggilega yngsti einstaklingurinn sem hefur komið við í pontu þingsins. jonhakon@frettabladid.is 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð SKOÐUN 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -7 9 D C 1 A E 9 -7 8 A 0 1 A E 9 -7 7 6 4 1 A E 9 -7 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.