Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 52
Hársbreidd frá þriðja gullinu í röð Ísland, eða öllu heldur Gerpla, varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012. Fyrir tveimur árum var EM haldið á Íslandi en þá þurftu stelpurnar að sætta sig við silfrið. En af hverju gekk gullið Íslandi úr greipum 2014? „Út af því að ég var ekki í liðinu,“ sagði Íris og skellti upp úr. „Þetta var ótrúlega hörð barátta milli Svía og Íslendinga 2014. Svíarnir áttu bara betri dag en bæði lið voru frábær.“ Það má til sanns vegar færa. Ísland fékk 23,216 stig fyrir gólf æfingarnar sem er met. Á endanum munaði aðeins 0,684 stigum á sænska liðinu og því íslenska. Tveir turnar Eins og áður sagði varð Gerpla Evr- ópumeistari 2010 og 2012 en í ár, líkt og 2014, sendir Ísland sameiginlegt lið til keppni. Uppistaðan í lands- liðinu er úr tveimur félögum, Gerplu og Stjörnunni. „Ég keppti bara fyrir Gerplu og hef aldrei sjálf verið hluti af landsliði. Þetta er auðvitað öðruvísi upplifun, hún er ekkert betri eða verri, hún er bara öðruvísi. Svo fer þetta eftir liðunum, hvernig þau ná að tengja,“ sagði Íris sem segir það íþróttinni til góðs að hafa tvö svona sterk félagslið hérna heima. Það hjálpi landsliðinu. „Við æfum mikið saman, alveg í þrjá mánuði, þannig að þetta verður svolítið eins og félagslið. Landsliðið er eins og sambland af Barcelona og Real Madrid,“ bætti Íris við í léttum dúr en spænska fótboltalandsliðið er aðal- lega skipað leikmönnum frá þessum tveimur risafélögum. Einbeitum okkur að okkur sjálfum Erfitt er að hafa bein áhrif á frammi- stöðu andstæðingsins í hópfim- leikum, öfugt við margar hópíþróttir. „Við einbeitum okkur aðallega að okkur sjálfum. Við breytum ekkert miklu þótt við sjáum andstæðinginn,“ sagði Íris og bætti við því að lið geri aldrei róttækar breytingar á sínum æfingum, jafnvel þótt andstæðingur- inn bryddi upp á einhverju óvæntu. „Það er meira ef þau gera auðveld- ari æfingar, þá lækkum við kannski erfiðleikastigið og gerum auðveldara og öruggara í stað þess að spila út okkar helstu trompum,“ sagði Íris en einkunnin er sambland af erfiðleika- stigi og framkvæmd æfinganna. Fjórir verðlaunapeningar Ísland sendir fjögur lið til keppni á EM; stúlknalið, kvennalið og blandað lið í unglinga- og fullorðinsflokki. Íris segir að markmiðið sé skýrt. „Það er að koma með fjóra verð- launapeninga heim,“ sagði Íris sem fylgist með af hliðarlínunni þegar kvennaliðið stígur á svið í undan- keppninni í dag. Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman Kvennalandsliðið stígur á svið á EM í hópfimleikum í Slóveníu í dag. Ísland vann gull á EM 2010 og 2012 og ein skærasta stjarna liðsins þjálfar það í dag. Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum eru klárar í slaginn. Þær keppa í undankeppninni í dag og ekkert nema stórslys kemur í veg fyrir að þær fari alla leið í úrslitin. FréTTablaðið/Ernir Hópfimleikar Íris Mist Magnús- dóttir fór fyrir besta fimleikaliði Evrópu um nokkurra ára skeið. Hún varð tvöfaldur Evrópumeistari í hóp- fimleikum með Gerplu, tilnefnd sem íþróttamaður ársins og svo mætti áfram telja. Þrjú ár eru liðin frá því Íris hætti sjálf að keppa. Hún er samt enn við- loðandi hópfimleikana og ber núna hinn virðulega titil landsliðsþjálfari. „Ég er að þjálfa kvennaliðið í dag. Ég byrjaði að þjálfa meistaraflokkinn í Gerplu fyrir rúmu ári og fékk svo þann heiður að vera boðin lands- liðsþjálfarastaða hjá kvennaliðinu sem er algjört draumalið, þar er ekk- ert nema eintómir snillingar og fag- menn,“ sagði Íris þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana að máli á liðshótelinu í slóvensku borginni Maribor þar sem EM í hópfimleikum fer fram. Fáir æfa jafn mikið Íris var 26 ára þegar hún lagði fim- leikabúninginn á hilluna. Aðspurð af hverju hún og fleiri fimleikakonur hætti svona snemma, miðað við margar aðrar íþróttir, segir hún að æfingaálagið taki sinn toll. „Það æfa fáir jafn mikið og við og þú ert fljótari að verða saddur. Ég var sátt þegar ég hætti þótt ég héldi að ég gæti aldrei fengið nóg. Þú þarft að hafa svo rosalega mikla ástríðu fyrir þessu til að vera tilbúin að æfa 3-4 klukkutíma á dag.“ Ingvi Þór Sæmundsson Skrifar frá Maribor „Á heildina litið gekk þetta mjög vel. Þetta var eiginlega fáránlega vel gert og við náðum markmiðum okkar,“ sagði Viktor Elí Sturluson, liðsmaður blandaða unglingaliðsins, eftir að það tryggði sér örugglega sæti í úrslitum á EM í hópfimleikum. Íslensku krakkarnir fengu samtals 53,416 stig fyrir æfingar sínar og end- uðu í þriðja sæti af níu liðum. Ísland fékk 16,200 stig fyrir stökk, 17,000 stig fyrir æfingar á trampólíni og 20,216 stig fyrir gólf æfingarnar. Fyrsta umferðin gekk ágætlega en það virt- ist þó vera stress í hópnum. Nokkur föll voru í stökkinu og því ljóst að liðið þurfti að stilla sig af fyrir næstu umferð á trampólíni. Það gerðu krakkarnir, kláruðu sínar æfingar með stæl á trampólíni og fengu svo öll móment gild á gólfinu. Viktor segir að íslenska liðið ætli sér að komast á verðlaunapall og vinna til gullverðlauna. „Við ætlum að stefna á gullið, það er klárt mál,“ sagði Viktor sem er að keppa á sínu öðru Evrópumóti en hann var einn- ig með á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.  – iþs Var fáránlega vel gert Kvennaliðið er algjört draumalið, þar sem eru ekkert nema eintómir snillingar og fagmenn. Íris Mist Magnúsdóttir Íslenska stúlknalandsliðið flaug áfram í úrslitin á EM í hópfimleikum í gær. Ísland endaði í 2. sæti í undan- keppninni. Stelpurnar fengu 52,350 stig fyrir æfingar sínar og voru aðeins 0,50 stigum á eftir Dönum. Íslenska liðið gerði fá mistök á trampólíni en á gólfi vantaði smá upp á. Fyrir lokaumferðina á dýnu var ljóst að liðið væri komið í úrslit, nema til stórslyss kæmi. Til þess að ná fyrsta sæti þurftu stúlkurnar að ná einkunninni 15,505. Mistök á dýnunni þýddu mikinn frádrátt og heildareinkunn var því aðeins 15,000. „Þetta er mjög fínt. Markmiðið var að vera í efstu þremur sætunum. Svo eru úrslitin á föstudaginn og við gerum bara enn betur þá,“ sagði Stjörnustelpan Tinna Ólafsdóttir skömmu eftir að íslenska liðið steig af sviðinu. Hún segir að stefnan sé sett á að komast á verðlaunapall. „Við ætlum að njóta hvers ein- asta augnabliks og negla öll stökkin okkar. Við stefnum á fyrstu þrjú sætin og það yrði geggjað að enda í fyrsta sæti,“ sagði Tinna. – iþs Stúlknalandsliðið stefnir á verðlaunapall á morgun birta Ósk Þórðardóttir og félagar eru til alls líklegar. Mynd/STEinunn anna Tveggja turna tal Ellefu af tólf í kvennaliði Íslands koma úr tveimur félögum, Stjörn- unni og Gerplu. Síðarnefnda liðið einokaði Íslandsmeistaratitilinn í hópfimleikum um árabil og liðið varð Evrópumeistari 2010 og 2012. Nú hafa valdahlutföllin í íslenskum hópfimleikum breyst. Stjarnan rauf níu ára sigurgöngu Gerplu þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015 og Garðbæingar vörðu titilinn í ár. Og þá á Stjarnan núna sjö fulltrúa í lands- liðshópnum en Gerpla aðeins fjóra. Stjarnan: Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Anna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Arna Tómasdóttir Jóhanna Marín Benediktsdóttir Kolbrún Þöll Þórðardóttir Tinna Ólafsdóttir Þórey Ásgeirsdóttir Gerpla: Edda Sigríður Sigfinnsdóttir Glódís Guðgeirsdóttir Sólveig Ásta Bergsdóttir Valgerður Sigfinnsdóttir Selfoss: Eva Grímsdóttir Við stefnum á fyrstu þrjú sætin og það yrði geggjað að enda í fyrsta sætinu. Tinna Ólafsdóttir 2 íslensk unglingalið komust í úrslit á EM í gær. 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f i m m t U D a G U r34 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 9 -B 0 2 C 1 A E 9 -A E F 0 1 A E 9 -A D B 4 1 A E 9 -A C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.