Fréttablaðið - 13.10.2016, Side 10

Fréttablaðið - 13.10.2016, Side 10
Ráðstefna 14. október í HR LAGALEG ÁHRIF BREXIT Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig Brexit mun eða getur haft áhrif á ágreiningsmál á milli landamæra. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á sambandið og samvinnu ríkja innan Evrópu, auk þess að hafa áhrif fyrir Ísland. DAGSKRÁ: Ávarp Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Brexit og ágreiningsmál milli landamæra Dr. Geert van Calster, prófessor í lögum við KU í Leuven í Belgíu. Brexit frá sjónarhóli EES Dóra Sif Tynes, hdl. og fyrrv. forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA. Fundarstjóri er dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild HR. Ráðstefna á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík 14. október kl. 12:15-13:30 í stofu M103 (dómsal) Aðgangur er ókeypis. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Nánari upplýsingar er að finna á ru.is Fyrir þig í Lyfju lyfja.is Decubal fyrir húðina! Afsláttur af völdum Decubal vörum út október. afsláttu r 20% ALLTAF VIÐ HÖNDINA ... allt sem þú þarft Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu SjávarútvegSmál Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlags­ stofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokk­ anna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnu­ rekenda (FA) og Samtök fiskfram­ leiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálf­ stæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjó­ manna við útgerðir og Páll Magnús­ son sagði að svar sitt væri einfald­ lega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafn­ framt að varlega ætti að fara í breyt­ ingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávar­ útvegur er í núverandi ástandi. „Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðs­ verð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eym­ arsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðs­ tengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Sam­ fylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upp­ Metur arðsemi ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Kosningar 2016 Íslenskir fisk- markaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði. Ólafur Arnar- son, starfs- maður stjórnar SFÚ Það er ósann- gjarnt að það sé tvöföld verð- myndun. Björt Ólafs- dóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar Það er óeðlilegt að ákveðnar vinnslur njóti forgangs. Alfa Eymars- dóttir, Pírati Ef við förum þá leið að taka upp markaðsverð sem skipta- verð myndi það leysa nánast öll þau vandamál sem eru tekin fyrir í áliti Samkeppnis- eftirlitsins. Össur Skarp- héðinsson, þingmaður Sam- fylkingar töku markaðsverðs sem skiptaverðs. Í upphafi fundar hélt Ólafur Arnar son, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegs­ málum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu megin­ þorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar út­ gerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmark­ aðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal ann­ ars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir. Ólafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftir­ litsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppnis­ eftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokk­ arnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppnis­ eftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem koll­ vörpuðu kerfinu. Suddaveður í Hafnarfirði Svo mikið rigndi í Hafnarfirði í gær að vatn flæddi upp úr þessu holræsi. Votviðrið var þó ekki einungis bundið við suðvesturhornið heldur rigndi hressilega allt frá Vestfjörðum til Austfjarða. Veðurstofa varar við vexti í ám á Suðurlandi til miðnættis í kvöld og þá er búist við stormi á Vesturlandi. Fréttablaðið/Eyþór 1 3 . o K t ó b e r 2 0 1 6 F I m m t U D a g U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -A B 3 C 1 A E 9 -A A 0 0 1 A E 9 -A 8 C 4 1 A E 9 -A 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.