Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Þorbjörg Gunnlaugs Sakamálin eru í aðalhlutverki fjölmiðlanna nánast á degi hverjum. Flestar fréttirnar tengjast sak-fellingum, sýknudómum og rannsókn lögreglu á einstökum málum. Af sakamálum eru kynferðisbrota- málin oftast í kastljósinu þó að dómsmál vegna efna- hagsbrotamála hafi auðvitað verið mjög til umfjöllunar undanfarin ár. Þegar borin er saman umgjörð dóms- mála vegna efnahagsbrota og kynferðisbrota felst munurinn í því að almenningur hefur getað fylgst með skýrslutökum og málflutningi saksóknara og verjanda í efnahagsbrotamálunum í fjölmiðlum. Réttarhöld í kyn- ferðisbrotamálum fara hins vegar fram bak við luktar dyr. Rannsóknargögn lögreglu eru ekki aðgengileg og kerfið tjáir sig ekki opinberlega um einstök mál. Það gera brotaþolar, sakborningar og vitni í þessum málum yfirleitt ekki heldur, ólíkt því sem er reyndin í dóms- málum tengdum efnahagsbrotum. Það sem almenn- ingur sér er yfirleitt aðeins lokaniðurstaðan, sjálfur dómurinn. hvernig starfar kerfið? Þekking á eðli og afleiðingum kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er þekkt að fæstar nauðganir fela í sér mikið líkam- legt ofbeldi og líkamlegir áverkar eru sjaldnast miklir. Gerendur og þolendur þekkjast oft og í dæmigerðu nauðgunarbroti sem lögregla fær til rannsóknar er sak- borningur yngri en 25 ára og brotaþoli enn yngri. Við vitum að það eru engin rétt eða röng viðbrögð brota- þola eftir nauðgun og alvarlegar afleiðingar kynferðis- legs ofbeldis eru þekktar. Það er einnig viðurkennt að biðin eftir niðurstöðu í máli eftir að kæra hefur verið lögð fram er brotaþola og sakborningi þungbær. Málshraðareglan er sérstaklega tryggð í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu og markmið hennar er að bæta réttarstöðu sakborninga og brotaþola og að styrkja réttaröryggi borgaranna. Mikill dráttur af hálfu lögreglu og ákæruvalds við með- ferð máls kemur fram í ávítum á ákæruvaldið í dómum. Vægi reglunnar er greinilegt í mörgum dómum þar sem fram kemur að refsing sé milduð vegna þess að máls- meðferðartími hafi verið of langur. Biðin eftir dómi í nauðgunarmáli er gjarnan í kringum 15 mánuðir. málsmeðferðartíminn langur Það er staðreynd að málsmeðferðartími í kynferðis- brotamálum hefur verið að lengjast hjá ákæruvaldinu, þrátt fyrir að ríkissaksóknari setti þá vinnureglu þegar hann fór með ákæruvald í kynferðisbrota- málum að þessi mál skyldu sett í ákveðinn forgang. Kynferðisbrotamálum fjölgar hins vegar ár frá ári og starfsmönnum hefur ekki fjölgað nægilega í samræmi við aukinn málaþunga. Það eru hagsmunir brotaþola og sakborninga að rannsókn og saksókn dragist ekki og það eru hagsmunir samfélagsins að dæmdar refsingar fyrir alvarleg afbrot séu ekki vægari en efni eru til vegna þess að málin hafa verið of lengi til meðferðar. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota setur fjár- magn í að rannsaka og saksækja þau mál. lokaður heimur Hin lokaða málsmeðferð í kynferðisbrotamálum er mikilvæg og algjörlega nauðsynleg til að vernda viðkvæma hagsmuni brotaþola og sömuleiðis sak- borninga. Hún hefur hins vegar í för með sér að þrátt fyrir að kynferðisbrotamálin séu í kastljósi fjölmiðlanna fær almenningur takmarkaða mynd af því hvernig kynferðisbrotamál eru rannsökuð hjá lögreglu, saksótt fyrir dómi og hvaða þættir það eru sem skipta máli um niðurstöðu. Ein afleiðing þessa er að myndin af réttar- kerfinu verður þannig að almenningur glatar trausti á kerfinu og jafnvel að brotaþolar veigri sér við að kæra kynferðisbrot. Næsta skref í nauðsynlegri umfjöllun um kynferðisbrot er að auka traust almennings á réttarkerf- inu. Einn liður í því gæti verið að almennar upplýsingar um það hvernig réttarkerfið starfar komist betur til skila til samfélagsins. Engir hagnast meira á því en gerendur ef brotaþolar veigra sér við að kæra kynferðisbrot til lögreglu. Þess vegna skiptir ekki aðeins máli að kerfið leitist stöðugt við að tryggja gæði málsmeðferðar í kyn- ferðisbrotamálum heldur þarf almenningur samhliða að upplifa að hann geti treyst réttarkerfinu. Kynferðisbrotin í kastljósinu Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Það sem kom kannski mest á óvart eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit er hvað bresk stjórnvöld voru illa undirbúin fyrir niðurstöðuna. Það var helst Eng-landsbanki með Kanadamanninn Mark Carney í fararbroddi sem hafði einhverja áætlun. Og hún snerist öll um að róa markaði og reyna að afstýra hruni pundsins. Ríkisstjórn Davids Cameron hafði enga áætlun um hvað tæki við eða hvenær 50. gr. Lissabon-sátta- málans um úrsögn úr sambandinu yrði virkjuð, færi svo að Bretar vildu út úr sambandinu. Eftir niður- stöðuna er þátttaka Breta í evrópsku samstarfi í lausu lofti. Hætta er á því að Bretland liðist í sundur vegna kröfu Skota, sem vildu vera áfram í ESB, um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Óvissa er um réttindi annarra Evrópubúa sem búa í Bretlandi og um réttindi þeirra milljóna Breta sem búa og starfa annars staðar í álfunni. Á sama tíma er dálítið einkennilegt að fylgjast með umræðunni hér á Íslandi um þá ákvörðun 52 prósenta breskra kjósenda að segja sig frá fjórfrelsinu og innri markaðnum. Einverjir hafa stillt því þann- ig upp að málið snúist um hugmyndafræði á vinstri og hægri kvarða stjórnmálanna. Þannig hafi „vinstri menn“ verið óhressir með þessa ákvörðun og finni henni allt til foráttu en hægri menn ekki. Þetta er sérkennilegur málflutningur. Meirihluti breskra kjósenda tók ákvörðun um að segja sig frá samningi sem gengur út á frjálsan flutning fólks, vöru, þjónustu og fjármagns. Að styðja slíka úrsögn þýðir í reynd að vera á móti frjálsum viðskiptum og á móti því að fólk geti valið hvar það starfar eða býr óháð ríkis- fangi. Það á ekkert skylt við hægri eða vinstri kvarða stjórnmálanna. Þetta snýst um hið opna samfélag, menningarlega fjölbreytni og frjáls viðskipti annars vegar. Og einangrunarstefnu og andúð á útlendingum hins vegar. Við skulum hafa hugfast að þeir sem kusu Bretland út úr sambandinu settu andstöðu við frjálsa fólksflutninga á oddinn. Sem er merkilegt því frjáls för vinnuafls er eingöngu til þess fallin að auka hag- vöxt í Bretlandi og bæta lífskjör Breta en ekki öfugt. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins, sagði á miðvikudag að Bretar myndu ekki hafa aðgang að innri markaðnum án þess að sam- þykkja skilyrði um frjálsa för fólks milli landa. Þetta er eðlileg krafa. Fjórfrelsið er ekki matseðill þar sem menn geta valið og hafnað að vild. Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi þýðir að þjóðríki þurfa að gera málamiðlanir. Njóta ávinnings og færa fórnir á víxl. Einn af þeim valkostum sem Bretar standa frammi fyrir núna er aðild að EFTA. Bretland yrði þar við hlið Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Færi svo að Bretar yrðu aðilar að EES-samningnum gegnum EFTA myndu þeir samþykkja nánast nákvæmlega sömu skuldbindingar og meirihluti breskra kjósenda hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það myndi binda sérkennilegan endahnút á þann einþáttung fáránleikans sem heimsbyggðin hefur fylgst með agn- dofa frá 23. júní síðastliðnum. Út í óvissuna Fjórfrelsið er ekki mat- seðill þar sem menn geta valið og hafnað að vild. 21. SEPT. - 1. OKT. 2016 LANDIÐ HELGA JERÚSALEM Hér er á ferðinni einstök sögu- og menningarferð til Jerúsalem með Sr. Hirti Magna Fríkirkjupresti. NÁNAR Á UU.IS Innifalið er flug, gisting, skattar, íslenskfararstjórn, taska og handfarangur. VERÐ FRÁ 449.900 KR. 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R10 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E 4 -D 4 7 C 1 9 E 4 -D 3 4 0 1 9 E 4 -D 2 0 4 1 9 E 4 -D 0 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.