Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 30
Bílarnir sem verða til sýnis eru frá mismunandi tímum, þeir yngstu að lágmarki 25 ára.
Meðlimir Fornbílaklúbbsins verða á Árbæjarsafni og spjalla við gesti um bílana
sína. MYNDIR FRÁ ÁRBÆJARSAFNI
Bílalest Fornbílaklúbbsins hefur verið mjög vinsæl.
Hin árvissa og vinsæla fornbíla
sýning verður á Árbæjarsafni
á morgun. Þá koma meðlimir í
Fornbílaklúbbi Íslands með sína
merku bíla og sýna þá á safnsvæð
inu. „Þetta hefur verið árlegur
viðburður í mjög langan tíma hjá
okkur. Meðlimir klúbbsins mæta
á svæðið og verða margir hverj
ir búnir að klæða sig upp í stíl við
bílana sína. Bílarnir eru frá mis
munandi tímum, þeir elstu orðnir
fjörgamlir og þeir yngstu að lág
marki 25 ára. Bílaeigendurnir eru
reiðubúnir að spjalla við gesti og
gangandi um bílana sína sem verð
ur lagt um allt svæðið, um tuttugu
til þrjátíu talsins,“ segir Sigur
laugur Ingólfsson, verkefnastjóri
Árbæjarsafns.
Fornbíladagurinn hefur verið
afar vel sóttur í gegnum árin og
segir Sigurlaugur hann vera með
fjölmennustu og vinsælustu dögun
um á safninu. „Við búumst við fjöl
menni og þá sérstaklega ef veður
verður gott. Mætingin fer alltaf
svolítið eftir því en við höfum oft
verið mjög heppin með veður á
þessum degi. Það eru alltaf sömu
fastakúnnarnir sem sækja það stíft
að mæta á Fornbíladaginn. Dagur
inn er alltaf haldinn fyrsta sunnu
daginn í júlí og hefur alltaf verið
vinsæll. Allt frá því ég man eftir
mér hér og ég er búinn að vera á
Árbæjarsafninu í tíu ár ef það er
einhver mælikvarði,“ segir hann og
hlær. Sigurlaugur nefnir líka að bíl
arnir séu að koma á svæðið frá því
um morguninn en að flestir bílarn
ir verði á milli eitt og fimm. Safnið
verður opið á morgun á milli klukk
an tíu og fimm en sýning Fornbíla
klúbbsins hefst formlega klukkan
eitt. Heitt verður á könnunni í Dill
onshúsi og boðið upp á þjóðlegar og
heimilislegar veitingar.
Heimsókn á Árbæjarsafn gefur
fólki kost á að upplifa ferðalag
aftur í tímann. Starfsfólk klæðist
fatnaði eins og tíðkaðist á nítjándu
öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp
á nýbakaðar lummur og á baðstofu
loftinu verður tóskapur til sýnis.
Árbær var rótgróin bújörð allt
fram á tuttugustu öld, en safnið var
opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn
er útisafn og auk Árbæjar eru þar
yfir tuttugu hús, sem mynda torg,
þorp og sveit. Allir eiga að finna
eitthvað við sitt hæfi á safninu.
„Lummubaksturinn og tóskapurinn
eru fastir liðir eins og venjulega hjá
okkur. Fyrir börnin er svo sérstök
sýning sem heitir Komdu að leika
og eins og nafnið ber með sér þá
er það gagnvirk leikfangasýning,
það er börnin geta leikið með leik
föngin á sýningunni. Sú sýning er
mjög vinsæl. Svo eru auðvitað dýr
á svæðinu, kindur, hænur og hest
ar sem krakkar hafa auð vitað allt
af mjög gaman af,“ útskýrir Sigur
laugur.
Fjör og Fornir bílar í árbæ
Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á Árbæjarsafni á morgun og munu þeir spjalla við
gesti um bílana. Auk bílanna fornu má skoða þar leikfangasýningu, gæða sér á lummum og klappa húsdýrum.
„Bæjarhátíðir hafa tekið við af
sveitaböllum og mér líkar sú þróun
alveg gríðarlega vel. Vinsælar
hljómsveitir gætu reyndar talið í
gott sveitaball ef þær vildu, það er
til gnægð fallegra félagsheimila út
um allt land til að gera gott gigg.
En því fylgir tilkostnaður sem er
ekki á allra færi og áhættan gæti
verið of mikil fyrir einn listamann
eða hljómsveit.
Á bæjarhátíðunum er búið að
leggja til grunninn að góðu giggi
– ljós og hljóðbúnað. Ég man að
fyrir sirka 20 árum síðan vorum
við Milljónamæringarnir stund
um að spila í gegnum hljóðkerfi
sem voru frekar bagaleg. Í dag er
svo mikil samkeppni á hljóðkerf
ismarkaðnum að hljóð og ljós eru
oftast nær í hæsta gæðaflokki.
Fleiri en einn listamaður spila á
hverri bæjarhátíð, sem skapar
tækifæri fyrir fleiri að koma sér
á framfæri. Stundum eru lista
mennirnir svo margir að þetta
mega með réttu kallast hreinrækt
aðar tónlistarhátíðir, þar sem jafn
vel er tekinn fókus á ákveðnar tón
listarstefnur, eins og raftónlist eða
þungarokk.
Ólíkt sveitaböllunum þá gera
flestar bæjarhátíðir líka ráð fyrir
börnum og fjölskyldufólki. Ég er
oftast nær að taka barnaskemmt
un um daginn og svo brjálað full
orðinsball um kvöldið og nóttina.
Ég held að ég sé búinn að koma
fram á næstum öllum bæjarhátíð
unum – sumum oftar en einu sinni
eða tvisvar. Ég á samt eftir að
klára hringinn. Ég hef til dæmis
aldrei verið á Mýrarboltanum á
Ísafirði, en fæ að prófa það um
verslunarmannahelgina.
Í sumar mun ég massa Humar
hátíðina á Höfn í Hornafirði, Lopa
peysuna á Akranesi, Túnið heima
í Mosó, Danska daga í Stykkis
hólmi, Ljósanótt í Keflavík og Eina
með öllu á Akureyri. Mesta áskor
un lífs míns verður svo að spila
diskópoppið mitt fyrir fullum
sal af þungarokkurum á Eistna
flugi í Neskaupstað. Ég verð síð
astur á svið laugardaginn 9. júlí
og HAM mun hita upp fyrir mig.
Mig grunar samt að þungarokk
arar séu ekkert ósvipaðir sjálfum
mér, tónlistarunnendur fyrst og
fremst og með risastór hjörtu úr
skíra gulli. Mig grunar að giggið
endi þannig að þungarokkararnir
éti úr lófanum á mér.“
bæjarhátíðir eru Fyrir alla
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur komið fram á flestum bæjarhátíðum og sumum oftar en einu sinni eða tvisvar. Í sumar
verður hann á ferð og flugi að vanda en hlakkar mest til Eistnaflugs þar sem hann spilar fyrir fullan sal af þungarokkurum.
Páll Óskar Hjálmtýsson kemur fram á fjölmörgum bæjarhátíðum í sumar. Hér tekur hann lagið á Aldrei fór ég suður um
páskana. MYND/SNÆRÓS SINDRADÓttIR
2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ h e l G i n
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
4
-B
6
D
C
1
9
E
4
-B
5
A
0
1
9
E
4
-B
4
6
4
1
9
E
4
-B
3
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K