Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 74
Við Íslendingar eigum ekki að nota tónlistina sem punt til að laða hér að túrista og sýna fram á að Við séum menningarþjóð heldur til að tengja fólk saman sVo það fái að hefjast yfir sjálft sig þVÍ Við lifum á öld sjálfhVerfunnar. „Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einka­ sýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chic­ ago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúar­ tákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mik­ ill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði. Sækir hugmyndir í teiknimyndir, gömul handrit og trúartákn Baldur hefur sýnt í San Francisco, Chigaco og á samsýningum hérlendis en þetta er fyrsta sólósýning hans á Íslandi. FréttaBlaðið/Hanna H ú n ( t ó n l i s t i n ) var leikin af níu h l j ó ð f æ r a l e i k ­urum undir stjórn Bjarna Frímanns. Flutningurinn var nákvæmur og agaður.“ „Ásláttur hans var einstaklega mjúkur og hlýlegur, hver einasti hljómur var unaðslegur áheyrnar.“ Hér er gripið niður í nýlega dóma um frammistöðu Bjarna Frí­ manns Bjarnasonar á tónleikum. En fyrsta spurning til hans er: Af hverju ertu skráður ökumaður í símaskránni? „Það er einhver ímyndarótti. Með titlum er maður settur í box og ég er feiminn við að kalla mig víóluleikara, hljómsveit­ arstjóra eða píanóleikara.“ Hann viðurkennir samt að vera jafnvígur á margt. „Ég reyni að spila á það sem þarf hverju sinni.“ Bjarni Frímann lærði hjá Guð­ nýju Guðmundsdóttur og fleiri góðum kennurum á fiðlu og víólu, en kveðst hafa farið að spila meira og meira á píanó. „Svo fór ég í nám í hljómsveitarstjórn úti í Þýskalandi en lærði nú eiginlega allt annað. Maður lærir ekkert að stjórna hljómsveit nema fyrir framan hljómsveit og það voru færri tæki­ færi til þess en ég hafði vonast eftir. Hins vegar hafði ég næg tækifæri til að spila undir með söngvurum og það er þroskandi fyrir hljómsveit­ arstjóra að glíma við það. Reyndar er þroskandi fyrir alla músík­ anta að umgangast sönginn sem fyrirbrigði því söngurinn hlýtur að liggja allri tónlist til grundvallar.“ Bjarni Frímann telur hljóðfæra­ leikara gera of lítið af því að syngja. „Oft má leysa einföld mál með því að syngja nótur sem maður er í vandræðum með á æfingum. Maður finnur líka greinilega hvaða tónskáld syngja yfir það sem þau skrifa. Það kemur annar tónn. Um leið og tónlistin fjarlægist söng­ listina of mikið kemur inn einhver firring, sem er í öðrum mannanna verkum líka þegar hlutirnir fara að snúast um sig sjálfa en ekki það sem er manneskjulegt.“ Fyrir nokkrum árum var Bjarni Frímann að leysa af sem organisti vestur á Grundarfirði. Skyldi hann hafa gert meira af slíku? „Ekki eins og ég hefði viljað en ég hef gaman af því. Á viðburðum veit maður oft ekki hvort maður spilar fyrir daufum eyrum eða ekki, það getur farið eftir því hvar tón­ listinni hefur verið valinn staður í dagskránni. En í helgihaldinu fær tónlistin að vera óáreitt í sínu hlutverki og að stilla saman strengi í sálmasöng gerir fólki gott, það er ekki hægt að rífast neitt um það. Eins er gaman að spila fyrir og eftir messu, þá er fólk með opin eyru.“ Annríkið fer vaxandi hjá Bjarna í hinum ýmsu tónlistarverkefnum, enda kveðst hann voða slappur í að taka sér frí. „Ég hef gaman af þessu. Held líka að músíkin hafi aldrei verið mikilvægari en núna. Það er margt gott að gerast í sam­ tímanum en hinu má ekki líta fram hjá að það er líka margt skuggalegt ef maður setur upp þau gleraugu. Við búum í duldu olnbogasam­ félagi, það er óstöðugleiki um alla Evrópu, öfgaöfl og alls konar firr­ ing. Ég tel að klassísk tónlist geti þjónað þeim tilgangi að veita fólki fróun í þessum tryllingi öllum. Við Íslendingar eigum ekki að nota tónlistina sem punt til að laða hér að túrista og sýna fram á að við séum menningarþjóð heldur til að tengja fólk saman svo það fái að hefjast yfir sjálft sig því við lifum á öld sjálfhverfunnar.“ En nú má Bjarni Frímann ekki vera að því að skrafa lengur því hlutverk ökumannsins bíður. Hann ætlar að skreppa austur í Odda á Rangárvöllum. „Ég er að fara að sýna erlendum gestum Odda. Snorri Sturluson er þeirra maður og ég var með þá í Reykholti í gær,“ útskýrir hann. „Sögufróður? Það fer nú eftir því hverja ég er borinn saman við. Ég hef áhuga á sögu og veit eitt og annað um liðna atburði, finnst það nauðsynlegt. Þó maður megi ekki ganga með höfuð um öxl þá er mikilvægt að vita hvaðan maður er sprottinn.“ Músíkin aldrei verið mikilvægari Bjarni frímann Bjarnason vekur athygli fyrir tilþrif í píanóleik og hljómsveitar- stjórn. hann spilar líka á orgel og fiðlu. „Með titlum er maður settur í box og ég er feiminn við að kalla mig víóluleikara, hljómsveitarstjóra eða píanóleikara,“ segir Bjarni Frímann. FréttaBlaðið/SteFán Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R38 M e n n i n G ∙ F R É T T A B l A ð i ð menning 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E 4 -9 E 2 C 1 9 E 4 -9 C F 0 1 9 E 4 -9 B B 4 1 9 E 4 -9 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.