Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 50
| AtvinnA | 2. júlí 2016 LAUGARDAGUR18
Á fjárlögum 2016 er á fjárlagalið 04-599, 1.23, tímabundin fjárheimild að fjárhæð kr.
67 m.kr. á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið „Rafbílar – átak í innviðum“. Verkefnið er hluti af
sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem samþykkt var af ríkisstjórn í nóvember
2015 og sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París
(COP21). Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að
samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Í samþykkt fjárlaga 2016, á framangreindum fjárlagalið, kemur fram að „verkefnið
Rafbílar – átak í innviðum, miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir
rafbíla á landsvísu á komandi árum. Talið er rétt að ríkisvaldið styrki
tímabundið átak til að byggja upp innviði fyrir rafbíla þannig að hægt sé að
tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta“.
Orkusjóði hefur, í samræmi við 8. gr. laga nr. 87/2003 um Orkustofnun, verið falið að
sjá um úthlutun styrkja til átaksverkefnisins og auglýsir sjóðurinn hér með eftir
styrkumsóknum til uppbyggingar á innviðum fyrir hleðslu rafbíla.
Við úthlutun styrkja verður sérstök áhersla lögð á:
Til úthlutunar í átaksverkefninu eru 67 m.kr. á ári á þriggja ára tímabili. Hægt er að
sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir
fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnis,
sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 185/2016. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30
m.kr. á ári. Lágmarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 2 m.kr. á ári.
Um úthlutun styrkja og málsmeðferð fer samkvæmt reglugerð nr. 185/2016, um Orkusjóð.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2016.
Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri,
í síma 569 6083. Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is.
• Að verkefnið auki aðgengi sem flestra landsmanna að innviðum fyrir hleðslu
rafbíla á landsvísu. Sérstaklega skal þar horft til aðgengis að innviðum á s.k.
vinnusóknarsvæðum.
• Að rekstur þeirra innviða sem umsókn snýr að verði tryggður í a.m.k. 3 ár.
• Hvernig staðið verði að upplýsingagjöf til neytenda og opinberra aðila.
ORKUSJÓÐUR AUGLÝSIR
st yrk i t i l uppbygg ingar á
innv i ðu m fyr i r ra fb í la
ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN
Þarftu að ráða starfsmann?
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum
lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
Steypumót fyrir krana
Mjög lítið notuð PREFORM kranamót til sölu
ásamt I bitum, steypusílói, stoðum fyrir undirslátt ofl.
Mótin skiptast í aðalatriðum þannig:
20 stk. flekar 300x240,
14 stk. flekar 300x48,
2 stk. flekar 300x30,
út- og innhorn,
150 stoðir fyrir undirslátt,
vinnupallafestingar, ofl. ofl.
Upplýsingar í síma 896 1012 og 898 1014
Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar óskar eftir að kaupa
2 nýorkubíla, dráttarvél og fl. til nota fyrir stöðina.
Útboðsgögn eru afhent í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu,
Geislagötu 9, Akureyri. Hægt er að fá útboðsgögn send með tölvupósti
og skal þá senda beiðni um það á tölvupóstfangið karlg@akureyri.is.
Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 6. júlí kl. 13:00.
Umhverfismiðstöð
Akureyrarbæjar.
Nýorkubílar, dráttarvél og fl.
Velferðarráðuneytið auglýsir eftir
þátttakendum í tilraunaverkefni
um nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á
dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Hugmyndir um breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku
íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa verið til um-
ræðu um nokkurra ára skeið. Meginmarkmið þeirra
hugmynda hafa verið að auka sjálfræði íbúanna með
afnámi svokallaðs vasapeningakerfis. Þess í stað verði
teknar upp sértækar greiðslur íbúanna fyrir húsaleigu
og annan kostnað sem fylgir heimilishaldi.
Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað starfs-
hóp um breytt greiðslufyrirkomulag á dvalar- og
hjúkrunarheimilum og hefur starfshópurinn þegar
tekið til starfa. Honum er falið að útfæra og koma á fót
tilraunaverkefni um nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátt-
töku íbúa í samvinnu við eitt eða fleiri öldrunarheimili.
Starfshópurinn vekur athygli á að hafin er vinna við
að hrinda verkefninu í framkvæmd. Hópurinn stefnir
að því að leggja fram áætlun að verkefninu í byrjun
september nk.
Forsvarsmenn nokkurra hjúkrunarheimila hafa þegar
sent erindi til ráðuneytisins og lýst yfir áhuga á að
taka þátt í tilraunaverkefni af þessu tagi. Það er vilji
ráðuneytisins og starfshópsins að gefa öllum dvalar-
og hjúkrunarheimilum kost á að sækja um að taka
þátt í verkefninu.
Hér með er leitað eftir svörum frá stjórnum öldrunar-
heimila hvort áhugi sé fyrir hendi á þátttöku í til-
raunaverkefni um breytt greiðslufyrirkomulag.
Óskað er eftir svörum þar að lútandi fyrir 20.
ágúst nk.
Vinsamlegast hafið samband við Birnu Bjarnadóttur,
formann starfshópsins ef nánari upplýsinga er óskað
með því að senda póst á netfang velferðarráðu-
neytisins: postur@vel.is.
Velferðarráðuneytinu, 1. júlí 2016.
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
E
4
-F
2
1
C
1
9
E
4
-F
0
E
0
1
9
E
4
-E
F
A
4
1
9
E
4
-E
E
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K