Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 26
Jafnréttisbaráttan þarf líka að vera á forsendum karla,“ segir Michael Kimmel, pró-fessor í kynja- og félagsfræði við Stony Brook háskólann í New York. Hann kom hingað til lands í stutt ferðalag með fjölskyldu sinni á leið þeirra yfir á meginlandið. Evrópumeistara- mótið í knattspyrnu er aðdráttaraflið í þetta skiptið. Hann er landi og þjóð þó alls ekki ókunnur, árið 2014 var hann lykil- ræðumaður á alþjóðlegri ráðstefnu um karla og karlmennskurannsóknir á vegum Háskóla Íslands. Einhverjir kunna að muna eftir honum hrekja hugmyndir Hannesar Hólmsteins sem þá hélt erindi á sömu ráðstefnu er sá síðarnefndi hélt því fram að jafn- rétti hefði þegar verið náð á Vestur- löndum og í raun væri erfiðara að vera karl en kona á Íslandi. Kimmel hefur sömuleiðis unnið með utanríkisþjónustunni og kom að svokallaðri Rakarastofuráðstefnu, (e. Barbershop conference), sem komið var á koppinn af Íslandi og Súrínam á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrra. Þótti takast afbragðs vel til og endurtók Kimmel leikinn í Genf í mars síðastliðnum. Markmið ráðstefnunnar er ein- falt. Að fá karla til að tala við karla um jafnréttismál. Fá umræðuna inn í „karlaklefana“, sé brugðið á það ráð að nota myndlíkingu. Karllæg veröld er einn stór búningsklefi karla. Það brennur á Kimmel að upplýsa og ná til karla, enda hefur hann helgað sig málstaðnum algjörlega. Reiðu hvítu karlarnir Prófessorinn ferðast um allan heim og heldur erindi, meðal annars fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að gera út um hinn alræmda kynbundna launa- mun. Af nægu er að taka og hann hefur sannarlega reynsluna, búinn að skrifa á annan tug bóka sem taka á karlmennsku og mikilvægi jafnréttis. Hann segir hugtakið oftar en ekki vaxa körlum í augum. Þeim finnist næstum eins og það komi þeim ekki við. Síðast sendi hann frá sér bókina Angry White Men: American Mas- culinity at the End of an Era sem hlotið hefur verðskuldaða athygli. Hvítir karlar telja sig nefnilega eiga undir högg að sækja enda innrás póli- tískt rétthugsandi kvenna blákaldur raunveruleiki. Starfsöryggi og status er ógnað. Kimmel er óhræddur við að beita kímnigáfunni og kaldhæðni. Þannig nær hann vel til áheyrenda sinna. „Þegar konur fara að tala við karla um jafnréttið og femínismann verða þeir hræddir. Þeir verða hræddir um að þeir verði fyrir blammeringum um að þeir séu að gera allt kolvitlaust og þeir þurfi að breyta sér. Margir hugsa þetta svona: Þetta gengur vel fyrir mig, til hvers að breyta? Mörgum hverjum líður eins og þeir séu leiddir fram á bjargbrún þegar samræður um femínísk málefni hefjast og álíta aðeins tímaspursmál hvenær þeim verði sparkað fram af,“ útskýrir Kim- mel kíminn og heldur áfram: „Konur hafa verið að valdefla sig með ýmsum hætti, með það fyrir augum að koma á jafnrétti. En einhvern veginn var sama púðrinu ekki eytt í að ræða við karlana. Sem eru jú helmingur mann- kyns. Ég ætla mér ekki að vasast í hvernig konur ná til kvenna í þessum efnum, en ég er tilbúinn að tala við karlana og fá þá til að tala saman.“ Þetta er ekki keppni Kimmel segir mikinn misskilning fólginn í að jafnréttisbaráttan sé stríð milli kynjanna. „Fólk á ekki að forðast jafnrétti eins og heitan eldinn. Jafn- réttið er í þína þágu sem karlmaður. Þú munt hagnast á þessu. Þú verður heilbrigðari, hamingjusamari, vinnu- staðurinn þinn verður öðruvísi, þú kemst í betra samband við börnin þín og ef þetta er ekki nóg, þá muntu lík- lega stunda meira kynlíf. Það er bara þannig. Því meira jafnrétti innan sam- bandsins, því meira kynlíf. Dæmið er frekar einfalt. Þegar fólk deilir heim- ilishaldi og barnauppeldi hefur mót- spilarinn meiri tíma. Það kemur í veg fyrir kergju og reiði, sem skilar sér í margfölduðum lífsgæðum.“ Kynbundinn launamunur er stað- reynd og þegar Kimmel er inntur eftir hvernig standi þá á því að jafnréttis- baráttan sé ekki lengra á veg komin en raun ber vitni svarar hann: „Ef við horfum til atvinnulífsins þá get ég sagt að um tíu prósent þeirra fyrirtækja sem ég vinn með vilja breytingu. Hin níutíu prósentin eru ekki endilega þar. Þá þarf ég að fá fólk til að átta sig á mikilvæginu. Staðan er yfirleitt þannig að allt þarf að snúast um að sýna hagnað. Forstjórar hafa áhyggjur af hagnaði hvers ársfjórðungs sem þýðir að þeir gefa sér ekki tímann sem þarf til. Það getur vissulega verið kostnaðarsamt en sé til lengri tíma litið borgar það sig á svo marga vegu.“ Donald Trump heilkennið „Þrátt fyrir allt hafa ákveðnir hlutir þróast nokkuð hratt. Sé horft aftur um fjörutíu eða fimmtíu ár sést það vel. Karlar sátu einir að stjórnum fyrir tækja, lögfræðistofurnar voru fullar af körlum, læknastéttin var þéttsetin körlum, blaðamenn voru upp til hópa karlar og þar fram eftir götunum,“ bendir Kimmel á. Hann heldur áfram og grefur enn dýpra. „En til að útskýra það sem er undirliggj- andi og enn í gangi er best að benda á að ákveðið eignarhald sem karlar hafa slegið á konur hefur þessi áhrif sem við finnum enn í dag. Körlum finnst þeir hafa til dæmis einhvern rétt á líkömum kvenna. Það skilar sér til að mynda í að þeim finnst aðkoma kvenna í karllægu störfin einfaldlega innrás. Þær mættar á vinnustaðinn og eru líka að mastera foreldrahlut- verkið. Hver er þeirra sérstaða þá? Þeir upplifa að konur séu að taka störfin þeirra. Maður finnur reiðina. Sama reiðin finnst einmitt í því sem Donald Trump er að gera. Hann talar mikið um að taka landið sitt aftur og klappkórinn tekur undir. Þar fellur hann í nákvæmlega sömu eignar- haldsgryfjuna. Það er ekkert land merkt honum, ekki frekar en störf merkt körlum.“ Að eiga kynlífið inni „Ég geri fastlega ráð fyrir að í stjórnar- skrá Íslands sé ekkert sem segir að karlar eigi konur. En körlum finnst það samt með einhverjum hætti. Þetta kristallast til dæmis vel í þeim ríkjandi hugmyndum sem samfélag teiknar upp af konum, birtingar- myndum þeirra í sjónvarpi, auglýs- ingum og öðru slíku. Líkami þeirra er sífellt settur fram undir formerkjum þess að hann þjóni karlinum. Þetta sést líka vel í aðstæðum þar sem konur eru beittar ofbeldi, svo sem nauðgunum. Flestir kannast eflaust við að hafa heyrt eftirfarandi í kjöl- farið: „Þú sást nú hvernig hún var klædd? Hún var mjög drukkin, sástu hvernig hún dansaði og daðraði?“ Allt eru þetta afsakanir sem koma til vegna þessa eignarhalds.“ Hann heldur áfram og bendir á að þeir sem nauðgi geri sér oftar en ekki grein fyrir yfirganginum. Þeir upplifi sem svo að þeir eigi inni hjá viðkomandi. Takið strax úr sambandi Í beinu framhaldi berst talið að útihá- tíðum hérlendis, en einhver vin- sælasta ferðahelgi ársins nálgast nú óðfluga. Nauðganir hafa verið svartur blettur á hátíðarhöldunum og iðulega berast fréttir eftir helgina þess efnis að svo og svo mörg kynferðisbrot hafi verið framin. Samfélagið virðist gera hálfpartinn ráð fyrir því. Í fyrra tók lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum þann pól í hæðina að krefjast þagnar um kynferðisbrot. Sú ákvörðun var vægast sagt umdeild. Svo dæmi séu tekin mótmæltu bæði Kvenréttinda- félag Íslands og Stígamót ákvörðun lögreglustjóra, án árangurs. Spurður hvort slíkt endurspegli samfélag sem sé aftarlega á merinni í þessum efnum getur Kimmel ekki annað en jánkað því. „Slíkar aðgerðir lögreglu eru gott dæmi um hvernig konur eru metnar í samfélaginu. Að banna umfjöllun um nauðganir á svona hátíð er ákveðin meðvirkni með nauðgaranum. Ef við myndum til dæmis breyta þessu örlítið og setja morð í þessa jöfnu í stað nauðgunar, veltir maður fyrir sér hvort það yrði látið viðgangast. Yrðu slíkar upp- lýsingar geymdar fram yfir helgi svo stemningin fari ekki forgörðum? Aldrei nokkurn tíma. Allt yrði tekið úr sambandi á stundinni. Hvaða skilaboð er þá verið að senda fórnar- lömbum nauðgara? Það er ekki verið að taka glæpinn alvarlega,“ segir hann og er ómyrkur í máli. Hann bætir sömuleiðis við að ef raunveru- legur vilji væri fyrir því að koma í veg fyrir nauðganir væri það einfalt mál. Gestum yrði gert ljóst að hátíðin yrði blásin af ef svo mikið sem eitt atvik kæmi upp. „Skipuleggjendur verða að segja: Hlustið öll. Við viljum að allir njóti sín hér. En það er ekki hægt nema allir geti fundið til öryggis. Ef ekki, þá er þessi hátíð ekki í boði. Við tökum úr sambandi í miðju lagi ef svo ber við. Þetta er algjör klikkun, fólk hlýtur að vilja fá konur á hátíðina. Svona óöryggi fælir þær væntanlega frá.“ Karlmennskuímyndin þung byrði Kimmel segir misjafnt hvað þurfi til að kveikja á perunni hjá körlum varðandi brýna nauðsyn breytinga. Karlar séu að sjálfsögðu ekki vondir eða grimmir í eðli sínu. Það sé fásinna að hugsa dæmið þannig. „Við erum mótuð af menningu okkar. Með því að stilla konum skörinni lægra mótum við framtíðina. Þegar karlar svo eignast dætur er oft eins og kvikni á perunni hjá mörgum. Þá sjá þeir hlutina í öðru ljósi og hugsa með sér að staðan sé ekki nógu góð. Sér í lagi þegar stúlkubarnið kemst á unglings- aldur,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég held ég sé að ná til karla. Ég notast mikið við „workshop“ þar sem ég spyr þá hvað felist í því að líta í spegilinn og segja sér að þar sé góður maður að horfa á móti. Þeir nefna þá undantekningarlaust að það sé fólgið í að vera heiðarlegur, ákveðinn, að gera það rétta, sýna ábyrgð, fórna sér, setja annarra manna þarfir umfram sínar eigin og hjálpa lítilmagnanum. Þessi skilaboð segjast þeir svo fá hvað- anæva að. Séu þeir hins vegar spurðir hvað það þýði að haga sér eins og maður (e. man the fuck up) kemur annað hljóð í strokkinn. Það feli hins vegar í sér að vera sterkur, harður af sér, sýna engar tilfinningar, gráta ekki. Fá sér að ríða, græða peninga og ekkert helvítis væl. Hvaðan skyldi það koma? Jú, það kemur frá pöbbum þeirra, bræðrum, vinum, þjálfurum. Ekki konum, mæðrum, dætrum eða systrum.“ Það hlýtur að vera þung og ósann- gjörn byrði að dröslast endalaust með, kyns þíns vegna? „Algjörlega. Og ég held það sé ákveðið áfall sem drengir verða fyrir þegar þeir átta sig á þessu. Ég vil losa menn undan svona byrði og það gerum við með jafnrétti. Ég er ekki að reyna að breyta neinum, heldur fá menn til að tala saman og vera þeir sjálfir. Oft er óttinn við að skera sig úr og valda usla það sem heldur aftur af mönnum við að gera hið rétta. En séu menn með fleiri í kringum sig, eru miklu meiri líkur á að óréttlætið, á báða bóga, fái ekki að vaða uppi.“ Karlar þurfa ekkert að óttast Michael Kimmel, prófessor í kynja- og félagsfræði, hefur helgað sig jafnréttisbaráttu. Hann einbeitir sér að því að tala við karla og fá þá til að tala saman. Jafnréttisbaráttan sé ekki einkamál kvenna og brot á konum eigi ekki að taka létt. Hann talar um þjóðhátíð í þessu samhengi og segir fáránlegt að þagga niður umræðuna. „Oft er óttinn við að skera sig úr og valda usla það sem heldur aftur af mönnum við að gera hið rétta,“ segir Kimmel. Það feli hins vegar í sér að vera sterkur, harður af sér, sýna engar tilfinningar, gráta ekki. fá sér að ríða, græða peninga og ekkert helvítis væl. 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R26 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð Guðrún Ansnes gudrun@frettabladid.is 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E 4 -D E 5 C 1 9 E 4 -D D 2 0 1 9 E 4 -D B E 4 1 9 E 4 -D A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.