Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 6
Skotárás hryðjuverkahóps
Kjaramál Verði nýjustu hækkanir
kjararáðs á launum embættismanna
og þjóðkjörinna einstaklinga ekki
dregnar til baka er það ávísun á kröfu
um leiðréttingar frá öðrum hópum.
Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambandsins.
Gylfi bendir í Facebook-færslu í
gærmorgun á að ákvörðun kjara-
ráðs komi um viku eftir lög Alþingis
á flugumferðarstjóra sem hafi verið
með væntingar um „leiðréttingu“
sinna kjara.
„Ef Alþingi verður ekki kallað
saman nú þegar þar sem forsætis-
ráðherra setur fram frumvarp sem
afturkalli þessa vitleysu er alveg ljóst
að kjaradómur hefur kallað yfir okkur
nýja bylgju leiðréttinga einstakra
hópa!“ segir Gylfi á Facebook. „Það
verður ekki þannig að þeir tekju-
hæstu í þessu samfélagi fái einhverja
sérstaka meðferð. Við ætlumst til þess
að þessir aðilar deili kjörum með
almenningi í þessu landi. Ef ekki þá
munum við deila kjörum með þeim.“
Gylfi segir líklegt að fleiri ákvarð-
ana sé að vænta frá kjara ráði, enda
laun ráðuneytisstjóra orðin allnokkru
hærri en laun ráðherra. Sérstök breyt-
ing kjararáðs á kjörum ráðuneytis-
stjóra tekur gildi um næstu mánaða-
mót. Þá hækka laun þeirra um 22,3 til
23,3 prósent til viðbótar við hækkun-
ina sem allir sem undir kjararáð heyra
fengu um síðustu mánaðamót, en um
31 til 32 prósent sé miðað við laun
þeirra fyrir þann tíma.
„Þessi úrskurður kemur í kjölfar
ákvörðunar þessa sama ráðs varðandi
dómara í desember síðastliðnum, en
þeir hafa verið færðir nærri tveimur
milljónum króna á mánuði.“ Gylfi
segist þá hafa bent á að svona ákvarð-
ana kynni að vera að vænta á kom-
andi mánuðum. Búast megi við fyrir
1. ágúst að laun forseta Íslands verði
hækkuð og verði gengið til kosninga
í haust muni þingmenn og ráðherrar
fá svipaða „leiðréttingu“ launa.
„Þetta er frábært framlag Kjararáðs
til þess vandasama verkefnis sem
aðilar vinnumarkaðar hafa verið að
vinna að undanfarna mánuði að bæði
móta og vinna að því að ná samstöðu
um nýtt samningamódel.“ Kjararáð
ætli greinilega að „leiðrétta aðalinn“
áður en þessi aðferðafræði við gerð
kjarasamninga verði að veruleika.
Í greinargerð kjararáðs með
ákvörðun um launahækkun ráðu-
neytisstjóra er vísað til upplýsinga frá
ráðuneytunum um að skipulag þeirra
hafi breyst og þau séu stærri og öflugri
en áður með flóknari verkefni.
Mat ráðuneytisstjóranna
sé að laun þeirra eigi að
vera sambærileg launum
hæstaréttardómara. Sam-
kvæmt niðurstöðunni
eru laun ráðuneytisstjóra
rétt undir launum hæsta-
réttardómara, sem
eru nú rúmlega
1,8 milljónir
króna á
mánuði.
Launa-
hækkanir
kjararáðs
hafa víða
Forseti ASÍ býst við bylgju leiðréttinga
Komi Alþingi ekki saman og afturkalli nýjar ákvarðanir kjararáðs er það ávísun á óróleika á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Um
mánaðamótin hækkuðu laun allra sem heyra undir kjararáð. Laun ráðuneytisstjóra hækka að auki um 22 til 23 prósent í byrjun júlí.
Frá mótmælafundi BHM við stjórnarráðið í fyrrasumar. Kjararáð hefur vísað til ákvæða gerðardóms um kjör BHM vegna
nýjustu hækkana ráðsins. FréttaBlaðið/SteFán
júní júlí Hækkun
2015 2016 2016 frá 2015
Forsætis-
ráðuneyti 1.387.161 1.486.318 1.817.643 430.482 kr. (31%)
Önnur
ráðuneyti 1.306.443 1.399.809 1.725.433 418.990 kr. (32%)
✿ Breytingar á mánaðarlaunum ráðuneytisstjóra
sætt gagnrýni. Í tilkynningu BSRB er
ákvörðun kjararáðs um að hækka
laun ráðuneytisstjóra og skrifstofu-
stjóra „langt umfram almennt launa-
fólk“ til dæmis gagnrýnd harðlega. „Í
rökstuðningi kjararáðs er talað um að
verið sé að leiðrétta laun vegna aukins
álags, en sömu rök má nota fyrir aðra
stærri hópa sem einnig búa við aukið
álag.“
Ráðherra vill
breytingar
Bjarni Benediktsson sagði á fundi
Samtaka iðnaðarins í gærmorgun
að breyta þyrfti starfsemi kjara-
ráðs. Þannig vill hann að þeim
sem undir kjararáð heyri
fækki um nokkur hundr-
uð þannig að eftir sæti
einungis þröngur hópur,
til dæmis ráðherrar og
þingmenn. – jhh
austurríKi Hæstiréttur Austurríkis
ógilti í gær forsetakosningar lands-
ins sem fram fóru 22. maí þessa árs.
Heinz-Christian Strache, formaður
Frelsisflokksins, hafði kært fram-
kvæmd kosninganna vegna með-
höndlunar utankjörfundaratkvæða
og var hæstiréttur sammála um að
kosningalög hefðu verið brotin.
Frambjóðandi Frelsisflokksins, Nor-
bert Hofer, tapaði í kosningunum í
maí fyrir frambjóðanda Græningja,
Alexander Van der Bellen, með
undir eins prósentustigs mun.
Fráfarandi forseti, Heinz Fischer,
mun láta af embætti þótt kosningar
hafi ekki farið fram og munu þrír
fulltrúar þingsins, Hofer þeirra á
meðal, gegna embættisskyldum for-
seta fram að kosningum. Búist er við
því að kosið verði á ný annaðhvort í
september eða október.
Kæra Strache gekk út á að utan-
kjörfundaratkvæði hefðu verið
opnuð fyrr en mátti og sum þeirra
talin af fólki sem ekki hafði leyfi til.
Þá sagðist hann hafa heimildir fyrir
því að sumir kjósendur hafi verið
erlendir ríkisborgarar og aðrir undir
sextán ára aldri og því ekki á kjör-
skrá. Hæstiréttur féllst ekki á það
og sagði einnig ósannað að talning
hefði farið fram með ólöglegum
hætti.
Ef Hofer vinnur kosningarnar í
haust yrði hann fyrsti þjóðernis-
hyggjumaðurinn til að verða kjörinn
forseti í Evrópusambandsríki. – þea
Þurfa að kjósa á
ný í Austurríki
Nokkrir árásarmenn réðust inn á veitingastað í Dakka, höfuðborg Bangladess, í gær og tóku í það minnsta tuttugu manns í gíslingu. Þegar Frétta-
blaðið fór í prentun voru minnst tveir látnir og fjörutíu særðir. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðisverkinu. Þessir lögreglu-
menn lokuðu götum í nágrenni veitingastaðarins á meðan reynt var að semja við gíslatökumennina. FréttaBlaðið/ePa
Það verður ekki
þannig að þeir
tekjuhæstu í þessu samfélagi
fái einhverja sérstaka með-
ferð.
Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ
norbert Hofer
fær annan séns.
2 . j ú l í 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
4
-C
5
A
C
1
9
E
4
-C
4
7
0
1
9
E
4
-C
3
3
4
1
9
E
4
-C
1
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K