Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 64
Ísland hefur upplifað sann-kallað fótboltafár undanfarnar vikur. Af umfjöllun fjölmiðla hefur helst mátt skilja að aldrei fyrr hafi smáþjóð eða dvergar á knattspyrnuvellinum komist á stórmót og látið þar til sín taka. Sú er þó að sjálfsögðu ekki raunin. Eitt magnaðasta ævintýri heims- fótboltasögunnar átti sér stað fyrir rúmum fjórum áratugum, þegar eyríkið Haítí komst á HM í Vestur- Þýskalandi árið 1974. Afrekið var þeim mun stærra ef haft er í huga að á þeim árum var úrslitakeppnin einungis með sextán keppnisliðum og voru flest sætin frátekin fyrir stóru knattspyrnuálfurnar tvær: Evrópu og Suður-Ameríku. Asía og Eyjaálfa máttu sætta sig við að deila einu sæti, sem að þessu sinni kom í hlut Ástrala. Afríka átti einn fulltrúa í Vestur-Þýskalandi, lið Zaire. Og knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku átti sitt eina sæti á HM, sem oftast nær kom í hlut Mexíkó. Ekki sáu Evrópubúar nokkra ástæðu til að breyta þessari tilhögun, sem að lokum leiddi til hallarbyltingar innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hjálpaði síðar hinum gjör- spillta Sepp Blatter til valda. Sem fyrr segir báru Mexíkóar höfuð og herðar yfir aðrar knatt- spyrnuþjóðir í sínum heimshluta, bæði í krafti fjölda og þess að fót- boltinn í Mexíkó átti peninga, með ríkum félagsliðum og stöndugu knatt- spyrnusambandi. Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar til og með 1970 átti Mexíkó fast sæti í úrslitakeppni HM, síðast sem gestgjafi þar sem liðið komst alla leið í fjórðungsúrslit. Að Haítí næði að ýta Mexíkóum af stalli um skeið, átti sér langan aðdraganda og sérstakar skýringar. Fótbolti er trúarbrögð um gjörvalla Rómönsku-Ameríku og þar er Haítí engin undantekning. Stærsta nafnið í knattspyrnusögu eyríkisins er maður að nafni Joe Gaetjens. Hann vann sitt stærsta afrek þó í landsliðsbúningi annars lands, Bandaríkjanna, á HM í Brasilíu árið 1950. Þá skoraði Gaetj- ens mark bandaríska liðsins í 1:0 sigri á Englendingum, sem oft eru talin óvæntustu úrslit allra tíma. Til marks um það hversu fráleit þau þóttu, ákváðu símritarar í Bretlandi að um innsláttarvillu hlyti að vera að ræða í fréttaskeytum og breyttu úrslitunum í 1:10 fyrir England. Blóðug spor læknisins Árið 1957 komst François Duvalier til valda á Haítí. Hann naut stuðnings þeldökkra efnaminni íbúa landsins, sem töldu sig órétti beitta af ríkri yfir- stétt kynblendinga eða múlatta eins og þeir voru nefndir þá og stundum síðar. Sigur Duvaliers var afgerandi, en fyrri valdhafar hugsuðu sitt. Innan árs var gerð misheppnuð valdaráns- tilraun og í kjölfar hennar tók Duval- ier mjög að herða tökin. Forsetinn kom sér upp dauðasveit- um með hrottum sem óku um stræti höfuðborgarinnar Port-au-Prince, handsömuðu meinta og raunveru- lega andstæðinga forsetans og létu þá hverfa. Enginn var óhultur fyrir morðæðinu, þannig var Joe Gaetj- ens í hópi þeirra sem drepnir voru af dauðasveitunum, fyrir þær sakir einar að ættingjar hans höfðu látið sig stjórnmál varða. Kommúnistar voru Boltastrákar vúdúlæknisins Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um knattspyrnu- ævintýri smáríkis. sérstaklega ofsóttir, sem tryggði for- setanum velvild og stuðning Banda- ríkjastjórnar. Oflæti Duvaliers, sem kallaður var Papa Doc vegna ferils síns sem læknir á yngri árum, jókst hröðum skrefum. Hann lét skipa sig forseta til lífstíðar árið 1964 og persónudýrkun á honum varð sífellt fyrirferðarmeiri. Við þetta bættist daður forsetans við vúdú-trú, sem tók stundum á sig stórfurðulegar myndir líkt og þegar hann sannfærð- ist um að andstæðingur sem hann lét myrða hefði endurholdgast sem svart- ur hundur, með þeim afleiðingum að Duvalier lét drepa alla svarta hunda í höfuðborginni. Duvalier komst að sömu niður- stöðu og fleiri einræðisstjórnir að vel- gengni á íþróttasviðinu væri auðveld leið til að auka vinsældir hans meðal þjóðarinnar og treysta völdin. Ófáar herforingjastjórnir Suður-Ameríku höfðu leikið sama leikinn, stundum með dágóðum árangri til skamms tíma. Má þar nefna stjórnina í Bras- ilíu sem taldi velgengni landsliðsins lykilatriði í að halda völdum. Duvalier veðjaði á fótboltann og hóf að dæla peningum í þjálfun og uppbyggingu keppnis- og æfingar- valla. Árangurinn lét ekki á sér standa. Haítí komst skjótt í röð sterkari liða í Karíbahafinu og var að mörgu leyti óheppið að komast ekki á HM 1970. Mexíkóar voru þá gestgjafar og því dauðafæri fyrir aðrar þjóðir að tryggja sér Norður- og Mið-Ameríkusætið, sem kom að lokum í hlut El Salvador. Dómaraskandall Árið eftir lést François Duvalier og við tók sonur hans, Jean-Claude, aðeins nítján ára að aldri. Í fyrstu virtist Jean-Claude ætla að verða föðurbetrungur. Hann dró nokkuð úr mannréttindabrotum og gaf fjölda pólitískra fanga frelsi, ekki hvað síst til þess að friða bandarísk stjórnvöld sem voru farin að ókyrrast vegna stjórnarfarsins í landinu. Þetta reyndist svikalogn og valda- tími Jean-Claude eða Bebe Doc reyndist undirlagður af ofbeldi, kúgun og spillingu. Hann hrökklað- ist að lokum frá völdum árið 1986 og var bjargað með bandarískri her- flugvél til Frakklands í útlegð. En fyrstu valdaár forsetans unga naut hann góðs af jákvæðari ímynd og erlent fjármagn, einkum bandarískt, streymdi til Haítí. Bebe Doc kaus að halda fótbolta- ævintýri föður síns áfram og náði að tryggja landinu Norður- og Mið- Ameríkukeppnina CONCACAF árið 1973 með ærnum tilkostnaði. Um var að ræða úrslitakeppni sex liða í einum riðli og skyldi sigurvegarinn hljóta að launum sæti heimsálfunnar á HM árið eftir. Þrjú lið voru í sérflokki: heima- menn, Mexíkóar og Trínídad & Tóbagó. Síðastnefnda liðið mætti gestgjöfunum snemma í mótinu í ævintýralegum leik. Fjögur mörk Trínídad voru dæmd af án sjáan- legrar ástæðu og leikmönnum þeirra neitað um nokkrar augljósar vítaspyrnur. Haítí marði 2:1 sigur og flestir bjuggust við því að úrslitin yrðu kærð vegna dómaramisferlis. Sú kæra barst hins vegar aldrei. Kornungur formaður knattspyrnu- sambands Trínídad tók þá ákvörðun einn síns liðs að una úrslitunum. Hann hét Jack Warner og er höfuð- paurinn í flestum þeim spillingar- málum sem fylgt hafa alþjóðaknatt- spyrnuhreyfingunni á liðnum árum. Haítí fór með sigur af hólmi á CONCACAF og gat meira að segja leyft sér að tapa í lokaleiknum gegn Mexíkó. Drengirnir hans Duvaliers voru komnir til Vestur-Þýskalands og einræðisherrann ungi var stað- ráðinn í að baða sig í ljómanum af árangri landsliðsins. Leikmenn og liðsstjórar voru tíðir gestir í forseta- höllinni og ekki stóð á loforðum um gull og græna skóga ef árangurinn yrði viðunandi. Afdrifaríkt lyfjapróf Drátturinn í riðlana gaf ekki tilefni til bjartsýni. Haítí fékk ógnarsterka andstæðinga: Pólverja sem höfnuðu í þriðja sæti í keppninni, Argentínu- menn og Ítali. Fyrsti leikurinn var gegn Ítölum sem státuðu af mark- verðinum Dino Zoff á milli stang- anna. Ítalski markvörðurinn hafði haldið hreinu í um 1.100 mínútur, sem var heimsmet. Það þóttu því mikil tíðindi þegar Manno Sanon, framherji Haítí, kom liði sínu yfir í byrjun seinni hálfleiks. Í fáeinar mínútur virtist það ómögulega ætla að gerast, en ítalska liðið jafnaði sig fljótt og tryggði sér 3:1 sigur. Allir máttu vel við una. Haítí- liðinu hafði tekist að standa í knatt- spyrnurisanum Ítalíu og fundið leið fram hjá hinum ósigrandi Zoff. En svo riðu ósköpin yfir. Tveir af leikmönnum Haítí voru kallaðir í reglubundið lyfjapróf í leikslok: markskorarinn Sanon og miðjumaðurinn Ernst Jean-Joseph. Lyfjapróf voru tiltölulega ný af nál- inni á stórmótum og raunar fremur framkvæmd af skyldurækni en því að knattspyrnuyfirvöld hefðu raunveru- legar áhyggjur af lyfjanotkun. Ólögleg efni mældust í sýni Jean- Josephs, sem þegar gaf þá skýringu að um mistök liðslæknisins hefði verið að ræða, þar sem hann hefði tekið inn lyf við astma. Góðar líkur voru á að FIFA hefði tekið afsökunina góða og gilda, enda var það sjónar- mið útbreitt að árangursbætandi lyf væru í raun aðeins vandamál í ein- staklingsíþróttum og kæmu að litlu gagni í fótbolta. Liðslæknir Haítí varð hins vegar skelfingu lostinn og óttaðist reiði Duvaliers vegna málsins. Hann hljóp því til og vísaði frá sér allri ábyrgð. Hann þrætti fyrir að Jean-Joseph hefði látið vita af astmanum eða lyfja- tökunni. Öryggislögregla Duvaliers, sem hafði náið eftirlit með landsliðs- hópnum, ákvað að taka málið í sínar eigin hendur. Þeir misþyrmdu Jean- Joseph hrottalega á hótelinu og drógu hann svo á brott fyrir augum liðs- félaganna. Leikmaðurinn var sendur vestur um haf, þar sem honum var að lokum sleppt úr haldi – en það fengu félagar hans ekki að vita fyrr en löngu síðar. Eins og gefur að skilja rauk öll leik- gleði landsliðsmanna út í veður og vind við atvikið. Leikmennirnir töldu að Jean-Joseph lægi á botni Atlants- hafsins og öryggislögreglumennirnir létu dólgslega, otuðu vopnum sínum að liðinu og létu í það skína að ekki væri von á góðu þegar komið yrði aftur heim. Haítí sá ekki til sólar í leikjunum tveimur sem eftir voru. Uppskeran varð rýr: þrjú töp í leikj- unum þremur og markatalan 14:2. Duvalier var ekki skemmt og lof- orðin fögru um hús og bíla fyrir leik- menn landsliðsins urðu að engu. Hins vegar stillti hann sig um frekari hefndar aðgerðir og Ernst Jean-Joseph átti meira að segja afturkvæmt í landsliðið, sem fór nærri því að kom- ast í úrslitakeppni HM fjórum árum síðar. En þá hafði áhugi forsetans á íþróttinni minnkað, líkt og svo margir aðrir einræðisherrar hafði hann áttað sig á að fótbolti er of óútreiknanlegur til að gagnast vel sem pólitískt tæki til lengdar. 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R28 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E 4 -E 3 4 C 1 9 E 4 -E 2 1 0 1 9 E 4 -E 0 D 4 1 9 E 4 -D F 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.