Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 66
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Lögfræðiþjónusta
Veist þú hvert eignir þínar renna
eftir þinn dag? Kynntu þér málið á
heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
Kolbrún Gísladóttir
lést þann 26. maí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Eva Bergmann Guðlaugsdóttir
Helena Guðlaugsdóttir Brynjúlfur Guðmundsson
Thelma María Forberg
Gabriel Bergmann
Marin Eva Brynjúlfsdóttir
Guðrún Klara Brynjúlfsdóttir
og systkini hinnar látnu.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Sólmundur Jónsson
frá Ársól, Akranesi,
Lóulandi 7,
Garði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. júní.
Útförin fer fram frá Útskálakirkju
miðvikudaginn 6. júlí kl. 13.00.
Sigríður Stephensen
Ingibjörg Sólmundardóttir Loftur Sigvaldason
Sigrún Sólmundardóttir Haraldur Magnússon
Sigurborg Sólmundardóttir Hans Wíum
Jón Sólmundarson Sigurbirna Ágústsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Gróa Svanheiður Árnadóttir
áður til heimilis að Hverfisgötu 40,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. júní.
Jarðarförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 5. júlí kl. 13.00.
Ingibjörg Pálsdóttir Kjartan Kjartansson
Árni Pálsson Þuríður Ingvarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs frænda og vinar,
Hallbjörns Péturs
Benjamínssonar
Skólabraut 10, Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og
vistmanna á Bjargi, Seltjarnarnesi.
Elín Guðmundsdóttir Bergmann Bjarnason
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Ragnhildar Eyju Þórðardóttur
fyrrverandi deildarstjóra í
heilbrigðisráðuneytinu,
sem lést á Landspítalanum 9. júní.
Sigríður Elín Sigfúsdóttir Oddur Carl Einarsson
Arnór Þórir Sigfússon Gunnhildur Óskarsdóttir
Gunnlaugur Sigfússon Sólveig Kristjánsdóttir
barnabörn og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar og systir,
Katrín Jónsdóttir
12 rue Abel Ferry – París,
lést þann 27. júní sl. í París.
Minningarathöfn verður haldin í
Stykkishólmi, auglýst síðar.
Eiríkur, Audrey og Elsa Dóra Amsellem,
Sigurjón, Sigríður, Ingibjörg, Högni,
Rannveig, Áslaug og Sif Jónsbörn.
Ástkær sambýlismaður minn
og bróðir okkar,
Arnþór Jón Þorsteinsson
frá Moldhaugum,
Skálateigi 1,
Akureyri,
sem lést að heimili sínu 21. júní, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 4. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Lautina á Akureyri, sem er
athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Hægt er að leggja inn á
reikn. 565-26-4632. kt. 650101-3320 .
Guðlaug H. Jónsdóttir
Ester Þorsteinsdóttir
Þröstur Þorsteinsson Saard Wijannarong
Rósa Þ. Þorsteinsdóttir Bjarni R. Ingvason
Eygló H. Þorsteinsdóttir Baldur J. Helgason
Margrét H. Þorsteinsdóttir Oddur H. Halldórsson
Ása B. Þorsteinsdóttir Kristþór Halldórsson
„Það voru níutíu rannsóknarstaðir sem ég kortlagði og kannaði fléttur á. Ég dreifði þeim um
allt landið, út á ystu annes og inn til landsins,” lýsir Hörður. Mynd/Auðunn níelsson
Mynsturskræpa, næturskóf, viðarskegg,
tíglarein og fjallakúpa eru meðal nafna
á fléttum (skófum) í náttúru Íslands.
Hörður Kristinsson grasafræðingur
lýsir þeim í máli og myndum í nýrri
bók, ásamt 387 öðrum. Hún heitir
Íslenskar fléttur og er sú fyrsta um
þennan hluta flórunnar. Á bak við hana
er áratuga rannsóknarstarf Harðar
sem nú nálgast áttrætt. Hann tók allar
myndirnar nema tvær, þær minna
á listaverk eftir Kjarval. Hann hefur
líka gefið flestum fléttunum nöfn eftir
ákveðnu kerfi en gömul alþýðunöfn
eins og álfabikar, engskóf og fjallagrös
halda sér.
Hörður segir upphafið að bókinni
mega rekja til könnunar á landnámi
gróðurs í Surtsey, meðal annars fléttna.
„Sérfræðingar frá Bandaríkjunum töldu
að til þess þyrfti að fá upplýsingar um
fléttur á Íslandi í heild. Þá var ég við
doktorsnám í líffræði í Þýskalandi og
var fenginn til að rannsaka fléttuflóru
Íslands sem var draumur minn. Því tók
við tveggja sumra ferðalag um allt land-
ið við að safna fléttum. Það var risastórt
verkefni sem má þakka Surtsey.“
Nær 800 tegundir fléttna hafa fundist
hér á landi og er alltaf að fjölga, að sögn
Harðar. „Þó þurfa fléttur dálítinn tíma
til að ná fótfestu því þær eru sambýli
þörungs og svepps, sem flækir dálítið
málið,“ lýsir hann. Hann segir fléttur
forðast uppblástur og á móbergs-
svæðum sé mun minna um þær en á
blágrýtissvæðum. „Við höfum bæði
suðlægar tegundir og norðlægar, land-
rænar tegundir og úthafstegundir. Það
er aðallega loftslagið sem ræður.“
Bókin er ekki í stóru broti og kemst
vel í venjulegan bakpoka. „En það er
svolítið þungur í henni pappírinn,“
segir Hörður. Þannig að hún sígur
aðeins meira í en æskilegt væri.“
gun@frettabladis.is
Afrakstur áratuga vinnu
Íslenskar fléttur, ný bók Harðar Kristinssonar grasafræðings, er fyrsta heildarrit sem út
kemur um skófirnar sem skreyta klappir, móa og skóga þessa lands.
Því tók við tveggja
sumra ferðalag um allt
landið við að safna fléttum. Það
var risastórt verkefni sem má
þakka Surtsey.
2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R30 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B l A ð i ð
tímamót
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
E
4
-D
E
5
C
1
9
E
4
-D
D
2
0
1
9
E
4
-D
B
E
4
1
9
E
4
-D
A
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K