Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alþjóðleg ráðstefna í tile fni af aldarafmæli almenns ko sningaréttar í Hörpu 22.–23. október . Skráningarfrestur re nnur út 14. október. Nánari upplýsingar o g skráning: kosningarettur100a ra.is Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Lokahóf Tólfunnar, stuðningsmanna- félags íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, fór fram á Ölveri í gær. Leik- urinn gegn Tyrklandi var síðasti mótsleikur liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar og beinast nú allir kraftar félagsins að undirbúningi fyrir það. „Menn eru aðeins rólegri á Ölveri en í Laugardalnum en það koma ein- hverjir með trommur og halda uppi stemningu og gleði,“ sagði Pétur Orri Gíslason, formaður Tólfunnar, fyrir leikinn en um áttatíu stuðningsmenn risu úr sætum og sungu Ég er kominn heim eftir að leik lauk. Tyrkir voru af veðbönkum taldir sigurstranglegri fyrir leikinn, en þeir voru fyrir hann í umspilssæti riðilsins og komust beint á EM með sigrinum á meðan Tékkar tryggðu sér fyrsta sæt- ið með sigri á Hollandi. „Íslenska liðið gerði tvö jafntefli í röð fyrir leikinn en við erum alltaf brattir og bjartsýnir og töldum okkur geta borið sigur úr býtum. Tyrkirnir hafa verið á uppleið og við erum mjög sáttir við frammistöðu liðsins. Við hefð- um alltaf verið sáttir við annað sætið fyrir keppnina og það er sögulegt af- rek fyrir knattspyrnuna á Íslandi að fara að keppa á EM,“ sagði Pétur. Stuðningsmenn liðsins létu sig ekki vanta á vellinum í Konya en Pétur taldi að um tólf Tólfur hefðu farið út og sam- tals væru á bilinu 50-80 Íslendingar á staðnum. Búa sig undir EM Tólfan hefur ekki síst vakið athygli fyrir að halda uppi stemningu á áhorf- endapöllunum með söng og látum. Það krefst þó undirbúnings að halda söngnum ferskum og er það fastur lið- ur í starfi Tólfunnar. „Við erum með góða skáldanefnd í því að undirbúa baráttusöngva og reynum að koma með einhverjar nýjungar fyrir hvern leik.“ Næstu tíðindi af landsliðinu verða í desember og gætir þegar óþreyju meðal stuðningsmanna. „Það er næst að bíða eftir að dregið verði í riðla fyrir EM en spennan fyrir mótið er orðin gríðarleg.“ Tólfumenn sáttir við frammistöðu liðsins  Stuðningsmannafélagið horfir björtum augum til EM Morgunblaðið/Eggert Ég er kominn heim Glatt var á hjalla eftir leikinn þrátt fyrir 0-1 ósigur liðsins og lagið tekið saman. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heildaraflamark í loðnu á vertíðinni 2015/2016 verður 44 þúsund tonn samkvæmt nýrri aflareglu. Þessi niðurstaða er byggð á mælingum Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin leggur til að vel verði fylgst með loðnuveiðum vestan við 18°V og að svæðum verði lokað verði vart við ókynþroska loðnu í afla. Nýr loðnusamningur milli Íslands, Grænlands og Noregs var gerður í vor. Heildaraflamarkið mun því skiptast á milli þessara þjóða sam- kvæmt fyrirliggjandi reglum. Veiðistofn loðnu verður mældur aftur í janúar/febrúar á næsta ári. Aflamarkið verður endurreiknað í ljósi þeirra mælinga. „Þetta eru ákveðin vonbrigði, en við höfum séð það svartara áður,“ sagði Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, um upphafskvóta loðnu. Hann sagði það hafa gerst oft á árum áður að loðnuútgerðir hefðu verið kvótalitlar eða kvótalausar fram í janúar. „Við vitum ekkert um þessa loðnu ennþá. Við verðum bara að treysta á jan- úarleiðangurinn og erum alveg ró- legir þangað til.“ Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son fór í leiðangur 16. september til 4. október sl. til að mæla veiðistofn loðnu og magn ungloðnu. Rann- sóknasvæðið var á hluta landgrunns- ins við Austur-Grænland, í Græn- landssundi og á norðurmiðum allt austur að Sléttu. „Loðna fannst víða í köntum og á landgrunni við Austur- Grænland, í Grænlandssundi að landgrunnsbrúninni út af Vestfjörð- um, en engin loðna fannst með land- grunnsbrún norðan Íslands,“ segir í fréttatilkynningu Hafrannsókna- stofnunar. Lóðningar voru yfirleitt fremur gisnar. Aðstæður til mælinga voru erfiðar. Rekís norðan 72°N tor- veldaði mælingu á kynþroska hluta stofnsins og óveður torvelduðu berg- málsmælingu og töku á sýnum. Mjög lítið af ungloðnu Mjög lítið mældist af ókynþroska loðnu. Hún fannst aðallega syðst á rannsóknasvæðinu. „Alþjóðahaf- rannsóknaráðið (ICES) byggir ráð- gjöf um veiðar á vertíðinni 2016/2017 á þessari mælingu á ungloðnu og ljóst er að engar veiðar verða heim- ilaðar að óbreyttu.“ 44.000 tonna loðnukvóti  Loðna fannst víða við Austur-Grænland í leiðangri Hafrannsóknastofnunar  Engin loðna með landgrunnsbrún norðan Íslands  Lítið af ókynþroska loðnu Morgunblaðið/Börkur Á loðnumiðunum Heimaey VE1 og grænlenska skipið Polar Amaroq. Í dag eru 240 dagar þangað til Evrópumótið hefst. Dregið verð- ur í riðla 12. desember kl. 18 að staðartíma í París. Upphafsleik- urinn verður svo leikinn 10. júní þegar gestgjafarnir, Frakkar, taka á móti enn óþekktum and- stæðingi og úrslitaleikurinn mánuði síðar, 10. júlí. Tólfan hefur starfað með Gamanferðum um ferðir á úti- leiki liðsins og heldur því áfram fyrir Evrópumótið, segir Pétur. „Þau hafa tekið frá hótelpláss í öllum borgum sem spilað er í og bjóða upp á pakka fyrir alla sem vilja fara á mótið í skipulagðri og góðri ferð þar sem verður gríðargóð stemning.“ Fjölmenna til Frakklands 240 DAGAR TIL STEFNU Horfur eru á fyrirtaks haustveðri á landinu í vikunni og fram yfir helgi. Samkvæmt spám verður gæðunum nokkuð misskipt með talsverðum vindi og úrkomu á Suðvesturlandi en óvenjuhlýtt verður miðað við árstíma á Norður- og Austurlandi. Lægðir eru vestan við Grænland og háþrýstisvæði yfir Bretlandi og líklegt þykir að þessi veðurkerfi færi hlýtt loft yfir landið. Sunnan- og suðvestanátt er spáð ríkjandi út vikuna, 6-15m/s og 5-12 stiga hita. Spáð er allt að 15 stiga hita á laug- ardag. Hlýindum spáð fyrir norðan og austan Morgunblaðið/Skapti Haust Útlit er fyrir afbragðs haustveður norðanlands og austan í vikunni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Engar athuganir hafa verið gerðar á nýju flugvallarstæði á norðanverð- um Vestfjörðum, í stað núverandi Ísafjarðarflugvallar, og engir aug- ljósir kostir uppi. Leggja þarf í 100 milljóna króna kostnað við nýtt slit- lag á Þingeyrarflugvöll til þess að hann geti nýst sem varaflugvöllur fyrir Ísafjörð. Ísafjarðarflug féll niður 86 sinnum á síðasta vetri og 93 sinnum veturinn þar á undan. Er það oftar en flest ár- in þar á undan. Á sama tíma hefur sjaldan verið hægt að lenda á vara- flugvellinum, Þingeyrarflugvelli, vegna þess að frostlyfting gerir flug- brautina ónothæfa meginhluta vetr- ar. Áður var unnt að nota varaflug- völlinn í 12,5 til 20% tilfella þegar ekki var hægt að lenda á Ísafirði. Engir augljósir kostir Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hef- ur óskað eftir því við Alþingi að gerð verði athugun á nýju flugvallarstæði til þess að innanlandsflugið virki al- mennilega. Helst þurfi að vera tveggja brauta flugvöllur sem nái 90- 95% nýtingu og hægt sé að nota til millilandaflugs, að minnsta kosti með vörur. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi ISAVIA, segir að engar formlegar athuganir hafi verið gerð- ar á nýju flugvallarstæði og engir augljósir kostir uppi. Hann segir að beiðni um slíka athugun þurfi að koma frá innanríkisráðuneytinu. Aðstæður til flugvallargerðar á norðanverðum Vestfjörðum eru aug- ljóslega erfiðar vegna landslags. Háu vestfirsku fjöllin valda margvís- legum vanda. Frostlyfting á flugbrautinni á Þingeyri gerir völlinn ónothæfan meginhluta vetrar, einmitt á þeim tíma sem hann gæti nýst sem vara- flugvöllur fyrir Ísafjörð. Kostnaður við lagfæringar á brautinni er áætl- aður um 100 milljónir kr. Að auki þarf að bæta tækjabúnað á vellinum. Engar athugan- ir á nýju flug- vallarstæði  86 flug til Ísafjarðar felld niður síð- asta vetur  Sjaldan lent á varaflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.