Morgunblaðið - 14.10.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Verið velkomin
Kynnt verður:
• Nýju haustlitina frá Dior
• Nýja Diorshow maskarann
• Nýtt og glæsilegt Capture Total
augnkrem
• Ásamt faglegri ráðgjöf frá
snyrtifræðingi
Falleg gjöf fylgir kaupum á
tveimur keyptum vörum frá Dior.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
kynning
miðvikudag, fimmtudag
og föstudag
TAX FREE
af öllum snyrtivörum
í október
Verð 25.980
Litir: blár, svartur
og grænn
Skoðið laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval
Buxnaúrval
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Hornstrandir liggja mjög vel við
hafstraumnum og þarna eru meira
að segja víkur sem heita rekavíkur.
Það kemur því mikið rusl og reki í
fjörurnar,“ segir Gauti Geirsson,
verkfræðinemi og einn fyrirlesara á
nýafstöðnu umhverfisþingi á vegum
umhverfis- og
auðlindaráðu-
neytisins.
Hann hefur
skipulagt rusl-
hreinsanir á
fjörum Horn-
strandafriðlands-
ins síðastliðin tvö
sumur. „Það hef-
ur tekist ótrúlega
vel með sam-
stilltu átaki opin-
berra aðila, einkaaðila og sjálf-
boðaliða en samanlagt höfum við
náð að hreinsa rúmlega ellefu tonn
af rusli,“ segir Gauti ánægður með
árangurinn.
Til stendur að halda átakinu
áfram og ráðast í verkið enn á ný
næsta vor. Búið er að hreinsa fjórar
til fimm víkur og enn af nógu að
taka.
Færri komust að en vildu
„Ruslið virðist vera tvíþætt. Ann-
ars vegar rekur á land slitin veið-
arfæri, netakúlur og annað sem lítið
er við að gera. Hins vegar er þetta
rusl sem hefur verið hent í sjóinn
eða á landi sem síðan fýkur út á sjó,“
segir hann en það sé greinilegt að
ruslið stafi ekki allt frá Íslandi. „Við
sjáum rusl til dæmis frá Noregi,
Rússlandi og Bretlandi með alls
konar merkingum.“
Aðallega er það plastrusl sem
rekur á fjörur friðlandsins en það
flýtur og brotnar ekki niður þegar á
land er komið. Sumt sé margra ára
gamalt.
Íslenskir sjómenn standi sig einna
best í því nú til dags að henda ekki
drasli í sjóinn á ferðum sínum vegna
mikillar vitundavakningar sem orðið
hefur í þessum málum undanfarið.
„Maður heyrir til dæmis af smá-
bátum í Norður-Noregi þar sem
menn henda nær öllu í sjóinn,“ segir
Gauti en tryggja þurfi frekari vit-
undarvakningu erlendis til að koma í
veg fyrir að ruslið reki á land hér.
Ekki sé hins vegar mikið um rusl
á gönguleiðum um Hornstrandir
enda göngumenn og ferðamenn
mjög meðvitaðir um reglur um rusl.
„Ruslið hefur því aðallega verið lýti
á fjörunum. Svo er það afar slæmt
fyrir lífríkið á svæðinu.“
Færri komust að en vildu í rusl-
hreinsunina í vor en fólk hvaðanæva
af landinu gerði sér far til Horn-
stranda og lagði hönd á plóg. Þá hef-
ur Gauti einnig haft spurnir af því
að hreinsunarátakið hafi jafnvel
undið upp á sig og fólkið sem tók
þátt í því verið stoppað á leiðinni
suður til að tína upp rusl á víða-
vangi.
Verðmæti náttúru mun aukast
„Þetta er hluti af þeirri um-
hverfisvakningu sem er hjá ungu
fólki í dag og því að við erum byrjuð
að hugsa meira út í framtíðina,“ seg-
ir Gauti um óbilandi áhuga sinn á
umhverfismálum. Hann er ættaður
frá Vestfjörðum og starfar þar við
farþegaflutninga á sumrin.
„Fyrir mér er ósnert náttúra ein
mestu auðæfi sem þjóð getur átt.
Verðmæti slíkra svæða á aðeins eft-
ir að aukast í framtíðinni og þess
vegna eigum við að vera óhrædd við
að standa sérstakan vörð um þau
svæði þjóðarinnar sem við höfum
ákveðið að friðlýsa.“
Fjörur Hornstranda hreinsaðar
Ungur verkfræðinemi stendur að ruslhreinsun á Hornströndum 11 tonn af rusli fjarlægð
Fjöldi sjálfboðaliða leggst á eitt „Ósnert náttúra ein mestu auðæfi sem þjóð getur átt“
Ljósmynd/Gauti Geirsson
Samhent Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína á Hornstrandir í vor og hreinsaði upp rusl í fjörunum. Landhelgisgæslan lagði þeim lið með því að ferja ruslið
yfir til Ísafjarðar á varðskipi. Gauti fékk bæði opinbera og einkaaðila í samstarf við sig og segir fólk almennt viljugt að taka þátt í verkefninu.
Ljósmynd/Gauti Geirsson
Magn Fjarlægð hafa verið rúm ellefu tonn af rusli sem rekið hefur á fjörur
Hornstrandafriðlandsins. Verkefninu er ekki lokið og verður aftur að ári.
Gauti
Geirsson