Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Ljósmynd/Úr einkasafni fjölskyldu Ingólfs Jóhannssonar
Chevrolet Ingólfur Jóhannsson á Iðu í Biskupstungum keypti Chevrolet vörubíl árið 1948. Bíllinn var m.a notaður
til að flytja lækninn í Laugarási í sjúkravitjanir en hann var líka notaður til skemmtiferða. Ingólfur næst lengst t.h.
um árum. Þetta var sko fjörið, að fá
að fara í áburðarferð með pabba og
við stoppuðum á Litlu kaffistofunni
og fengum okkur hressingu. Mér
fannst gaman að hlusta á vörubíl-
stjórana spjalla saman, en það er
ákveðið tungumál í kringum þennan
heim. Vörubílstjórar kalla til dæmis
þann mann tippara sem stendur fyrir
aftan bílpallinn og passar að það sé
sturtað á réttum stað og dreifir svo úr
ofaníburðinum.“
Dauðaslys í fjárflutningum
Starf vörubílstjóra gat á árum
áður verið nokkuð háskalegt og menn
tóku stundum mikla áhættu.
„Í bókinni eru nokkrar slíkar
sögur, til dæmis af heyflutningum
norður í land um jólin, þegar allt var á
kafi í snjó. Þeir voru marga sólar-
hringa á leiðinni,“ segir Anna Rósa
og bætir við að fjárflutningarnir
miklu 1952-1953 hafi verið alveg sér-
stakur kafli í lífi þeirra sem tóku þátt
í því.
„Þá hafði allt fé verið skorið nið-
ur á Suðurlandi vegna mæðiveiki og
vörubílstjórar sáu um að flytja nýjan
ósýktan fjárstofn norður í Þingeyj-
arsýslu. Þetta voru 16 þúsund lömb
og til verksins þurfti 100 bíla og fór
hver þeirra þrjár ferðir. Þetta var um
haust og fyrstu bílarnir lentu sumir í
öskubyl á Holtavörðuheiði. Það varð
eitt dauðslys í þessum miklu fjár-
flutningum, þegar gæslumaður féll af
bíl sunnan Holtavörðuheiðar, en það
þurftu auðvitað að vera gæslumenn á
bílunum á þessari löngu leið með féð.“
Ljósmynd/Úr einkasafni Sigurðar Skúlasonar
Stolt Sigurður Skúlason ásamt eiginkonu sinni, Grétu Sig-
fúsdóttur, við fyrsta vörubílinn sem hann eignaðist tvítugur.
Ljósmynd/Úr einkasafni Baldurs Loftssonar
Bátaflutningur Baldur Loftsson vörubílstjóri.
Úr einkasafni Guðmundar I. Guðjónssonar
Forn Vörubíll frá liðnum tíma.
Útgáfuhóf verður n.k laugardag á
Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi
kl 14 og munu væntanlega margir
vörubílstjórar mæta til að fagna
Wacker Neuson framleiðir öflugar liðstýrðar hjólbörur með burðargetu frá 1,0 tonni upp í 10,0 tonn.
Ýmiss búnaður í boði svo sem snúanlegur pallur, pallur með aukinni lyftihæð, flatur pallur, ökumanns hús og margt fleira.
Erummeð fyrirliggjandi liðstýrðar hjólbörur með burðargetu upp á 1,5 tonn og aukinni lyftihæð.
Fjölhæfar smágröfurLiðstýrðar hjólbörur
fráWacker Neuson
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Róbert Róbertsson, faðir Önnu Rósu,
hefur verið félagsmaður í Mjölni í 64
ár og hann hefur starfað þar sem
framkvæmdastjóri undanfarin tutt-
ugu og þrjú ár. Róbert er níræður og
Anna Rósa segist efast um að það
séu margir á hans aldri í fullu starfi.
„Hann sér um allt, reiknar út launin
og hefur hingað til borgað öllum
með ávísunum. Hann gerir öll tilboð
fyrir félagið og nú er uppgangur, það
bætast félagar við á hverju ári. Pabbi
er búinn að landa verkefnum fyrir
allt næsta ár og vantar menn til
starfa. Hann er ekkert á leiðinni að
hætta. “
Róbert byrjaði að keyra vörubíl ár-
ið 1948 og gerði það sleitulaust í 47
ár, en síðan þá hefur hann verið í
fullu starfi sem framkvæmdastjóri
Mjölnis.
„Að starfa hér heldur mér ungum,
annars væri ég löngu dauður. Hingað
koma líka gamlir félagar mínir á
hverjum morgni í kaffi og við ræðum
landsins gagn og nauðsynjar. Ég
hætti ekki fyrr en ég verð ruglaður,“
segir Róbert og hlær.
„Margt hefur breyst á þessum
langa tíma, vegir voru slæmir hér áð-
ur en núna eru allir vegir góðir. Ég
vann bæði vegavinnu og við að keyra
áburð til bænda, en það var þriggja
mánaða törn á vorin. Bændurnir
sögðu að vorið væri komið þegar ég
renndi í hlað hjá þeim með fyrsta
áburðarfarminn. Einnig starfaði ég á
haustin við að keyra fé frá bændum í
sláturhúsið, það var önnur törn. Þeg-
ar ég vann fyrir Vegagerðina var ég
að heiman heila viku eða tvær en
kom oftast heim um helgar. Þá var
líka unnið um nætur, en það var mik-
il breyting hjá okkur vörubílstjórum
um 1980 þegar Vegagerðin byrjaði
með útboðin, þá lagðist af þetta líf í
vegavinnuskúrum sem og nætur-
vinnan. Ég var farsæll í vörubílstjóra-
starfinu og það varð aldrei slys, sem
er mikil heppni hjá atvinnubílstjóra í
50 ár.“
Róbert var alltaf með sama bíl-
númer á sínum vörubílum, X-320.
„Það var númerið sem var á fyrsta
vörubílnum mínum sem ég keypti af
Grími á Syðri-Reykjum. Það var
Austin-bíll og ég hélt númerinu á öll-
um hinum fimm vörubílunum sem ég
eignaðist eftir það, en þeir voru allir
af Volvo-tegund. Það var siður hjá
flestum bílstjórum að halda sínum
númerum, en núna þekkir maður
ekki nokkurn mann á bílnúmerum,“
segir Róbert og hlær.
Róbert var aldrei með búskap á
Brún en þegar hann var kosinn gjald-
keri í hreppsnefnd í Biskupstungum
hjá fjallskilasjóði, þá fannst mönnum
ómögulegt að hann ætti enga kind.
„Bræðurnir Jón og Eiríkur í Miklholti
gáfu mér því þrjú lítil lömb, en flest-
ar urðu þær fjórtán hjá mér.“
Níræður og enn í fullu starfi framkvæmdastjóra
Stjórinn Róbert á skrifstofunni hjá Mjölni, þar sem hann unir hag sínum vel.
Starfaði sem vörubílstjóri
í tæplega hálfa öld
Þær eru margar konurnar sem
gleymst hafa þegar kemur að því
sem þær hafa skrifað. Einnig leynist
margt í handritasöfnum sem teng-
ist konum. Í dag verður hægt að
forvitnast um þessa hluti, því í há-
deginu kl 12.15 í Menningarhúsi í
Grófinni í aðalsafni Borgarbóka-
safnsins við Tryggvagötu verður há-
degiserindi sem ber heitið:
Konan, skáldið og raunveruleik-
inn. Þar mun Magnea Þuríður
Ingvarsdóttir menningarfræðingur
fjalla um skáldskap kvenna fyrr á
tímum sem er mörgum gleymdur.
Einnig ræðir hún um menning-
arperlur kvenna sem leynast víða í
handritasöfnum.
Hádegiserindi þetta er öllum opið
og ókeypis.
Erindi í hádeginu í dag á Borgarbókasafni
Magnea Menningarfræðingur.
Konan, skáldið og raunveruleikinn