Morgunblaðið - 14.10.2015, Side 20

Morgunblaðið - 14.10.2015, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað Vinnsluhæð 240 mm Vinnslubreidd 250 mm Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm Hakkavél: Já Mótor: 550 wött Hæð: 1470 mm Þyngd: 58 kg Verð aðeins kr. 79.000 Síðumúla 11 - 108 Reykjavík - Sími 568 6899 Póstfang: vfs@vfs.is - Netsíða: www.vfs.is                                     !" #  # "$ %" " "%  %% !$$ %"! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 % ##  #!" " $ "" $  "% !$ %! %#  ! "   " "$# #  %% !$! %! #" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Fasteignafélagið Reitir hefur ákveð- ið að kaupa tvö fasteignafélög í rekstri hjá Stefni, sjóðastýringar- félagi í eigu Arion banka. Heildarvirði kaupanna er sam- tals 17,9 milljarðar króna sem verður að fullu fjár- magnað með lánsfé og yfirtöku áhvíl- andi skulda, segir í tilkynningu. Eign- irnar eru 37.500 fermetrar af húsnæði ásamt byggingarrétti. Fasteignirnar eru Hótel Borg, Borgartún 37, Guðrúnartún 10, Þingvallastræti 23 á Akureyri, Laugavegur 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5. Allt að sex þúsund fermetra byggingarréttur fylgir Borgartúni 37. Eignirnar eru í útleigu til um 20 aðila með um 99% útleiguhlutfall en helstu leigutakar eru KEA hótel, Advania, Ný- herji, Icelandair hótel, Geymslur og Fastus. Leigutekjur á ári eru 1,4 millj- arðar króna og er meðaltími leigusamn- inga um 12 ár. Reitir er stærsta fast- eignafyrirtæki landsins og munu kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagn- aður Reita hækkar um 1,1 milljarð króna á ársgrundvelli. Reitir kaupa fasteignir fyrir 18 milljarða Reitir eignast Hótel Borg. STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikil ólga er innan lífeyrissjóðakerf- isins í kjölfar útboðs Arion banka á 21% hlut sínum í Símanum, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Tengist ólgan í raun sölu á 10% hlut bankans í fyrirtækinu sem fram fór örfáum vikum fyrir almennt útboð. Þar var fjárfestahópi annars vegar og völdum viðskiptavinum bankans hins vegar boðinn til kaups sitthvor 5% hluturinn á gengi sem var tugum pró- senta lægri en meðaltalsverð reynd- ist vera í útboðinu sem á eftir fylgdi. Töldu sjóðirnir, sem margir hverjir hafa verið hluthafar í Símanum í nokkur ár í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækisins, að þeir hefðu átt að hafa möguleika til kaupa á bréfum í fyrirtækinu á sama verði og hóparnir fyrrnefndu. Undrandi á forsölu bréfa Í samtölum við marga forystu- menn innan lífeyriskerfisins hefur Morgunblaðið fengið staðfest að líf- eyrissjóðirnir telji það verð sem Arion banki fékk fyrir 21% hlut sinn í opnu útboði fyrr í mánuðinum hafa verið ásættanlegt, ekki aðeins fyrir seljanda heldur kaupendur einnig. Því hafi sjóðirnir ekki séð neitt at- hugavert við að þeir tækju þátt í út- boðinu eins og aðrir en það komi þó á óvart að þeir hafi ekki setið við sama borð og ýmsir aðrir sem fengu bréfin keypt á mun lægra verði. Margir sjóðanna eru með fjármuni í stýringu hjá eignastýringarfyrirtækinu Stefni, sem er í eigu Arion banka. Félög í baklandi lífeyrissjóðanna eru mörg hver einnig með mikla fjármuni í stýringu hjá Stefni og hefur Morg- unblaðið heimildir fyrir því að á vett- vangi stjórna þeirra hafi komið til tals að færa viðskipti frá dótturfélagi bankans í mótmælaskyni við fram- kvæmdina á útboði á bréfum Símans og öðrum fyrri útboðum. Á sér dýpri rætur Margir lífeyrissjóðir eru afar ósátt- ir við framgöngu Arion banka, meðal annars við endurfjármögnun fast- eignafélagsins Reita í árslok 2014. Hún átti sér stað í aðdraganda þess að fyrirtækið var skráð á markað. Við endurfjármögnunina var hlutafé að andvirði 17 milljarða selt og þá gaf fyrirtækið einnig út 25 milljarða skuldabréfaflokk. Við fjármögnunina tók Arion banki ákvörðun um að selja þremur stærstu lífeyrissjóðum lands- ins, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Gildi, ásamt lífeyrissjóðum í eign- astýringu hjá Arion banka, 12 millj- arða af hinu nýja hlutafé og allan skuldabréfaflokkinn. Öðrum lífeyris- sjóðum í landinu, rúmlega 20 talsins, var ekki boðin þátttaka. Ólga innan lífeyrissjóðanna vegna útboðs Arion banka Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á markað Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í Símanum á fimmtudaginn.  Lífeyrissjóður falaðist eftir bréfum í Símanum á genginu 3,45 í maí síðastliðnum Kvika banki, sem varð til við sam- einingu MP banka og Straums fjár- festingarbanka, hefur ákveðið að selja liðlega 66% hlut sinn í Íslensk- um verðbréfum (ÍV) til hóps fjár- festa. Í tilkynningu kemur fram að bankanum hafi borist tilboð í hlut- inn og eftir að hafa farið vandlega yfir það var ákveðið að semja við til- boðsaðila um sölu á öllum eignar- hlut bankans í félaginu. Ekki er greint frá væntanlegum kaupendum en stefnt er að því að tilkynna form- lega um viðskiptin á næstu dögum. Fyrir um það bil ári var nokkurt kapphlaup um hluti í ÍV á milli MP banka og Straums, þegar MP banki keypti um 27% hlut Íslandsbanka í ÍV. Um viku síðar var tilkynnt um kaup Straums á meirihluta í ÍV sem jafnframt fól í sér forkaupsrétt Straums á þeim hlutum sem MP banki hafði keypt skömmu áður. Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki með höfuð- stöðvar við Strandgötu á Akureyri. Auk Kviku eru helstu hluthafar félagsins Stapi lífeyrissjóður með um 17% hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga með 14,5%. Engin samþætting hefur átt sér stað á milli Kviku og Íslenskra verðbréfa, að því er fram kemur í tilkynningu um væntanlega sölu. Því kallar sala á fyrirtækinu ekki á breytingar á starfsemi Kviku. „Stjórnendur bankans höfðu engin áform uppi um að selja hlut hans í Íslenskum verðbréfum fyrr en til- boð barst í hlutinn, en eftir mikla yfirlegu var ákveðið að taka því til- boði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku. Morgunblaðið/Ómar Sala Sigþór Jónsson er fram- kvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. Kvika selur Íslensk verðbréf  Bankinn selur 66% hlut sinn til hóps fjárfesta Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins var fjárfestum, sem eignuðust hlutabréf í Símanum í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtæk- isins árið 2013, boðið að selja hluti sína í maí síðast- liðnum á genginu 3,45. Tilboð bárust fjárfestum frá ótilgreindum lífeyrissjóði í gegnum fjármálafyrirtæki sem hafði milligöngu um viðskiptin. Þetta tilboð var gert rúmum þremur mánuðum áður en Arion banki seldi fjárfestahópi undir forystu Orra Haukssonar, forstjóra Símans, hlut í fyrirtækinu á genginu 2,5. Tilboðið var því 38% hærra en kaupverð fjárfestahópsins. Þá var tilboðsgengið 19% hærra en það gengi sem völdum viðskiptavinum bankans bauðst að kaupa hluti í Símanum á í september síðastliðnum. Ekki liggur fyrir á hvaða grundvelli fyrrnefnt tilboð byggðist en ljóst er að það er hærra en það gengi sem bréf í fyrirtækinu fóru á í svokallaðri tilboðsbók B í hinu almenna útboði. Í þeirri tilboðsbók tóku þátt þeir aðilar sem buðu í 100 milljónir eða meira og þar reynd- ist sölugengið 3,4. Vildu kaupa á genginu 3,45 í maí ÓLJÓS VERÐMYNDUN Á BRÉFUM Í SÍMANUM Í AÐDRAGANDA ÚTBOÐS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.