Morgunblaðið - 14.10.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.10.2015, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Öflugur 1000W blandari frá Dualit, sem hentar vel fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS, tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur. Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu og mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum. • 2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin • Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg • Má fara í uppþvottavél Verð kr. 41.224,- m.vsk. HARÐ- SNÚINN BLANDARI Veit á vandaða lausn Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Lögreglumenn og fleiri í þjóðfélaginu eru óhressir með þá dauf- heyrn sem LL/ lögreglumenn fá hjá rík- isvaldinu til bættra kjara a.m.k. til jafns við aðrar stéttir sem mikið álag hvílir á. Lögreglumenn hafa löngum verið lágt laun- aðir t.d. að því er varðar grunnlaun og því orðið að byggja af- komu sína á yfirvinnu og álagsvöktum um nætur og helgar. Nú eru breytt viðhorf innan stétt- arinnar sem víðar þ.e. að vinnuvikunni verði lokið í meira mæli með 40 stunda vinnu á ásættanlegum launum, þannig að lögreglumenn eins og aðrir geti verið meira með sínum fjölskyldum a.m.k. á milli vaktatarna. Flestum er ljóst að lögreglustarfið er krefjandi starf með verkefnum sem aðrar stéttir þurfa ekki að fást við. Álagið því oft mikið og slæmt þegar ofan á það bætast slök launakjör. Það sækir oft að lögreglumönnum eftir að hafa sinnt starfinu um tíma að hverfa til annarra starfa og reglulegri vinnutíma. Það er þó þannig að þegar búið er að afla sér sérmenntunar varðandi starf í nokkur ár, hvort sem það er innan lögreglunnar eða á öðrum vett- vangi, þá vill það verða svo að slíkri þekkingu er ekki varpað frá sér nema eftir ígrundaða ákvörðun. Það er dýrt fyrir ríkið að mennta lögreglumenn (einnig þá sjálfa) og því slæmt þegar reyndir lögreglumenn hverfa úr starfi. Að hafa reynslumikla og fjölhæfa lögreglumenn við störf er mikilvægt fyrir þeirra starfsumhverfi sem og þjóðfélagið í heild. Lögreglustarfið er sérhæft fagstarf á ýmsum sviðum og alltaf að verða kröfumeira vegna breytinga á af- brotaferlinu o.fl. þátta og á því að vera almennt launað sem slíkt. Eins og fyrr er getið hafa grunn- laun lögreglumanna löngum verið lág, afkoman byggð á yfirvinnu og álagi. Slíkt launaumhverfi sætta lög- reglumenn sig ekki við í dag. Síðasti kjarasamningur LL við ríkið var gerður 2006, síðan hefur verið um framlengingarsamninga að ræða með einhverjum smálaunahækkunum. Svo slakur var samningurinn 2006 að nýta varð ákvæði í fyrri samningi um tímabundna álagsgreiðslu 2007 til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir lögreglumanna. Á sama tíma var verið að gera samninga um miklar launahækkanir víða í þjóðfélaginu. Eftir hrunið 2008 létu lögreglu- menn kröfur um launahækkanir bíða vegna ástandsins í þjóðfélaginu, þrátt fyrir mikið álag í starfi. Upp úr 2013 hafa hin ýmsu félög verið að gera samninga um verulegar launahækkanir og nú finnst lög- reglumönnum vera komið að þeirra stétt. Annað verður vart samþykkt í at- kvæðagreiðslu um væntanlegan samning. Samið var um afsal á verkfallsrétt- inum á sínum tíma ásamt ýmsum sér- launaliðum með tilkomu þriggja við- miðunarhópa sem átti að tryggja ásættanleg laun lögreglumanna til framtíðar, þar sem ekki þótti æskilegt að lögreglan stæði í verkföllum. En svo fór að LL varð að standa í stappi við ríkið og fleiri stofnanir á vegum ríkisins við að láta reikna út viðkomandi viðmið til launahækkana fyrir lögreglumenn og fara með vissa þætti samningsins fyrir dómstóla til að fá staðfesta útreikninga sem ríkið taldi sig ekki þurfa að uppfylla. Fyrir rest fór það svo að LL/ lögreglumenn afsöluðu sér viðmið- unarsamningnum þ.e. eftir þunga áherslu frá ríkinu með það að mark- miði að láta reyna á hvort hægt væri að ná frekar fram ásættanlegum samningum beint við ríkið, sem því miður hefur ekki gengið eftir sem skyldi til þessa. Væri viðmiðunarsamningurinn enn í gildi væru grunnlaun lögreglumanna mun hærri í dag sem og greiðsla fyrir álags- og yfirvinnu. Ljóst er að lög- reglumenn hafa orðið fyrir verulegum skaða launalega við að verða við áherslum ríkisins á sínum tíma. Lögreglan er með vissa sérstöðu eins og fleiri stéttir sem annast öryggi borgaranna/ landsins, þætti sem ríkið þarf að taka tillit til í samningum t.d. vegna vinnu- skyldu alla daga ársins, nætur sem daga og ýmislegt fleira sem starfið krefst. Varðandi eftirlaun lögreglumanna í B-sjóði sem starfa í rannsókn- ardeildum og sinna útkallsvöktum nætur sem helgar, þá fá þeir ekki eft- irlaun af slíkum vöktum o.fl. greiðslum, eingöngu vissa% af slökum grunnlaunum eftir 44-45 ára starf. Lögð hefur verið áhersla á að bætt verði úr þessum þáttum. Mér skilst að aðrar stéttir á vegum ríkisins hafi náð fram vissum úrbótum til að bæta að hluta eftirlaunabilið sem er á milli A- og B-sjóðs. Það hlýtur að eiga að vera kapps- mál hjá ríkisvaldinu að hafa lög- reglumenn sæmilega sátta í starfi, launalega sem og á öðrum sviðum. Ljóst er að mikil óánægja ríkir inn- an lögreglumanna með kaup og kjör í dag. Úr því er nauðsynlegt að bæta með grunnkaups- og starfsaldurshækk- unum og fleiri úrbótum sem LL og lögreglumenn hafa lagt ríka áherslu á að nái fram að ganga. Ég treysti okkar ágætu fagráð- herrum og samninganefnd ríkisins til að bæta úr þessum þáttum og fleiru með ásættanlegum samningi við lög- reglumenn sem eru eins og kunnugt er án verkfallsréttar, stétt sem mikið álag hvílir oft á. Heyrst hefur í umræðu víða í kerf- inu að það sé orðið úrelt úrræði að fara í verkfall til að ná fram kjarabót- um. Nú reynir á það hjá ríkinu gagnvart lögreglumönnum, eða er það verk- fallsrétturinn með kostum hans og göllum sem gildir til að ná fram ásætt- anlegum kjarabótum? Óánægja innan lögreglu vegna kjarasamninga Eftir Ómar G. Jónsson » Flestum er ljóst að lögreglustarfið er krefjandi starf með verk- efnum sem aðrar stéttir þurfa ekki að fást við. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.