Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Ólöf eskimói Klædd ísbjarnarfeldi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við erum að velta fyrir okkurþessari röngu heimsmyndí nútímasamfélagi þar semáherslan er öll á hið stóra. Að allir eigi að keppast við að verða stórir, í víðri merkingu þess orðs. Skilaboðin sem samfélagið sendir okkur eru þau að það sé eftirsókn- arvert að komast upp á topp, hvort sem það er í velgengni eða einhverju öðru. Að klifra efst upp á fjall til að stækka sig. En það hlýtur að vera frekar einmanalegt að vera einn á fjallstoppi,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir en hún ásamt Sig- rúnu Hlín Sigurðardóttur opnar á morgun, laugardag, í Þjóðminjasafn- inu sýninguna Lítil. Sýningin er ást- arjátning til smæðarinnar og feg- urðarinnar sem býr í hinu litla. Er ég þá ekki til? „Við Sigrún erum báðar lág- vaxnar og eigum mjög hávaxna kær- asta, svo við þekkjum heiminn frá sjónarhorni þeirra litlu,“ segir Ragnheiður Harpa og hlær. „Á seinni hluta sýningarinnar sem verð- ur í formi gjörnings sem fram fer eftir viku, ætlar Sigrún að segja frá því hvernig upplifun það er þegar einhver tekur ekki eftir henni vegna smæðar hennar. Hún hefur til dæm- is upplifað það andspænis sjálfvirkri hurð með skynjara sem opnaðist ekki, af því geislinn var ekki hann- aður fyrir lágvaxna. Þá vaknar þessi tilfinning: Er ég ekki til?“ Ragnheiður Harpa segir sýn- inguna líka vera óð til þess að vera lítill í sér. „Það er tilfinning sem allir hafa upplifað. Við viljum að fólk leyfi sér að vera lítið í sér af því það er allt í lagi. Við viljum upphefja það og leika okkur með það.“ Ólöf kunni að nýta tækifæri Kveikjan að sýningunni var saga Ólafar eskimóa, íslenskrar konu sem fæddist 1858 í Húnaþingi á Íslandi og var dvergur. Hún flutt- ist til Vesturheims með föður sínum og systkinum þegar hún var ung- lingur. „Ólöf áttar sig á því að eina framtíð hennar í Kanada sem dvergs er að vera vinnukona heldra fólksins þar. En hana langar ekki til þess og eitt leiðir af öðru, hún starfar í fjöl- leikahúsi þar sem hún hittir annan dverg í fyrsta sinn, karlmann. Þar fær hún tækifæri, hún tekur þátt í leikriti þar sem hún og þessi dverg- ur leika hjón. Ólöf hittir síðan prest sem veit að hún er frá Íslandi og hann biður hana um að flytja sögur frá norðurslóðum fyrir sóknarbörnin um það hvernig það sé að vera eskimói, en á þessum tíma var mikill áhugi á heimskautunum, þangað fóru leiðangrar til að kanna svæðin. Það eina sem fólk hafði voru sögur. Þarna fær Ólöf tæki í hendurnar sem getur nýst henni, hún flytur ræðu sem hún fær frábær viðbrögð við og í framhaldinu fer boltinn að rúlla.“ Hjartnæm skálduð saga Ólöf kemst í samband við um- boðsmann sem er með fyrirlesara á sínum snærum, hann tekur hana að sér og hún býr heima hjá honum og konu hans. „Samtíminn er henni hliðhollur því á þessum tíma voru fyrstu lest- arteinarnir lagðir í Vesturheimi og fyrir vikið ferðast Ólöf um öll Bandaríkin og flytur þennan fyr- irlestur sem er algjört leikhús. Hún er með máluð leiktjöld sem á er mál- aður ís og hún klæðist ísbjarnarbún- ingi þegar hún flytur hjartnæma skáldaða sögu um það hvernig hún ólst upp á Grænlandi. Hún segir að Viljum að fólk leyfi sér að vera lítið í sér Kveikjan að sýningunni Lítil er mögnuð ævisaga Ólafar eskimóa, íslenskrar konu sem var dvergur og flutti til Vesturheims, en hennar leið til að komast af var að lifa í magnaðri lygi. Ragnheiður Harpa og Sigrún Hlín vilja hampa hinu litla. Smávaxin kona Ólöf spariklædd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listakonurnar litlu Ragnheiður Harpa og Sigrún Hlín inn um verkin sín. Menningarlífið blómstrar á Ísafirði og þar verður mikið um að vera um helgina á hátíðinni Veturnætur í Ed- inborgarhúsinu. Í kvöld kl. 22 stígur Blúshljómsveit Ísafjarðar á pall og verður með tónleika í Edinborgar- salnum. Hljómsveitin var stofnuð ár- ið 2009 og hún kom aftur saman eft- ir nokkurt hlé í haust og spilaði við góðar undirtekir á hátíðinni Blús og beikon á Patró. Á efnisskránni í kvöld eru nokkur vel þekkt soul- og blúslög og hljómsveitarmeðlimir ætla að blúsa með spilagleðinni inn í kom- andi vetur. Á morgun laugardag kl. 15-18 stendur Listaskóli Rögnvaldar Ólafs- sonar fyrir léttri kaffihúsastemningu í Edinborgarhúsinu. Kaffiveitingar verða seldar til styrktar ferðasjóði dansnemenda og eldri nemendur skólans dansa og leika á hljóðfæri auk þess sem sönghópur nemenda flytur nokkur lög. Dansandi ferðalag hefst klukkan 16 þar sem dansnem- endur dansa við undirleik píanónem- enda og berst dagskráin víða um hús- ið. Sönghópur LRÓ tekur síðan nokkur lög klukkan 17. Markaðs- stemning verður á ganginum allan tímann þar sem félagar í Myndlista- félagi Ísafjarðar selja listaverk sín en Kvennakórinn selur kjóla og bindi. Á sunnudag kl 15 verða flutt ís- lensk þjóðlög í Edinborgarsalnum með söngtríóinu Gunnari á Hlíðar- enda. Tríóið skipa þrjár ungar stúlkur, Kristín Harpa, Isabel og Hólmfríður, sem allar njóta þess að syngja. Þær hafa sungið og spilað fyrir ferðamenn á sumrin og sameina nú krafta sína og flytja íslensk þjóðlög. Þær ætla m.a. að syngja Sofðu unga ástin mín, Maístjörnuna og Þrek og tár. Nú er heldur betur lag að fagna vetri! Vefsíðan www.edinborg.is Söngtríóið Gunnar á Hlíðarenda Kristín Harpa, Isabel og Hólmfríður. Vetri fagnað með menningar- dagskrá í Edinborgarhúsinu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Alveg er það sama af hvaða tegund skepnurnar eru, all- ar hafa þær innbyggða ást á afkvæmum sínum, enda lifðu ekki margir af ef eng- in mamma eða pabbi pass- aði upp á ungana sína þeg- ar þeir kynnast hættum veraldar. Í dýragörðum er minna um hættur en úti í villtri náttúrunni og þessi gíraffamæðgin lifa við mik- ið öryggi þar sem þau búa í konunglegum garði í Hol- landi. Gíraffakálfurinn var að fara út í fyrsta sinn á ný- hafinni ævi sinni og mamma hans gerði sér lítið fyrir og gaf honum koss. Lífið í dýragörðum veraldarinnar Móðurástin alltaf söm við sig AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.