Morgunblaðið - 23.10.2015, Síða 13

Morgunblaðið - 23.10.2015, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Talið er að vegfylling í Kolgrafa- firði hafi ekki átt þátt í umfangs- miklum síldardauða í firðinum vet- urinn 2012-2013. Þetta kemur fram í skýrslu Verkfræðistofunnar Vatnaskila sem unnin var fyrir Vegagerðina. Síldin drapst innan vegfyllingar- innar og beindust sjónir því sér- staklega að henni. Súrefnisskortur í firðinum er talinn hafa valdið síld- ardauðanum, en niðurstöður rann- sóknarinnar sýna fram á að vegfyll- ingin hafi ekki haft nokkur áhrif á súrefnissveiflur sem eru að jafnaði miklar í firðinum. Súrefnið jafnt um allan fjörð Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að styrkur súrefnis í firðinum sveiflist jafnt innan vegfyllingar- innar og utan, þegar súrefnisupp- taka síldarinnar er sem mest. Þann- ig geti súrefnisstyrkur fallið á stóru svæði í firðinum. Helstu áhrifavaldar súrefnis- sveiflna í firðinum eru taldir vera vindstyrkur og varandi lágvinds- tímabil, sem eru mjög tíð í Kolg- rafafirði. Einnig er tekið fram að mesta flóðhæð á stórstraumi ráði miklu um súrefnisbúskap fjarðarins Í skýrslunni eru líkur eru leiddar að því að tímasetning mikilla gangna og óhentugar umhverf- isaðstæður hafi ráðið mestu um súrefnishnignunina. Einnig er tekið fram að í raun hafi á síðustu árum skapast verri umhverfisaðstaða fyrir síldina, með tilliti til súrefnishnignunar. Lukkan ein hafi ráðið því að göngur í Kol- grafafirði hafi verið minni en áður. Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns Dauð síld Breiður af dauðri síld í Kolgrafarfirði veturinn 2012-2013. Vegfyllingin olli ekki síldardauða Lægstu tilboð í jarðvinnu og undir- stöður vegna byggingar nýrrar og öflugri Suðurnesjalínu voru nærri 70 milljónum undir kostnaðaráætlun Landsnets. Verkið verður unnið í vetur og næsta sumar og sumarið 2017 er ráðgert að reisa möstur og strengja línurnar á þau. Verkið felst í gerð vegslóðar, jarð- vinnu og undirstöður 220 kílóvolta háspennulínu frá Hraunhellu í Hafn- arfirði að spennistöð við Rauðamel norðan Svartsengis. Línunni er ætl- að að styrkja raforkukerfið á Suð- urnesjum, bæði vegna almennra nota, virkjana þar og nýrra atvinnu- fyrirtækja í Helguvík og víðar. Háspennulínan verður að mestu leyti loftlína en 1,5 km kafli næst Hafnarfirði verður lagður í jarð- streng. Möstrin sem síðar verða reist verða flest samskonar og í nú- verandi Suðurnesjalínu en heldur hærri, samkvæmt upplýsingum Nils Gústafssonar, framkvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets. Línurnar munu liggja samsíða meginhluta leiðarinnar. Þó verða nokkur möstur næst Hafnar- firði samkvæmt nýrri hönnun. Þau eru svokallaðir einpólungar, eins og prjónn upp í loftið. 100 möstur á leiðinni Línuleiðin er um 32 kílómetra löng og munu um 100 möstur bera línuna uppi. Fyrir útboðið var áætlað að verkið myndi kosta 390 milljónir kr. Sjö til- boð bárust. Tvö eru lægst, tilboð Ís- lenskra aðalverktaka sem er tæpar 320 milljónir og tilboð LNS Sögu sem er tæpum 3 milljónum kr. hærra. Ístak býðst til að vinna verkið fyrir 367 milljónir. Önnur tilboð eru mun hærri. Sérfræðingar Landsnets fara nú yfir tilboðin og bera þau saman og síðan verður gengið til samninga við þann bjóðanda sem talinn er vera með hagstæðasta tilboðið. Á næstunni verður boðið út eftirlit með framkvæmdinni. helgi@mbl.is Lægstu tilboð 70 millj- ónum undir áætlun  Landsnet er að hefja lagningu háspennulínu á Suðurnes Einpólungar Átta háspennumöstur sem næst verða Hafnarfirði verða af nýrri hönnun, svokallaðir einpólungar. Hin möstrin verða hefðbundin. Suðurnesjalína » Landsnet hefur fengið heim- ild til eignarnáms á landi undir Suðurnesjalínu og bætur hafa verið metnar. Hluti landeig- enda mótmælir aðgerðinni og eru mál þeirra fyrir Hæstarétti. » Landsnet hefur samið um afhendingu orku til tveggja kís- ilvera í Helguvík og hyggst flytja orkuna með jarðstreng frá Fitjum. Í kjölfar nýrra kjarasamninga hjá Fjarðaáli skapast tækifæri til að taka upp nýtt vaktakerfi. Frá 1. mars 2016 verður unnið á 8 tíma vöktum í álveri Alcoa Fjarðaáls í stað 12 tíma vakta áður. Þannig minnkum við vinnuálag og auðveldum starfsmönnum að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við breytinguna fjölgar starfsfólki í framleiðslu og viðhaldi og vaktahópur bætist við. Því viljum við ráða öflugt fólk til starfa á skemmtilegum og fjölskylduvænum vinnustað. Alcoa Fjarðaál hefur stöðugar umbætur að leiðarljósi. Umhverfi, heilsa og öryggi eru forgangsmál. Mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði, teymisvinnu, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið. Þannig tryggjum við að framúrskarandi rekstrarárangur og eftir- sóknarvert starfsumhverfi fari ávallt saman. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Skriflegumumsóknum skal skilað áwww.alcoa.is. Umsóknarfrestur er til ogmeðmánudeginum 2. nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Farið verðurmeð umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. 8 tíma vaktir — breyting til batnaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.