Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Vinna starfshóps sem Illugi Gunn-
arsson menntamálaráðherra skipaði
8. maí sl. til þess að skoða og greina
rekstrarvanda
Ríkisútvarpsins
hefur dregist á
langinn en upp-
haflega átti
nefndin að skila
skýrslu til ráð-
herra eigi síðar
en 26. júní sl.
Eyþór Arnalds
er formaður
starfshópsins en
aðrir í hópnum
eru Guðrún Ögmundsdóttir, starfs-
maður í fjármálaráðuneytinu, og
Svanbjörn Thoroddsen ráðgjafi.
Eyþór Arnalds sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að starfshópur-
inn væri nú að leggja lokahönd á
skýrsluna og myndi skila henni til
menntamálaráðherra strax eftir
helgi og hann kvaðst telja að skýrsl-
an yrði birt opinberlega seinnihlut-
ann í næstu viku.
„Starf okkar hefur dregist á lang-
inn vegna þess að gagnaöflun tók
langan tíma og síðustu gögn, lykil-
gögn, bárust okkur ekki fyrr en í
byrjun september,“ sagði Eyþór.
„Okkur var falið að skoða starf-
semi og rekstur RÚV og við fórum
yfir tölulegar staðreyndir og aðra
þætti, mjög djúpt,“ sagði Eyþór, „og
við teljum að margt athyglisvert
muni koma fram í skýrslu okkar“.
Fyrr í haust hélt starfshópurinn
kynningarfund með ákveðnum hóp
starfsmanna menntamálaráðuneyt-
isins, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins þar sem farið var
yfir helstu upplýsingar sem starfs-
hópurinn hafði viðað að sér. Síðan
það var hefur verið unnið að loka-
gerð skýrslunnar og reynt að varpa
ljósi á ástæður þess rekstrarvanda
sem Ríkisútvarpið glímir við.
Skýrsla um RÚV
strax eftir helgi
Margt athyglisvert, segir formaðurinn
Morgunblaðið/Ómar
RÚV Menntamálaráðherra fær
skýrsluna strax eftir helgi.
Eyþór
Arnalds
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum
ríkisbréfum hefur lækkað mikið á
síðari hluta ársins og gæti sú þróun
leitt til þess að vextir íbúðalána
lækki. Þá bæði á verðtryggðum og
óverðtryggðum lánum.
Magnús Stefánsson, hagfræðing-
ur á hagfræðideild Landsbankans,
bendir á að fylgni geti verið milli
vaxta á ríkistryggðum bréfum og
sértryggðum skuldabréfum banka.
„Þetta á að hafa áhrif á vaxtastigið
í skuldabréfaútboðum. Það er að
aukast að bankarnir gefa út sér-
tryggð skuldabréf með veði í fast-
eignum og nota þá fjármuni til að
lána til fasteignakaupa. Ef ávöxtun-
arkrafan á ríkisbréfin lækkar hefur
það áhrif á það á hvaða kjörum bank-
arnir geta gefið út sértryggðu bréf-
in. Ríkisbréfin eru alltaf viðmið. Þró-
unin í ríkisbréfum gæti því lækkað
útlánavexti bankanna. Það myndi
hafa áhrif á fasteignalán. Þessi þró-
un skiptir hins vegar ekki máli fyrir
yfirdráttarlán og styttri lán. Þar
skipta máli millibankavextir og vext-
ir Seðlabankans.“
Yfirleitt til 5 ára eða lengur
Magnús bendir á að sértryggðu
bréfin sem bankarnir hafa gefið út
hafa yfirleitt verið til 5 ára eða leng-
ur. Bankarnir vilji lágmarka áhættu
og hafa jafnvægi milli skulda og
eigna. Því vilji bankarnir festa íbúða-
lánin til jafn langs tíma og sér-
tryggðu skuldabréfin, með veði í
fasteign, sem íbúðalánin eru veitt út
á. Hann segir að vextir bæði verð-
tryggðra og óverðtryggðra íbúða-
lána gætu lækkað. „Markaðurinn
með íbúðalán á eftir að fara meira og
meira í þessa átt. Sem sagt að bank-
arnir gefa út þessi bréf til þess að
fjármagna íbúðalánin,“ segir hann.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
september hafa óverðtryggð íbúða-
lán verið í sókn. Voru þau t.d. rétt
rúmlega meirihluti nýrra íbúðalána
hjá Arion banka á þeim tíma.
Samkvæmt greiningu Magnúsar
gætu vextir t.d. lækkað á nýjum
óverðtryggðum íbúðalánum sem eru
með föstum vöxtum í tiltekinn tíma.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, áætlar að 70% hús-
næðislána bankanna séu fjármögnuð
með innstæðum og 30% með útgáfu
sértryggðra bréfa. Breytileiki á
vöxtum nýrra húsnæðislána sé „ekki
nándar nærri eins mikill og ávöxt-
unarkröfu á markaði“.
„Miðað við þá lækkun sem þegar
er orðin á ávöxtunarkröfu sér-
tryggðra bréfa gæti svigrúm til
lækkunar nýrra íbúðalánavaxta ver-
ið 0,2-0,7 prósentustig eftir því
hversu stórt hlutfall þau eru í fjár-
mögnun húsnæðislána. Ef ávöxtun-
arkrafa sértryggðra bréfa myndi al-
veg elta ríkisbréf þá gætum við verið
að tala um annað eins í viðbót eða
samtals 0,4-1,4 prósentustig.“
Erlent fjármagn streymir að
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, rifjar upp að
fyrir efnahagshrunið hafi erlendir
vaxtamunarfjárfestar keypt mikið af
íslenskum skuldabréfum. Margir
hafi tekið skammtímastöður; bundið
féð til skamms tíma. Nú séu það
fyrst og fremst erlendir skulda-
bréfasjóðir sem séu að kaupa skulda-
bréfin og miði við aðeins lengri tíma.
Ásgeir telur að skuldabréfakaup
erlendra aðila séu í sjálfu sér jákvæð
enda lækki þau fjármögnunarkostn-
að ríkissjóðs. Hins vegar skapi þau
ákveðna áhættu fyrir gengi krón-
unnar ef mikil styggð kemur á fjár-
festana og margir reyna að selja sig
út úr landinu á skömmum tíma.
Gæti leitt til lægri
vaxta á íbúðalánum
Lækkandi ávöxtunarkrafa á ríkisbréf hefur áhrif víðar
Ávöxtunarkrafa tveggja óverðtryggðra
ríkisbréfaflokka 2008-2015
RB 19
5,28%
5,28%
RB 25
Bankahrunið
1.4
.2
00
8
1.7
.2
00
8
1.4
.2
00
9
1.4
.2
01
0
1.4
.2
01
1
1.4
.2
01
2
1.4
.2
01
3
1.4
.2
01
4
1.4
.2
01
5
1.1
0.
20
08
1.7
.2
00
9
1.7
.2
01
0
1.7
.2
01
1
1.7
.2
01
2
1.7
.2
01
3
1.7
.2
01
4
1.7
.2
01
5
1.1
.2
00
9
1.1
.2
01
0
1.1
.2
01
1
1.1
.2
01
2
1.1
.2
01
3
1.1
.2
01
4
1.1
.2
01
5
1.1
0.
20
09
1.1
0.
20
10
1.1
0.
20
11
1.1
0.
20
12
1.1
0.
20
13
1.1
0.
20
14
1.1
0.
20
15
Heimild: Nasdaq Iceland, Analytica
15%
12%
9%
6%
3%
0%
Persónuleg þjónusta – vinalegt umhverfi
Fjölbreytt
líkamsræktarstöð
eitthvað fyrir alla
Ketilbjöllur v Spinning v Hópatímar
Skvass v Körfuboltasalur
Cross train Extreme XTX
Einkaþjálfun v Tækjasalur
haustTILBO
Ð*
á líkamsrækta
rkorti
Aðeins 24.900.
-
*Gildir til 31.
des 2015
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Göngugötur á Airwaves
Gamla Bíó
● Pink Street Boys
● LA Priest (UK)
● Stereo Hypnosis
●AmabAdamA og Dikta
Smekkleysa (off-venue)
● Shelita Burke
● Ghostigital
Cintamani (off-venue)
●Milkhouse
● The Anatomy of Frank (US)
Bókabúð Máls og Menningar (off-venue)
● Shelita Burke (US)
● Rythmatik
Listasafnið
●Aurora (NO)
● Úlfur Úlfur
● Gísli Pálmi
● Future Brown (US)
Harpa
● John Grant and the Iceland Symphony Orchestra
● Júníus Meyvant
● Father John Misty (US)
● The Pop Group (UK)
„Það er ofboðslega margt fólk í
bænum og miðborgin er troðfull af
ungu fólki hvaðanæva úr heim-
inum,“ segir Hjálmar Sveinsson,
formaður umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkurborgar. Sam-
þykkt hefur verið að loka tíma-
bundið Laugavegi, frá Vatnsstíg
að mótum Bankastrætis og Þing-
holtsstrætis, og Skólavörðustíg,
frá gatnamótum Bergstaðastrætis
að Bankastræti, fyrir umferð á
meðan tónlistarhátíðin Iceland
Airwaves stendur yfir dagana 4.-8.
nóvember nk. Ekki hefur áður
verið lokað fyrir umferð á svæðinu
á Airwaves-hátíðinni.
„Þegar sumarlokanir voru til
umræðu kom jafnframt fram að
það yrði skoðað hvort ekki væri
ráð að hafa samskonar lokanir
þegar Airwaves stæði yfir og
hugsanlega líka við aðra slíka stór-
viðburði í borginni,“ segir Hjálmar
en þetta sé liður í því að gera mið-
borgina mannvænni og skemmti-
legri.
Tæplega 1.000 viðburðir
„Þetta er mjög gott fyrir gest-
ina en fólk er einmitt mikið að
ganga á milli staða og því er þetta
mjög jákvætt,“ segir Henný María
Frímannsdóttir, kynningarstjóri
Iceland Airwaves, um að gera
hluta Laugavegar og Skólavörðu-
stígs að göngugötu. Líklegt sé að
meiri stemning myndist á götum
úti í kjölfarið.
Hátíðin skartar fjölmörgum mis-
munandi tónleikastöðum í mið-
bænum en á aðaldagskránni eru
einir 300 viðburðir yfir helgina.
Einnig eru um 600 „off-venue“ við-
burðir um allan bæ en þangað
geta allir áhugasamir tónlistarunn-
endur lagt leið sína. laufey@mbl.is
Göngugötur í miðbænum
á Iceland Airwaves
Lokað verður
fyrir umferð á hluta
Laugavegar og
Skólavörðustígs
Morgunblaðið/Eggert
Airwaves Gestir munu geta gengið
frjálsir um götur miðbæjarins.