Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Liðsmönnum Ríkis íslams, samtaka íslamista, hefur vaxið ásmegin síð- ustu mánuði þrátt fyrir loftárásir Bandaríkjanna og samstarfslanda þeirra. Óttast er að lofthernaður Rússa verði til þess að vígamenn Ríkis íslams sæki enn meira í sig veðrið á næstu mánuðum. Liðsmenn Ríkis íslams gerðu alls 1.086 árásir og urðu 2.978 manns að bana í júlí, ágúst og september, að sögn rannsóknafyrirtækisins IHS Jane’s. Þeir gerðu að meðaltali 11,8 árásir á dag á þessu tímabili, 42% fleiri en á öðrum fjórðungi ársins. Meðalmannfallið á dag jókst um 65% á þriðja ársfjórðungnum miðað við apríl, maí og júní og var 81% meira en á sama tímabili í fyrra. Þessar tölur eru til marks um að loftárásir Bandaríkjanna og sam- starfsríkja þeirra á skotmörk í Írak og Sýrlandi hafa haft lítil áhrif í bar- áttunni gegn Ríki íslams, að sögn Matthews Henmans, sem stjórnar rannsóknum IHS á starfsemi hryðjuverkasamtaka. „Þótt loftárás- irnar og aðrar aðgerðir bandalagsins hafi aukið verulega þrýstinginn á ísl- amistana virðist það enn eiga langt í land með að veikja samtökin nógu mikið til að ná landsvæðum af þeim, hvað þá að sigra þau.“ Óttast að Ríki íslams eflist Henman telur líklegt að lofthern- aðurinn sem Rússar hófu 30. sept- ember síðastliðinn verði til þess að Ríki íslams færi sig upp á sig skaftið á næstu mánuðum vegna þess að fram hafi komið „skýrar vísbend- ingar“ um að stjórnvöld í Rússlandi leggi meiri áherslu á að verja ein- ræðisstjórnina í Sýrlandi en að sigr- ast á samtökum íslamistanna. „Nú þegar er ljóst að síðustu sjö daga hafa samtök íslamistanna sótt í sig veðrið í Aleppo-héraði vegna loft- árása sem beinast að uppreisnar- hreyfingum, sem hafa barist gegn Ríki íslams, og líklegt er að fram- hald verði á þessu,“ sagði Henman. „Ríki íslams hefur einnig fengið öfl- ugt áróðursvopn upp í hendurnar vegna mannfalls meðal óbreyttra borgara í loftárásum Rússa.“ bogi@mbl.is Heimild: Varnarmálaráðuneyti Rússlands/*Mannréttindahreyfingin SOHR/**Stríðsrannsóknastofnunin, ISW JÓRDANÍA LÍ BA N O N TYRKLAND SÝRLAND ÍRAK 100 km Lofthernaður Rússa í Sýrlandi Mi-24 HIND Su-25 Deir Ezzor Loftárásir Rússa Loftárásir 19. og 20. okt. samkvæmt traustum heimildum ISW** Loftárásir 19. og 20. okt. samkvæmt fregnum sem ISW telur ekki eins traustar Fyrri árásir skv. traustum heimildum ISW Minnst 12 manns létu lífið í loftárás á sjúkra- skýli nálægt vígvelli* Rússneskar flugvélar sem notaðar eru í Sýrlandi Rússneski herinn kvaðst hafa eyðilagt sprengjuverksmiðju íslömsku hreyfingarinnar Al-Nusra sem tengist al-Qaeda Raqqa Damaskus Kobane Idlib Sarmin Palmyra Hama Latakía Bassel al-Assad (herflug- völlur) Homs Aleppo Hizbollah Ríki íslams Uppreisnarmenn Svæði á valdi stjórnarhersins Kúrdar Herlið Rússa Rússneskar herþotur réðust á 83 skotmörk á einum sólarhring að sögn hers Rússa í fyrradag Hermt er að 370 manns hafi beðið bana í loftárásum Rússa, þeirra á meðal 120 óbreyttir borgarar, að sögn SOHR* Rússar hafa gert meira en 500 loftárásir í Sýrlandi frá því að þær hófust 30. september Su-34 Ríki íslams vex ásmegin Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Grímuklæddur maður, vopnaður sverði og hnífum, varð kennara og nemanda að bana og særði tvo til við- bótar alvarlega í skóla í bænum Trollhättan í Svíþjóð í gær. Árásar- maðurinn, sem var 21 árs, lést síðar af skotsárum á sjúkrahúsi. Árásin vakti mikinn óhug meðal Svía, enda er þetta fyrsta mann- skæða árásin í sænskum skóla frá árinu 1961 þegar sautján ára piltur varð átján ára stúlku að bana og særði sex nemendur til viðbótar í skotárás í íþróttasal skóla í bænum Kungälv. „Þetta er svartur dagur fyrir Sví- þjóð,“ sagði Stefan Löfven, forsætis- ráðherra landsins. „Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra, nemendum og starfsfólki skólans, og öllu samfélaginu. Engin orð geta lýst því sem þau ganga í gegnum núna.“ „Héldum að þetta væri hrekkjavökugrín“ Árásarmaðurinn var svartklædd- ur, með grímu sem minnti á Svart- höfða, eða Darth Vader, í stjörnu- stríðsmyndunum. Fregnir herma að börn, sem sáu árásarmanninn fyrst í skólanum, hafi haldið að hann hafi mætt í hrekkjavökubúningi til að grínast og látið taka myndir af sér með honum. Sænska dagblaðið Aftonbladet hafði eftir stúlku í skól- anum að tveir vinir hennar hefðu beðið hana að taka myndir af sér með manninum sem hefði ekki talað en leikið „hræðilega“ tónlist sem „minnti á hrekkjavöku“. Kennari kom þá að þeim og spurði hvað maðurinn væri að gera. „Þú hræðir börnin, þú getur farið,“ sagði kennarinn. Maðurinn kinkaði kolli og stakk kennarann í síðuna, að sögn stúlkunnar. Hún forðaði sér í ofboði með vinum sínum og árásarmaður- inn hljóp á eftir þeim en þau komust undan. Dagens Nyheter hafði eftir ann- arri stúlku í skólanum að hún hefði verið í stærðfræðitíma þegar kenn- ari og nemendur bekkjarins hefðu séð manninn fyrir utan kennslustof- una. „Við héldum að þetta væri hrekkjavökugrín,“ hefur blaðið eftir stúlkunni. Kennarinn fór út á gang- inn og reyndi að taka grímuna af manninum sem stakk hann þá með sverðinu. Lögreglan staðfesti að einn kenn- ara skólans hefði verið látinn þegar lögreglumenn komu á staðinn. Ann- ar kennari og tveir nemendur voru fluttir á sjúkrahús. Annar nemend- anna, sem var ellefu ára, lést síðar af sárum sínum. Hinn nemandinn, sem var fimmtán ára, og kennarinn voru báðir í lífshættu í gærkvöldi. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglumennirnir hefðu skotið tveimur byssuskotum og annað þeirra hefði hæft árásarmanninn. Lögreglan sagði að maðurinn væri 21 árs íbúi Trollhättan en veitti ekki frekari upplýsingar um hann. Fréttastofan TT sagði að maðurinn hefði sett myndskeið á YouTube þar sem hann lofsamaði Adolf Hitler og þýska nasista en gagnrýndi íslam og innflytjendur í Svíþjóð. Sagður „vandræðaskóli“ Trollhättan er iðnaðarbær um 75 km norðan við Gautaborg og með um 50.000 íbúa. Þar er meðal annars bílaverksmiðja þar sem Saab-bílar hafa verið framleiddir. Nemendur skólans eru alls 400 og á aldrinum sex til fimmtán ára. Sænskir fjölmiðlar hafa lýst honum sem „vandræðaskóla“ og segja að fyrir árásina hafi eftirlitsmenn gagn- rýnt stjórnendur hans fyrir að hafa ekki tryggt öryggi nemendanna. Þeir gagnrýndu m.a. að í byggingu skólans eru bókasafn og kaffihús sem hafa verið opin almenningi. Hermt er að það hafi stundum trufl- að kennsluna í skólanum. Aðeins 16% nemenda í efsta bekk skólans stóðust próf í öllum fögum á síðasta ári og hann er á meðal þeirra tíu grunnskóla Svíþjóðar sem komu verst út við mat á námsárangri. Svartur dagur fyrir Svíþjóð  Árásarmaður varð pilti og kennara að bana í árás í sænskum grunnskóla  Særði annan kennara og nemanda lífshættulega  Sagður hafa lofsamað Hitler og nasista á YouTube og gagnrýnt innflytjendur AFP Þrír létu lífið Lögregluforingi ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan skólann þar sem 21 árs maður réðst á nemendur og kennara með sverði og hnífum. AFP Svarthöfði Mynd sem nemandi tók af árásarmanninum í skólanum. er leiðandi framleiðandi LED lýsingar og stýringa og býður heildarlausnir fyrir sýningarsali og söfn Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingarhönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.